Draumur um Nínu er frábært lag

Stebbi og Eyfi Ég var að sjá það áðan að lagið Draumur um Nínu, framlag Íslands í Eurovision í Róm fyrir sextán árum, hafi verið valið versta lag íslenskrar dægurlagasögu, á bloggvef einum. Er ég algjörlega ósammála þessu vali. Allt frá því að þetta lag vann keppnina hérna heima fyrir sextán árum og var leikið í Róm á sínum tíma hef ég verið mjög hrifinn af því. Það er erfitt að finna töluna á það í hversu mörgum partýum og skemmtunum okkar þetta lag hefur verið spilað og það á alltaf mjög vel við.

Mér hefur alltaf fundist Draumur um Nínu besta lagið sem við höfum sent í Eurovision, ef frá er skilið All Out of Luck með Selmu Björns, sem var hársbreidd frá því að vinna keppnina fyrir um áratug (sem reyndar var mikil skömm að varð ekki reyndin). Það má vel vera að einhverjir þoli ekki þetta lag, en hey þetta er ekki versta lag íslenskrar dægurlagasögu. Gæti eflaust setið hérna í allan dag og tínt til lög sem eru verri allavega. Gott dæmi er lagið sem varð í öðru sæti í þessu vali, allavega mun frekar.

En kannski er það svo að ballaðan um Nínu sé umdeilt lag, en ég hef aldrei orðið var við annað en að þetta sé lag sem allir kunni og vilji syngja. Það er allavega mín reynsla. Er því sannarlega ósammála þessu vali.

Lagið Draumur um Nínu er í spilaranum hér á síðunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Og ég er 100% sammála þér!
Enska útgáfan af þessu lagi er ennþá betri.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.9.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband