Fimm menn í varðhald - dópmál fyrir austan

Einn gæsluvarðhaldsfanganna Jæja, þá er búið að úrskurða fimmmenningana íslensku sem tengjast stóra fíkniefnamálinu fyrir austan í gæsluvarðhald, fljótafgreitt það. Finnst merkilegt ef það er satt sem sagt er að þeir verði ekki yfirheyrðir fyrr en eftir helgina. Hélt satt best að segja að ekki væri beðið almennt svona lengi með yfirheyrslur í tilfelli á borð við þetta. Þegar eru komnar af stað sögusagnir um það hvaðan þessir einstaklingar eru. Fljótt flýgur fiskisagan jafnvel.

Það hlýtur að hafa verið visst krydd í tilveruna fyrir Austfirðinga að verða miðpunktur umræðunnar á þessum degi. Á Fáskrúðsfirði var allt krökkt af fjölmiðlamönnum og lögreglufólki og allir fjölmiðlar horfa þangað í dag. Þetta er vissulega mjög merkilegt mál. Eins og blasir við er ástæðan fyrir því að farið var þangað sú að þar var líklegast að ekkert kæmist upp, en séð var við því. Það var áhugavert að sjá viðtölin við heimamenn. Það virðist ekki vera að heimamaður fyrir austan hafi komið nálægt þessu máli og þá horfir það öðruvísi við. En þetta er sérstakt mál fyrir litla byggð og sýnir mjög vel hversu mikill vandinn er orðinn og hversu farið er í kringum hlutina.

Þetta er reyndar ekki nýtt mál þannig séð fyrir austan. Það eru aðeins þrjú ár frá líkfundarmálinu í Neskaupstað. Eins og flestum er í fersku minni var það fyrsta sem fannst þegar að viðkomandi maður var krufinn mikið magn eiturlyfja og mikil umfjöllun var um það mál. Farið hafði verið með manninn austur og honum varpað í sjóinn, væntanlega til að varðveita efnin en allt komst upp. Þá var lögreglan fyrir austan og samfélagið þar í miðpunkti allrar umræðu, en nú kemur mál sem er sama eðlis að sumu leyti aftur upp í austfirskri byggð.

Það er eflaust visst flashback fyrir Austfirðinga að upplifa svona mál aftur, svo skömmu eftir líkfundarmálið á sínum tíma.

mbl.is Fimmmenningarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2007 kl. 05:56

2 identicon

Bíddu vó. Er allt hérna fyrir austan einhverjir eyðifirðir af því að þið stórborgarfólkið vissuð ekki hvað þessir bæjir hétu áður en þeir komu í fréttunum?? Mér persónulega finnst þetta frekar móðgandi orðun á þessum fínu bæjum. Er Reyðarfjörður sem dæmi(tek það fram að hann er 18 kílómetrum frá Fáskrúðsfirði) eyðifjörður? þarna býr nú enginn hrúga af fólki en samt er stærsta álver á Íslandi og tæknilegasta álver í heimi þar sem um 400 manns eru að vinna staðsett.

Marri (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 06:30

3 identicon

Og bara svo að ég spurji nú. Ekki að ég vilji móðga einn eða neinn. En hefur annarhvor ykkar. Einhvertíman komið hingað austur. Svona í alvörunni. "Víkurnar og eyðifirðirnir fyrir austan voru einu sinni nefndar í mín eyru enda bílfært í þær flestar og lítið um mannaferðir." Ég bara spyr... er þér alvara. Er þetta í alvörunni það sem að fólk heldur um austurland?? prófiði bara að koma hingað keyrandi (á einhverju öðru en Porche eða ferrari þá) og reyniði að finna bæ hérna sem að er ekki bílfært í!

Marri (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 06:46

4 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Hvernig uppgötvaðist aftur líkið í líkfundarmálinu ?

Ragnar Sigurðarson, 21.9.2007 kl. 07:46

5 Smámynd: Gulli litli

Ég var búinn að gleyma "líkfundarmálinu" á Neskaupstað. En maður lærir á að lesa annara manna blogg.

Gulli litli, 21.9.2007 kl. 12:03

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Ragnar: Líkið fannst fyrir tilviljun þegar að kafari var að skoða bryggju á Norðfirði, vegna skemmda sem orðið höfðu á henni í óveðri skömmu áður. Líkið hafði þá ekki verið þar lengi og var því mjög heillegt, enda hafði það verið vafið inn í plast. Nánari frétt um þetta má lesa á þessari slóð.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.9.2007 kl. 21:00

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Góðir punktar Marri. Fínt að bæta þessu inn. Sjálfur er ég ættaður að hluta frá Eskifirði og fer austur alltaf á hverju ári, oftar en einu sinni allavega. Þekki allt þar mjög vel. Það er engum til framdráttar að kalla byggðirnar þar "eyðifirði". Þarna hafa mörg tækifæri skapast á undanförnum árum með álverinu og tengdum þáttum og þarna eru byggðir í blóma nú. Sérstaklega fannst mér gaman að fara firðina í sumar og það finnst vel að það eru nýjir tímar fyrir austan og hefur verið greinilegt síðustu árin.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.9.2007 kl. 18:48

8 identicon

Haha já. Ég ætlaði mér alls ekki að móðga einn eða neinn. Ég bara var búin að vinna á annan tug tímana og allt búið að ganga á afturfótunum þannig að ég skellti mér í kaffi að reyna að kæla mig aðeins niður og las síðan þessi komment. Og þetta voru bara sandkorninn sem að fylltu mælinn... En ég er sjálfur fæddur og uppalinn Stöðfirðingur og ekkert nema stoltur af því Mér þætti bara gaman að sjá svipinn á stórborgarfólkinu ef maður myndi valsa um Reykjavík og byrja að tala um hana sem einhverja eyðivík, ég spái því að fólk tæki því ekki fagnandi. Þrátt fyrir það að Reykjavík er náttúrulega bara smábær miðað við borgirnar útí heimi.

Marri (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 00:06

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Fannst þetta bara eðlilegt komment frá þér. Gott að fá það. Það vill enginn láta níða byggðirnar sínar niður og eðlilegt að maður sé stoltur af sínum uppruna og sætti sig ekki við að það sé talað niður. Ég fór einmitt á Stöðvarfjörð í sumar. Fór rúntinn alveg frá Höfn og þaðan um alla firði, var í bústað á Egilsstöðum. Var gaman að fara, var ekta sól og magnað veður maður, svo að þetta var gaman. Fór m.a. í Steinasafnið. Alltaf gaman að fara um Austfirðina. :)

verðum í bandi - endilega sendu komment á það sem þú vilt tala, alltaf gott að fá hressandi skoðanir.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.9.2007 kl. 00:11

10 identicon

Og svona til að bæta því inní þá er þetta alveg eindregið góð síða hjá þér. Færð 5 stjörnur frá mér. Líka alveg frábært tónlistarúrval

Marri (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 00:13

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð orð Marri.

verðum í bandi

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.9.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband