Mun Ásdís Halla fara til Símans?

Ásdís Halla Bragadóttir Margir hafa velt því fyrir sér hvað Ásdís Halla Bragadóttir muni gera er hún hættir sem forstjóri BYKO í næstu viku. Í ljósi sögusagna um að Brynjólfur Bjarnason sé að hætta sem forstjóri Símans væri áhugavert að velta því fyrir sér hvort að Ásdís Halla yrði eftirmaður hans. Talað hefur verið um að tilkynnt verði um uppstokkun hjá Símanum á næstu dögum og hugleiða margir hver muni taka við Símanum losni forstjórastaðan.

Öllum er ljóst að Ásdís Halla er ekki að fara aftur í stjórnmál eftir tveggja ára hlé heldur er mun líklegra að hún sé að færa sig á milli staða. Ennfremur hefur verið talað um það hvort að Ásdís Halla yrði forstjóri Ríkisspítalanna í stað Magnúsar Péturssonar færi svo að Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, myndi stokka upp mál þar enn frekar en orðið er með því að verkefnastjórn undir forystu Alfreðs Þorsteinssonar hefur verið slegin af.

Svo hafa einhverjir spekingarnir talað um það hvort að Ásdís Halla færi á Morgunblaðið og tæki við af Styrmi Gunnarssyni, en það styttist óðum í starfslok hans eftir áratugalöng störf fyrir blaðið. Svo hafa einhverjir nefnt hvort að hún hefði áhuga á vist á Bessastöðum en forsetakosningar fara fram á næsta ári. Einhvernveginn hljómar nú kenningin um Símann sem allra þessara líklegust, fari svo að Brynjólfur Bjarnason sé að fara að stíga til hliðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband