Veruleikafirrtur einvaldur fer til Bandaríkjanna

Mahmoud AhmadinejadÞað verður seint sagt að Mahmoud Ahmedinejad, forseta Írans, hafi verið tekið vel í för sinni til Bandaríkjanna. Forsetinn ber enda með sér öll merki þess að vera veruleikafirrtur einvaldur. Ummæli hans á fyrirlestrinum í Columbia-háskólanum í New York segja allt sem segja þarf um hugsanir og persónu þessa manns. Ekki aðeins dregur hann í efa að helförin hafi átt sér stað og að Osama Bin Laden hafi staðið að baki hryðjuverkunum í Bandaríkjunum árið 2001 heldur neitar hann að viðurkenna að samkynhneigðir séu í Íran.

Sú mynd sem heimsbyggðin fær óneitanlega af Mahmoud Ahmedinejad í þessari Bandaríkjaför hans er að þar sé á ferð heimskur einræðisherra sem vill berja niður frjálsa hugsun og almenna skynsemi. Það að hann neiti að samkynhneigðir séu í Íran er þó merki um þá firringu sem mesta athygli vekur í tali þessa manns. Fyrrnefndar skoðanir hans hljóma eins og óraunveruleikavísa. Ummæli hans í viðtalinu við Scott Pelley í 60 mínútum eru líka mjög fjarstæðukennd. Hann svaraði ekki almennum spurningum að mestu leyti heldur blaðraði eintóma vitleysu út í eitt og eða beindi spurningunum að fréttamanninum. Það er varla við því að búast að hann styrki stöðu sína á alþjóðavettvangi með þessu rugli.

Fyrir nokkrum vikum kom dr. Houchang Chehabi, prófessor í alþjóðasamskiptum og sögu við Boston-háskóla, í heimsókn til okkar í Rótarý-klúbbinn sem ég er í hér á Akureyri. Chebabi er frá Íran, en hefur búið vestanhafs um nokkuð skeið og er sérfræðingur í málum Mið-Austurlanda, ritað margar bækur um stöðuna þar - er vel þekktur fyrir ritstörf sín og kennslu víðsvegar um heiminn. Hann flutti þar fræðandi erindi fyrir okkur, fyrst og fremst um málefni Írans og nágrannasvæða og tjáði skoðanir sínar enn frekar í svörum við spurningum okkar. Hann fór frá Íran fyrir klerkabyltinguna árið 1979 og þekkir vel til allra aðstæðna og því enn betra að fara yfir málin.

Chebabi hefur kennt við Harvard, Oxford og UCLA, auk þess að vera handhafi bæði Alexander von Humboldt og Woodrow styrkja. Hann hefur gefið m.a. út bækurnar Iranian Politics and Religious Modernism: The Liberation Movement of Irand under the Shah and Khomeini (1990) og Distant Relations: Iran and Lebanon in the Last 500 years (2006) og hefur skrifað fjölda greina á sviði alþjóðastjórnmála, með áherslu á írönsk stjórnmál. Hann dró upp vægast sagt dökka mynd af Ahmedinejad og kom með sláandi lýsingar á manninum sem bættu enn við þá upplifun sem hægt er að hafa af honum í gegnum fjölmiðla.

Það er ekki beint margt sem hægt er að segja gott um þennan þjóðarleiðtoga. Eftir þær lýsingar og skemmtilegt spjall við Chebabi sannfærðist ég um að sú mynd sem ég hef á Ahmedinejad sé rétt og ágætt að ræða einmitt við fræðimann frá Íran um stöðuna þar. Ummæli þessa vitfirrta einræðisherra í skólanum í New York bæta sannarlega við þá upplifun. Það verður áhugavert að sjá hvort að Ahmedinejad verður endurkjörinn eftir tvö ár. Eftir því sem Chebabi sagði er mikil undirliggandi óánægja meðal klerkanna með Ahmedinejad og fylkingar hafa riðlast á forsetaferli hans.

Það verður sérstaklega spennandi að fylgjast með stöðunni í Íran næstu árin og sér í lagi hvort að vesturveldin láti til skarar skríða gegn stjórn Ahmedinejad. Öllum er ljóst að samskipti vesturveldanna við Íran hafa veikst mjög frá því að Khatami lét af völdum og spenna yfir stöðu mála.


mbl.is Fjandsamlegar móttökur virtust slá Ahmadinejad út af laginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Maður þarf ekki að lesa fréttir á mbl.is í marga daga, til þess að átta sig á því, að þeir sem að þær skrifa, eru afar misjafnir "fréttaskrifarar".

Þessar þrjár fyrirsagnir sem eru búnar að dynja á okkur síðustu klukkutímana, eru greinilega þýddar beint uppúr bandarískum miðlum.

Ég er nú enginn sérstakur aðdáandi Írans, en ég var að horfa á allan fundinn sem Ahmedinejad var á í Columbia University, og ég get ekki orða bundist yfir ókurteisinni sem honum var sýnd. Hann bar sig einstaklega vel allan tímann, og svaraði 95% spurninganna mjög vel að mínu viti. Enda enginn kjáni á ferð.

Það var ein spurning sem hann svaraði útí hött, það var í sambandi við samkynhneigða. En maður þarf nú ekki annað en að mæta á samkomur "sannkristinna" á Íslandi til að heyra nánast sama pistilinn. Og þá skiptir engu hvort það sé hjá Krossinum, eða kirkjuþingi Íslenskra sóknarpresta.

Ég held að það sé gert alltof mikið úr þessu eina atriði hjá forseta Írans.

En fyrir þá sem vilja horfa á fundinn og meta frammistöðu Íranska forsetans af eigin raun er bent á http://wcbstv.com/video/?id=103767@wcbs.dayport.com  Þar er hægt að sjá allan fundinn í heild sinni.

Þeir sem ekki mega vera að því að horfa á fundinn, láta sér nægja illa framreiddar tilkynningar Mbl.is af þessum fundi.

Kveðja

Sjallinn í Odense

Ingólfur Þór Guðmundsson, 25.9.2007 kl. 00:19

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka skrifin.

Já, þetta er auðvitað þjóðarleiðtogi sem hefur mjög stingandi áhrif á fólk í frjálsræðisríkjum, þar sem flest má. Maður sem stýrir ríki sem er stýrt með höftum, boðum og bönnum á erfitt í svona samfélagi að mestu leyti. Það er eðlilegt að kallað sé eftir skoðunum hans og að hann fái enga silkihanskameðferð. Þetta var viðbúið svosem. Nógu umdeilt var að leyfa honum að tala þarna, hvað þá annað. Þegar að maðurinn talar eins og hann gerir er við þessu að búast. Hann efast um helförina, verandi í New York, og svona mætti lengi telja. Það var svosem aldrei við því að búast að Bandaríkjamenn tækju honum fagnandi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.9.2007 kl. 00:26

3 Smámynd: hs

Ekki gáfulegt að kalla Ahmedinejad einræðisherra enda lýðræðislega kjörinn. jafnframt er íran eitt frjálslyndasta ríki í miðaustur-asíu. Þetta var lúalegt bragð hjá forseta Kólumbíuháskóla að fá þjóðkjörinn leiðtoga á fjöldasamkomu hjá sér einungis til að rakka hann niður. 

hs, 25.9.2007 kl. 01:04

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Forseti Írans er ekki einvaldur, klerkveldið stjórnar í raun, mér dettur í hug Nicíta Krúsjof þegar ég les fyrirsagnir sem þessa hjá þér ( Veruleikafirrtur Einræðisherra ) hann (Krúsjof) barði í borðið með skónum sínum á sínum tíma, en það vil gleymast að hann opnaði dyrnar sem síðar gerði "Petrjosku" Gorbasjoves að veruleikanum sem við blasir í dag.

Mér er til efs að forseti Írans geti í raun sagt það sem honum sýnist, ef hann vill hafa klerkanna góða á meðan hann dregur Írönsku þjóðina inn í nútímann, það kann að vera kænska af hans hálfu að storka USA, alla veganna er maðurinn ekki bjáni svo mikið er víst, hann eins og aðrir leiðtogar sinna þjóða verða að spila á tilfinningar sinnar þjóðar til að koma einhverjum umbótum á, jafnvel að tala gegn eigin sannfæringu til að friða ofsatrúarmenn heimafyrir, orð eru til als fyrst ekki satt og kannski helgar tilgangurinn meðalið, veltið fyrir ykkur hugrekki þess mans sem mætir í háskóla sem er næstum því heimabær gyðinga í USA, og segist ekki trúa alveg sögunni um helförina, hann segir einnig að það eigi að eiða Ísraelsríki, þessi maður heimsækir USA og segir þar hvers vegna 9/11 ? mér er spurn eru menn ekki að vanmeta þennan mann?....   

Magnús Jónsson, 25.9.2007 kl. 01:26

5 Smámynd: Jens Guð

  Gott innlegg hjá þér Viðar,  eins og oft áður. 

Jens Guð, 25.9.2007 kl. 03:07

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já ekki er hann einræðisherra og það eru ábyggilega hommar í Íran.

 Annars held ég það sé til marks um firringu að geta ekki tekið á móti lýðræðislega kosnum þjóðarleiðtogum. Allt haturstalið í fjölmiðlum hér vestra kyndir undir öllum vandamálum frekar en að leysa þau. Til dæmis það að geta ekki sagt rétt frá.

Ahmadinejad er orðinn nýja grýla Bandaríkjanna. Þetta er að mestu afleiðing gegndarlauss áróðurs sem er landinu mínu, BNA, til skammar. 

Ólafur Þórðarson, 25.9.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband