Óvæntur en glæsilegur sigur hjá Fjölni

Fjölnismenn fagna sigri Það er ekki hægt að segja annað en að það sé stórglæsilegt hjá fyrsta deildar liði Fjölnis í Grafarvogi að komast í bikarúrslitaleik gegn sjálfum Íslandsmeisturum FH. Horfði á framlengdan leik Fjölnis og Fylkis í kvöld, en þar lá spenna í lofti og eflaust áttu fleiri von á að Fylkir myndi tryggja sér farseðil á úrslitaleikinn með auðveldum hætti, altént var ég einn þeirra.

Fjölnir hefur á frekar skömmum tíma byggt sig upp sem spútnik-lið í boltanum. Stefnir flest í það núna að Fjölnir leiki í úrvalsdeild að vori og hlýtur þessi sigur að gefa liðinu byr undir báða vængi í raun og veru, enda er svona sigur á við vænsta skammt af sjálfstrausti. Hvernig svo sem úrslitaleikurinn um bikarinn mun fara verður Fjölnir held ég sigurvegari að einhverju leyti hið minnsta úr þessu, enda hefði enginn spámaður látið sér detta í hug að liðið kæmist þetta langt.

Hetja Fjölnis í kvöld var Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson. Glæsilegt mark við blálok framlengingar og hann stimplar sig allavega vel inn í sögubækur þessa liðs á þessu kvöldi. Atli Viðar er í þeirri sérkennilegu aðstöðu að hafa spilað með FH og vera að mig minnir samningsbundinn þeim en er í láni frá þeim til Fjölnis, ásamt sennilega nokkrum fleirum. Það verður áhugavert við bikarúrslitaleikinn að sjá hvort að Atli Viðar fær að leika með Fjölnismönnum.  

En heilt yfir var þetta skemmtilegur leikur í kvöld. Hið óvænta getur alltaf gerst í hita leiksins. Það sannaðist í kvöld og væntanlega eru Fylkismenn sárir á þessu kvöldi við að sjá Grafarvogsliðið fá farmiðann í leikinn gegn Hafnfirðingum. En það er það skemmtilega sem betur fer við boltann að þar á enginn neitt og í spennandi leik getur hið óvænta jafnvel gerst. Það varð svo sannarlega tilfellið í Laugardalnum í kvöld.

mbl.is Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta var hasar leikur,bæði hvað veður snerti ,og lika knattspyrnu i þessu veðri,Fjölnir er samstillt og gott lið og vonandi kemst i Úrvaldeild/það á heima þar!!!En fyldiskmenn eru lika góðir og stóðu sig mjög vel/ Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.9.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband