Spaugstofan líkti Þórhalli við Osama Bin Laden

Þórhallur GunnarssonÞað var athyglisvert að sjá Randverslausa Spaugstofu í kvöld - margt fyndið og sumt ekkert spes, eins og gengur. Fyndnast af öllu fannst mér að sjá fjórmenningana líkja Þórhalli Gunnarssyni, dagskrárstjóra, við hryðjuverkamanninn Osama Bin Laden með verulega áberandi hætti. Inn á milli öskraði hann aðspurður um hver væri besti vondi kallinn að það væri Þórhallur og einnig var karakterinn í gervi hryðjuverkamannsins að kalla til Spaugstofumannanna; Þú ert rekinn!

Karakterinn í líki Osama fylgdi Erni, Pálma, Sigga og Kalla í gegnum allan þáttinn og nærvera hans var í senn athyglisverð og áberandi auðvitað, umhugsunarverð kannski umfram allt. Hann var svona ógnandi stóri pabbi yfir þeim og hótaði þeim öllu illu milli sketchanna. Þetta var ansi fyndið bara og það sem stóð helst eftir er þættinum lauk eiginlega fannst mér. Mjög nett skot hjá Spaugstofumönnum og þau vöktu sannarlega athygli þeirra sem sáu þáttinn.

Það var spes að horfa á þáttinn án Randvers Þorlákssonar í leikhópnum. Eftir svo mörg ár er brotthvarf eins úr hópnum áberandi. Mikið hefur verið talað um brottrekstur hans og sumir töldu það meira að segja vera grín. Eftir þáttinn í kvöld deyr sá orðrómur endanlega. Þetta er bara veruleiki málsins. Eftir stendur að furðulegt er að Spaugstofan fái ekki að vera eins og hún hefur verið bara. Þetta er þáttur sem hefur haft mikið áhorf og ekkert kallaði svosem á breytingar.

Ég hló mjög að sumum atriðum og þau voru mun færri atriðin sem mér fannst ekkert spes. Það var áhugavert að sjá gestaleikarana, sérstaklega fannst mér Edda Björk passa vel í hópinn og hún small vel inn í hlutverk Ingibjargar Sólrúnar. Auglýsingin með ISG og Geir var ansi smellin. Svo er Pálmi sífellt að verða betri í hlutverki Guðna framsóknarhöfðingja. Það verður spennandi að fylgjast með þættinum í vetur og hvort að Osama dagskrárstjóri fylgi þeim eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það er nú fokið í flest skjól í lífi manns þegar Spaugstofan er orðin spennandi Stefán Friðrik:)

Heiða B. Heiðars, 16.9.2007 kl. 01:29

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég veit ekki betur en að þorri þjóðarinnar horfi á Spaugstofuna. Hvort sem fólki líkar það eður ei. Ég hef alltaf fylgst með þættinum og skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það, hinsvegar hef ég ekki alltaf verið sammála þeim og oft gagnrýnt þá, t.d. í þjóðsöngsmálinu, en þá skrifaði ég mikið um það hér og var ósammála þeim.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2007 kl. 01:31

3 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sammála, það var talsverð blásýra gagnvart Þórhalli í gríninu hjá þeim kumpánum í kvöld. Annars fínn þáttur og mest hló ég að því þegar Hilmir Snær talaði um "kúlur" í stað milljóna. Fín pilla á plebbahátt sem tröllríður bænum um þessar mundir. "Þrjú hundruð kúlur og málið er dautt!"

Ferskt svo það brakar

Jón Agnar Ólason, 16.9.2007 kl. 01:32

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, Jón Agnar. Þetta var algjört brill. Frábær sena. Svo var líka algjörlega frábært hvernig Spaugstofan sá lögguna fyrir sér niðrí miðbæ hehe. Margt annað gott líka, t.d. komment Steingríms J. um álverin. Siggi er orðinn ansi góður í rullu Steingríms J.

En já, orð dagsins er tvímælalaust; 300 kúlur og málið er dautt! :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2007 kl. 01:34

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér finnst það stórmerkilegt að sjá hvernig að Spaugstofan fjallaði um dagskrárstjórann í kvöld. Það er bara þannig. Þeir geta vel verið beittir inn á við eins og sást í kvöld. Þeir hafa annars aldrei verið feimnir við að stuða, umfjöllun um trú, þjóðsöng og fleira sanna það. Ég segi ekki að þetta sé mest spennandi efni vikunnar en samt sem áður fylgist ég alltaf með þættinum og er ekki einn um það ef marka má áhorfskannanir.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2007 kl. 01:39

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þú hefur þínar skoðanir og ég mínar. Stend við öll orðin í pistlinum. Það verður mjög spennandi ef að þeir senda svona eitursterkar pillur upp á efri hæðirnar í Efstaleitinu oftar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2007 kl. 01:47

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég var að segja að það yrði spennandi að fylgjast með þættinum og fjallaði um skoðanir mínar á honum. Það sem ég skrifa hér eru skoðanir mínar og einfalt svosem í sjálfu sér. Það geta aldrei allir verið sammála mér hér.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2007 kl. 02:21

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Sé að þú ert með sama stækkunargler og ég ,en ég tók eftir þessu hjá þeim félögum í kvöld og fannst fyndið. Það að hafa Osama út allan þáttinn var í raun endurspeglun á hinu gífurlega áhorfi alheimsins gagnvart því að sá maður segi nokkur orð einhvers staðar og aðstoð fjölmiðlanna við að koma skilaboðum áleiðis sem þar spila stóra rullu. Spaugstofan fer ekki framhjá mér nokkurn tímann.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2007 kl. 02:21

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið gmaría.

Já, þetta var skemmtileg endurspeglun á margt og áhugavert innlegg svosem, bæði hvað varðaði Þórhall og fréttamatið í heiminum. Osama er reyndar merkileg fígúra sem sprettur fram oftast nær án fyrirvara og sem grýla og smjattað er á í fjölmiðlum mjög lengi. Sniðugt hjá Spaugstofunni að steypa þessum tveim karakterum saman, mjög fyndin nálgun allavega. Vakti líka athygli.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2007 kl. 02:31

10 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Sorry. Boring. Dautt.

Markús frá Djúpalæk, 16.9.2007 kl. 10:35

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þórhalli tókst að drepa deyjandi þátt...það sem furðar mig mest samt er hvernig manninum datt þetta í hug. Ótrúleg misstök að fara í þetta svona. Þórhallur hefur greinilega ekki það nef sem ég hélt fyrir dagskrá og efni.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.9.2007 kl. 11:53

12 identicon

Stebbi, tókstu eftir að Guðni var titlaður landbúnaðarráðherra...

 mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 12:59

13 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Merkilegt.  ALLIR horfa á Spaugstofuna.  Líka þeir sem segja þáttinn deyjandi, boring eða dauðan.  Hef alltaf fylgst með þeim Spaugstofumönnum, og finnst frábært hvað þeir hala inn áhorf vetur eftir vetur.  Eru misjafnir eins og gengur.  Man eftir brilliant þáttum hjá þeim, sæmilegum og svo hundlélegum.  En alltaf skulu þeir finnan nýjan vinkil eða koma með hárbeitt grín á réttum stað á réttum tíma, af og til.  Og því horfa ALLIR á Spaugstofuna.  Sammála þér um skotið á Þórhall.

Sigríður Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 13:01

14 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ólafur: Já, fannst það mjög fyndið. Þrem mánuðum eftir að Guðni hætti sem ráðherra er hann enn landbúnaðarráðherra í augum Spaugstofunnar hehe. :)

Sigríður: Nákvæmlega. Það er bara þannig að við fylgjumst með af áhuga. Stundum erum við sátt og stundum ekki, en við horfum alltaf á. Áhorfstölurnar og umræðan sýnir það mjög vel.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2007 kl. 14:15

15 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jón Ingi: Já, þetta var röng ákvörðun. Menn áttu að halda þættinum eins og hann var. Þetta var þáttur sem hafði um eða yfir 70% áhorf og undarlegt að breyta því sem malar gull fyrir Sjónvarpið. Það vilja flestir auglýsa fyrir og eftir vinsælasta þátt hverrar stöðvar.

Markús: Það voru ekki öll atriðin leiðinleg. Kannski misjöfn, en það voru fínir punktar inn á milli. Allavega fannst þátturinn alveg ágætur. En ég sakna Randvers. Vil bara hafa þáttinn eins og hann hefur verið og með sama mannskap. Finnst þetta undarleg ákvörðun að vísa RÞ á dyr.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2007 kl. 14:17

16 Smámynd: Hallur Magnússon

Það merkilegast við Randverslausa þáttinn fannst mér reyndar endirinn - þar sem fram kemur að Kaupthing kostar þáttinn.

Títtnefndur Þórhallur hefur nefnilega sagt við kvikmyndagerðarmenn sem hugðust vinna heimildarþætti um sögu húsnæðismála á Íslandi - að Ríkissjónvarpið myndi aldrei sýna slíka þætti ef þeir yrðu kostaðir af  ríkisfyrirtækinu Íbúðalánasjóði.

Það er greinilega ekki sama gagnvart Þórhalli - Kaupthing og Íbúðalánasjóður.

Hallur Magnússon, 16.9.2007 kl. 14:39

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kanski er það bara ég, en það að Randver var ekki gerði það að mér fannst eitthvað vanta í þáttinn.
Ég held reyndar að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Þórhalli að fá inn gestaleikara en fáránegt að fórna Randver.

Óðinn Þórisson, 16.9.2007 kl. 15:16

18 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góðar upplýsingar Hallur. Áhugavert að heyra af þessu.

Algjörlega sammála þér Óðinn. Fannst vanta eitthvað í þáttinn. Það var visst gap, enda er þessi hópur fimmmenninga orðinn eitt fyrir svo löngu síðan í huga okkar allra. Það var röng ákvörðun að láta Randver fara. Ég fer ekki ofan af því. Þessi hópur hefur einfaldlega starfað saman það lengi að það var röng ákvörðun. Gott samt að fá gestaleikara.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2007 kl. 15:27

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mér fannst þátturinn einn sá besti lengi....ég meina sko áður en þeir fóru í frí...skellti uppúr jaaa...allavega þrisvar.

Fleygi hér með á þig sæluviku Stefán.

Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 17:14

20 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.9.2007 kl. 19:16

21 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

það er eftirsóknarvert að vera dreginn upp sem skopmynd hjá spaugstofunni.

Á íslandi þykir það  flott og þessi þáttur er klár vitnisburður um höfðingjasleikjuskap starfsmanna spaugstofunnar.

En af spaugstofunni má læra hvernig breiða má yfir aumingjagang og þrælsótta

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 16.9.2007 kl. 19:55

22 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Heiða: Takk fyrir sælukveðjuna. :)

Steinunn Ólína: Já, það var klárlega óttalegur aumingjaskapur hjá Spaugstofumönnum að mótmæla ekki eitthvað allavega brottrekstri Randvers. Frekar slappt vægast sagt. Alveg sammála þér með það.

Erlingur: Jú, það er víst. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Spaugstofan verði í næstu þáttum eftir þessa röngu ákvörðun um að reka RÞ.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2007 kl. 23:07

23 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞEtta er aðför að rónum borgarinnar.

Hvað á Bogi að gera?

Er hann ekki bara í ,,vondum málum"?

Tökum upp hanskann fyrir rónum þáttarins og krefjumst endurkomu hins geðþekka utangarðsmanns.

GEta ekki einhverjir sem eiga margar ,,kúlur" ekki reddað málunum.

þrjátíu kúlur og málið er dautt!!!!

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.9.2007 kl. 12:10

24 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Mér finnst spaugstofan yfirleitt skemmtileg, ég vill hana óbreytta, þ.e.a.s. með Randveri, það gerir engin eins skemmtilega Jóhönnu og hann gerir.  Hann fer yfirleitt nett með það að leika konur.  Það horfa allir á spaugstofuna, líka þeir sem "fíla" hana ekki....

Garðar Valur Hallfreðsson, 17.9.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband