Þórlindur kjörinn formaður SUS

Þórlindur Kjartansson Þórlindur Kjartansson var í dag kjörinn formaður SUS á sambandsþingi austur á Seyðisfirði með yfir 90% greiddra atkvæða. Hafði hann einn tilkynnt framboð og hlýtur afgerandi stuðning til verka. Teitur Björn Einarsson var kjörinn fyrsti varaformaður SUS sömuleiðis með þorra atkvæða. Báðir hafa verið virkir í ungliðastarfinu í fjöldamörg ár og þeir eru þekktir fyrir að vinna vel og af krafti.

Vil ég óska Þórlindi og Teiti Birni til hamingju með kjörið á þinginu og ennfremur óska þeim góðs í verkum fyrir SUS næstu tvö árin. Sömuleiðis vil ég óska nýrri stjórn SUS sem kjörin var á sambandsþinginu heilla í verkum og vona að þau vinni vel fyrir ungliðahreyfinguna á starfstímanum. Framundan er vonandi öflug vinna milli kosninga, en sá tími skiptir ekki síður máli en hefur verið síðasta starfstímabil þar sem fram fóru tvær kosningar.

Þetta SUS-þing markar endalok virkrar þátttöku minnar í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Ég ákvað fyrir margt löngu að gefa ekki kost á mér aftur í stjórn SUS og hætta, allavega um skeið, virku starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og horfa í aðrar áttir. Ég hef átt mjög góðan tíma í stjórninni og verið mjög virkur í starfinu á þeim tveim kjörtímabilum sem ég hef átt þar sæti. Var ég allan þennan tíma búsettur á Akureyri og það eru fá dæmi á þessum árum um að menn hafi sinnt stjórnarsetu úr slíkri fjarlægð.

Fyrst og fremst vil ég þakka öllum þeim sem ég sat með í stjórn SUS á þessum árum og voru virkir í að skrifa á vef SUS á ritstjóratíma mínum hjá sus.is kærlega fyrir samstarfið. Þetta var virkilega ánægjulegur tími og ég vil þakka fyrir vináttu allra þeirra sem ég hef unnið með á þessu nokkuð langa skeiði sem ég hef verið virkur í ungliðastarfinu með einum eða öðrum hætti. Þetta hafa verið öflug og góð ár - umfram allt skemmtileg.

Ég vil enn og aftur óska nýrri stjórn góðs í þeim verkum sem framundan eru. Nýjir forystumenn njóta greinilega mikils trausts þingfulltrúa á sambandsþinginu og ég lýsi yfir ánægju minni með kjör þeirra. Bind miklar vonir við verk þeirra og nýrrar stjórnar.

mbl.is Þórlindur Kjartansson nýkjörinn formaður SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þá er vont að missa þig úr ungliðastarfinu. Góðum mönnum fylgja góð verk hvar sem þeir fara, hvort sem það er í stjórnmálum eða annarsstaðar.  

Fannar frá Rifi, 17.9.2007 kl. 10:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Fannar: Takk kærlega fyrir góð orð. Þetta hafa verið skemmtileg ár og virkilega gaman að taka þátt. Ég ætla að vera mjög virkur að skrifa og taka þátt í pólitík með einum hætti eða öðrum. Fínt samt að breyta aðeins til. Það hefur verið mjög gaman að kynnast í starfinu og við eigum eftir að hittast hressir á vettvangi flokksins á næstu árum.

Árni: Þetta var orðið mjög gott. Ég hafði verið í stjórn í nokkur ár, verið formaður hér og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Það er ekkert við það að bæta í sjálfu sér. Mér fannst þetta réttast núna og ég sé ekki eftir neinu. Það er ágætt að gefa öðrum tækifæri þarna núna.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.9.2007 kl. 11:55

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk Andri minn fyrir góð orð. Ég er auðvitað brjálæðislega pólitískur, algjörlega í gegn. Verð alltaf mjög pólitískur. Alveg einfalt mál. Vefurinn verður vel nýttur og ég ætla mér að vera áberandi með einum hætti eða öðrum. Tíminn í ungliðastarfinu er hinsvegar búinn, en það er ekki þar með sagt að ég sé hættur að spá í pólitík. Því hætti ég aldrei sko. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.9.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband