Leitað eftir ástinni á mjólkurfernu

Mjólk Mér fannst sagan um ástina sem var auglýst eftir á mjólkurfernunni ansi sæt og skemmtilega væmin. Flest kaupum við mjólkina aðeins innihaldsins vegna og spáum ekki mikið í innihaldinu. Það geri ég allavega. Það skiptir mig slétt litlu máli hvað stendur utan á fernunni og ég hef ekki varið löngum tíma ævinnar í að stúdera þá lesningu mikið. Tilraunir til að setja ljóð og ýmislegt annað smálegt á fernurnar, t.d. misgáfulegar myndir, hafa vakið frekar litla athygli hjá mér.

Oftast nær horfi ég ekki mikið á fernuna nema þá kannski í þann mund sem ég er að kaupa hana eða hella úr henni við eldhúsborðið. En kannski þarf að gera fernurnar meira krassandi og auka skemmtunina með auglýsingum á þeim. Það er allavega svolítil ný sýn fyrir okkur hérna heima á klakanum að hægt sé að auglýsa eftir hinni einu sönnu ást á mjólkurfernunni - hvað svo sem ást er nú eiginlega, segi ég eins og Karl Bretaprins sagði svo klaufalega forðum með Díönu við hliðina á sér með roða í kinnum.

Þetta er allavega sæt saga. Það væri gaman að sjá mynd af þessu og eiginlega vonbrigði að Mogginn sé ekki með haldbæra mynd af því en birtir þess í stað skelfilega mynd af einhverri ófrumlegri fernumynd sem var í notkun hérna heima alltof lengi fyrir nokkrum árum.

mbl.is Ástarsaga í kjölfar auglýsingar á mjólkurfernu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það nota allir mjólk á hverjum degi með einum hætti eða öðrum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.9.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband