Margir vilja Randver aftur í Spaugstofuna

Randver Það hefur verið mikil umræða um þá ákvörðun að reka Randver Þorláksson úr Spaugstofunni í netheimum og samfélaginu. Nú er hafin undirskriftasöfnun á netinu til stuðnings Randver og munu yfir 1300 undirskriftir hafa borist þar inn nú þegar. Það verður fróðlegt að sjá hvort að það hafi einhver áhrif, en allavega sannast með því að margir tala máli Randvers og harma það að honum hafi verið sparkað úr þættinum.

Þátturinn heldur áfram á morgun í Sjónvarpinu og verður áhugavert að sjá hvernig að þátturinn líti út án Randvers og hversu breyttur hann verði. Það er greinilegt að Þórhallur hefur tekið þá afstöðu að breyta þættinum og hefur talið nauðsynlegt að sparka Randveri. Mér finnst þetta röng nálgun. Ef þátturinn er staðnaður er það varla sök Randvers eins og þetta er mjög harkaleg aðgerð.

Spaugstofan hefur verið virt mjög lengi fyrir húmor sinn. Það eru ekki allir sáttir við hana svosem, en það er heldur aldrei hægt að gera grín svo allir hlæji að. Það er alltaf einhver ósáttur. En ég leit á Spaugstofuna sem heild fimm manna, ekki einstaklingsverktaka á launum. Þar væri lögmál skyttanna þriggja í hávegum hafðar. Orð þeirra sem eftir eru hafa því komið á óvart og undarlegt að þeir sætti sig við að vera höggnir svona til með valdboði að ofan.

En heilt yfir sýnir þetta mál að fólki er ekki sama um Spaugstofuna og vill hafa hana eins og hún hefur verið. Þetta er svona eins og að henda einum úr fjölskyldunni á dyr án þess að fjölskyldan hafi nokkuð um það að segja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir Stefán að fá tækifæri til að styðja Randver, vin minn og kollega til margra ára.  Leitt að ,,fjölskyldan" skuli ekki standa betur að baki honum þegar í harðbakka slær.

Ía Jóhannsdóttir, 15.9.2007 kl. 01:19

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Þetta mál er með talsverðum ólíkindum; hvernig stendur á því að þeir fimmmenningar semja ekki sem eitt lið? Ég held að Randver gefi skít í Þórhall dagskrárstjóra, en sárindi hans beinist hjá Spaugstofukollegunum sem hann hefur tilheyrt í næstum 20 ár. Svo stendur hann skyndilega einn eftir. Ferlega lummó félagsskapur þarna á ferð, og greinilega lítill klíkubragur á þeim - greinilega hreinræktaðir málaliðar sem hugsa fyrst og síðast um eigin rass.

Ég veit ekki hvort þetta er verra PR fyrir Örn, Pálma, Karl Ágúst og Sigga Sig., eða Þórhall. Þeir koma allir frekar illa út úr þessu, fyrsta kastið alltént.

En þeir munu líklega verja vetrinum í vinnunni í það að líta áhyggjufullir um öxl sér, sleikjandi dagskrárstjórann upp; fyrst Þórhallur skipti Randver út fyrir Hilmi Snæ, verður þess vart langt að bíða uns Örn þarf að víkja fyrir Pétri Jóhanni, Siggi þarf að víkja fyrir Sigurjóni Kjartans, Pálmi þarf að víkja fyrir Benedikt Erlings og Karl Ágúst þarf að víkja fyrir Jóni Gnarr.

Eins og sagt er; "Sá sem á svona vini .... "

Jón Agnar Ólason, 15.9.2007 kl. 02:43

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég horfi ekki á spaugstofuna og ætla því ekki að mynda mér skoðun á þessu máli. Vill bara láta þig vita að ég sé búinn að lesa nokkrar færslur hjá þér og þær eru allar jafn áhugaverðar... takk.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.9.2007 kl. 11:43

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Trúið þið þessu virkilega eitt augnablik?

Ef svo er hvet ég ykkur til undirskrifta.

:):):)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.9.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband