Sóðaleg busavígsla

Busavígsla Það hefur þróast upp í hefð að nýnemar í framhaldsskólum séu busaðir fyrstu námsvikuna og teknir með því inn í skólasamfélagið. Í mörgum tilfellum er um að ræða athöfn sem hefur ígildi þess að vera græskulaust gaman og fólk geti jafnvel hlegið saman að athöfninni. Þess eru þó dæmi á seinni árum um að farið sé óeðlilega langt í að niðurlægja nemendur og gera lítið úr þeim með þessari athöfn.

Athygli vekur nú þessi busavígsla á Ísafirði. Mér finnst það komið út yfir öll eðlileg mörk þegar farið er að ausa rækjumjöli og flórsykri yfir nemendur og þau standa eftir skítug upp fyrir haus í for og ógeði. Það er eðlilegt kannski að gera eitthvað úr þessari athöfn en óþarfi er að láta krökkunum líða eins og þau séu niðurlægð fyrir framan aðra. Það að fá þessa yfirhalningu yfir sig hlýtur að vera í senn lexía og niðurlæging. Kannski er það tilgangurinn? Veit ekki satt best að segja hver tilgangurinn á að vera ef hrein niðurlæging fólks er tilgangurinn.

Busavígslurnar hafa á sér blæ þess að vera manndómsvígsla fyrir nýnema. Í því skyni finnst sumum allt í lagi að ganga mjög langt. Finnst að á þessu verði að vera eðlileg mörk, enda er jafnan stutt á milli þess að ganga of langt og vera með athöfn sem eigi að vera á mörkunum. Það er oft ekki gott að finna millistigið þegar að svona athöfn er skipulögð. Heilt yfir finnst mér busavígsla ekki þurfa að hljóma sem niðurlæging á nýnemum. Það er hægt að tóna alla hluti niður. En það er oft ekki þægilegt að finna mörkin sem þurfa að vera til staðar.

Það er ágætt að fá fram umræðu um þessar busavígslur. Kannski er þetta upphafið á því að fólk hugsi sig almennilega um. Jafnvel að það þurfi ekki að ausa nýnemum upp úr forarsvaði og eða rækjumjöl til að það verði hluti samfélagsins. Hvort að mildari og mannlegri leið sé ekki til staðar. Það er að mínu mati kominn tími til að þessar busavígslur verði stokkaðar upp með þeim hætti að nýnemar haldi virðingu sinni á eftir og þurfi ekki að ganga í gegnum ómannúðlega meðferð til að teljast verða einn af hópnum.

mbl.is Skólameistari MÍ segir busun hafa farið úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Hörður.

Gott að við erum sammála um þetta mál. Fínar pælingar hjá þér um þetta.

bestu kveðjur til Rómar

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.9.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband