Hvað telst stórt dópmál - er leiðin greið hingað?

Dóp Það verður ekki deilt um að stóra dópmálið fyrir austan ber nafn með rentu, enda umfang þess mikið. Hef þó heyrt marga tala um hvað teljist stórt dópmál. Þetta hlýtur að teljast með stærstu dópmálum Íslandssögunnar, en kannski gengu fjölmiðlar mjög langt í gær að tala um stærsta dópmál sögunnar án þess að nefna Ísland beint í því samhengi framan af. Bent hefur verið á önnur mál stór að umfangi og ekki síður erlendis frá auðvitað.

Þetta dópmál fyrir austan sýnir fíkniefnavandann í hnotskurn og hvaða leiðir þeir sem vilja flytja slík efni hingað inn nota umfram allt. Þar er horft til þess að fara með þau inn í gegnum rólega staði þar sem lögreglan er ekki alltaf sterk. Þó það hafi gengið vel að koma upp um slíkt mál núna leiðir þetta auðvitað hugann að því hvernig það hafi verið áður, hvort svona álíka stór mál hafi átt sér stað úti á landi áður og leiðin sé víða greið. Þó að margir hafi talið Fáskrúðsfjörð heppilegan til þessa áttu viðkomandi menn ekki von á lögreglunni sem segir auðvitað að lögreglan sé að standa sig vel við að sjá í gegnum svona fléttur.

Þetta er alþjóðlegt mál og tengist ekki bara okkur hér á Íslandi. Liðsinni Europol hafði mikil áhrif á hversu vel gekk væntanlega. Alþjóðleg samvinna skipti sköpum til að koma upp um eiturlyfjahringinn sem stóð að þessu máli. Eins og ég sagði í gær er mikilvægt að hugleitt sé hvort að hafnir landsins og landið um leið séu galopnar fyrir svona innflutningi. Það er eiginlega fyrsta hugsunin sem kemur upp í hugann þegar að hugsað er um þetta mál. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur þegar tekið upp þann punkt sem ég nefndi í gær og talað um hvort endurskoða eigi jafnvel eftirlit með umferð til landsins.

Það er ljóst að við lifum á þeim tímum að ekkert telst útilokað og þessi innflutningur á dópi sýnir vel þann vanda sem til staðar er. Á honum þarf að taka og því eðlilegt að hugsað verði til þess að styrkja Landhelgisgæsluna til muna til að herða enn meir flutning til landsins og að fylgjast með því betur en nú er.
mbl.is Styrkleiki fíkniefnanna mjög mikill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband