Ásdís Halla hættir hjá BYKO

Ásdís Halla Bragadóttir Það vekur mikla athygli að Ásdís Halla Bragadóttir sé að hætta sem forstjóri BYKO eftir rúmlega tveggja ára starf þar. Allir spyrja sig um hvert hún sé að fara. Það hlýtur að vera spennandi nýtt verkefni sem kallar á vistaskipti af þessu tagi á þessum tímapunkti. Varla eru það pólitísk verkefni, enda eru engar kosningar á næstunni, nema þá um forsetaembættið í júní 2008. En hver vill leggja annars peningana sína undir á að hún ætli sér að taka við af Ólafi Ragnari?

Þessi tilkynning kemur merkilegt nokk jafnmikið á óvart og þegar að Ásdís Halla hætti sem bæjarstjóri í Garðabæ í maí 2005. Ég hef alla tíð dáðst af Ásdísi Höllu frá því að hún varð formaður SUS, fyrst kvenna, og viljað veg hennar sem mestan. Finnst hún einfaldlega mesta talent flokksmanna á þessum aldri úr röðum kvenna, ef Þorgerður Katrín varaformaður er kannski undanskilin. Hinsvegar hefur mér alltaf þótt Ásdís Halla svo leiftrandi öflug og mikil forystukona að það var leitt að missa hana úr stjórnmálum. Það voru enda margir sem söknuðu hennar þaðan.

Garðabær undir forystu Ásdísar Höllu í fimm ár var bær tækifæranna, sveitarfélag sem var í fararbroddi og hún var virt fyrir störf sín, þvert á stjórnmálalínur. Vissulega vona ég að Ásdís Halla sé að fara aftur í stjórnmál en efast þó stórlega um það. Nýtt og spennandi tækifæri virðist kalla á hana. Reyndar er þetta merki þess að Ásdís Halla vilji stöðugt vera í þróun og ekki daga uppi á neinum einum stað, sé alltaf að sækjast eftir nýjum tækifærum. Það er vissulega gott mál og vonandi fær hún verðugt verkefni til að taka við nú.

mbl.is Forstjóraskipti hjá BYKO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Fjöldi Garðbæinga saknaði Ásdísar Höllu sem bæjarstjóra.Hún var sjálfstæð og framsýn í starfi.Vonandi kemur hún að einhverju ábyrgðarmiklu verkefni fyrir land og þjóð.

Kristján Pétursson, 15.9.2007 kl. 19:34

2 Smámynd: Hvumpinn

Það er nú eiginlega spurningin hvort það hafi ekki verið ákveðið fyrir hana að hún hætti...   Sá garðbæingur sem hér skrifar saknaði hennar ekki úr bæjarstjórastól og er ekki viss um að þar hafi hún verið annað en hentugt "andlit" fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokksins.  Fáir aðilar þar innandyra sem taka allar ákvarðanir og telja þetta sinn bæ.  Hún passaði að vera höll undir ákveðin öfl...

Hvumpinn, 15.9.2007 kl. 21:25

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Fyrir það fyrsta vil ég benda á Ásdís Halla hættir ekki sem forstjóri Byko nema að upp hafi komi samskipaörðuleikar um stefnu og áherslu.

Þessi ofurtrú á henni finnst mér ekki á rökum reistar með virðingu fyrir henni.

Þessir negatífu  menn sem skrifa hér á undan eru ekki málefnalegir sem dæmi eru menn að tala um einsetu  karla því miður er um að ræða konu sem vil breyta til.

Annar talar um að hann sakni hana ekki úr bæjarstjórastarfinu í Garðabær. Ég veit ekki annað að menn séu mjög sáttir við sinn bæjarstjóra sem hefur sín að hann standi síg vel í starfi með rök á reiðum höndum.

Árni Guðmundsson fer villu vegar þegar hann segir að Ásdís Halla hafi ekki ráðið við bæjarstjórnarstaðið. Mig vantar rök frá þér Árni ég bendir þér á þú átt að vera málnefalegur í þinni umræðu án þess að kasta skít á konu sem þú þekkir ekki. Þín skrif sæma þér ekki.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 15.9.2007 kl. 21:59

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég varð mjög hissa þegar hún ætti sem bæjarstjóri í Garðabæ og hefði gjarnan viljað sjá hana þar áfram en sem bæjarstjóri Garðabæjar fannst mér hún standa sig mjög vel.  Gunnar Einarsson hefur leyst hana mjög farsællega af hólmi.

Ég er aftur hissa núna og tel að eitthvað annað hljóti að bíða hennar

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.9.2007 kl. 22:31

5 Smámynd: Skarfurinn

Málið er bara að sumir tolla ekki í starfi og eru alltaf að breyta, eða kannksi að klósettsalan hafi minnkað svona mikið ?

Skarfurinn, 16.9.2007 kl. 00:17

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það verður geysilega forvitnilegt að vita hvað þessi hæfileikaríka kona tekur sér fyrir hendur. Eitt er þó alveg klárt hún mun standa sig vel og verður fengur fyrir þann sem fær hana til starfa.

Óðinn Þórisson, 16.9.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband