Björn Þórir rekinn - dóttir Símaforstjóra tekur við

Skjár einn Það eru heldur betur sviptingarnar á Skjá einum. Birni Þóri Sigurðssyni verið sagt upp sem dagskrárstjóra að tilstuðlan Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Símans, og í staðinn hefur dóttir Brynjólfs sjálfs verið ráðin sem dagskrárstjóri, en hún var aðstoðardagskrárstjóri áður. Þetta eru merkilegar vendingar hjá stöðinni og hlýtur að kalla á umræðu um viss tengsl á milli aðila og hvaða stefnu Skjár einn muni taka í framhaldinu.

Persónulega finnst mér dagskrá Skjás eins hafa dalað upp á síðkastið - það er mun sjaldgæfara að ég skipti yfir á stöðina allavega og hafi gaman af henni. Samt er merkilegt að Björn Þórir hafi ekki fengið lengri tíma til að sinna starfinu og setja mark sitt á stöðina, enda ekki langt síðan að hann tók við starfinu, en hlutverk hans hefur væntanlega verið sérstakt við hliðina á sérstökum framkvæmdastjóra og hlutverkaskipting þar verið frekar óljós og einhver vandi komið upp. Það hlýtur að vera verðugt verkefni fyrir einhverja fjölmiðlamenn að finna það út hvað hafi farið úrskeiðis þar.

Varla mun þessi brottrekstur leiða til þess að koma í veg fyrir að Jay Leno kveðji Skjáinn en það verður áhugavert að sjá hvernig að nýr dagskrárstjóri vinnur með aðilum Símans, fyrirtækis sem faðir hennar stýrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2007 kl. 18:51

2 Smámynd: halkatla

Baugsfeðgar, Björgúlfsfeðgar, Brynjólfsfeðgin??? komin tími á eitthvað nýtt. Humm

halkatla, 21.9.2007 kl. 20:02

3 identicon

Loðið mál,,,,,,, en Skjár 1,,, úffff,,, leiðist allar þessar auglýsingar. Mér finnst tíminn á milli þeirra orðinn alltof stuttur inn í þáttum.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband