26.9.2007 | 19:40
Spurt í könnun um kynlíf eftir andlát makans
Ég heyrði það í dag að í gangi væri könnun af hálfu sálfræðinema á lokaári sem beint er að fólki sem hefur misst maka sinn. Meðal þess sem spurt er um er kynlíf eftir lát makans, sem og lyfja- og áfengisnotkun viðkomandi, auk þess hvernig líðan sé eftir andlát makans. Finnst þetta vera svona frekar mikið dómgreindarleysi sem felst í þessari könnun og mjög óvarlegar spurningar. Það er varla hægt annað en telja þetta svolitla innrás í einkalíf fólks og eða hreinlega móðgun við fólk sem er í sárum eftir makamissi.
Mér finnst þetta ekki bera vitni um fagleg vinnubrögð og undrast eiginlega að fólki gangi þetta langt. Það er kannski eðlilegt að spyrja um líðan fólks eftir þau þáttaskil að maki kveður þennan heim, en það hljóta að vera mörk fyrir öllu sem gert er, meira að segja af fólki sem ætti með réttu að vera flokkað sem fagfólk. Það er varla hægt að kalla væntanlega sálfræðinga annað en fagfólk sem ætti að vera með það á hreinu hversu langt ætti að ganga og hvar mörk hins skynsama séu, hvenær farið sé yfir þau.
Það er tekið fram að boðin er áfallahjálp með könnuninni og varla er vanþörf á því fyrir þá sem komast alla leið að svara þessum spurningum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
En finnst þér í lagi að spyrja um kynlíf og lyfjanotkun ef makinn er lifandi?
Heiða B. Heiðars, 26.9.2007 kl. 19:54
Ég gæti ekki verið meira sammála.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.9.2007 kl. 21:07
Og sú sem starfar við Landsspítalann, er hún löggildur sálfræðingur á stofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðuneytið? Hvað segir heilbrigðisráðuneytið? Þetta fer að líkjast meðferðunum í fangabúðunum i (tilraunastarfsemi) Þýskalandi á tíma annarrar heimstyrjaldar. Verklag hjá fólki með hjarta steingervinga, hversu mörg "diplomas" sem síðan hanga á veggnum.
Hvernig er með þagnarskyldu? Hvernig fengu þessir sérfræðingar nöfn þeirra einstaklinga sem lentu í þessu? Hvar eru siðferðisreglur sálfræðinga? kanski líka skrifaðar á einhverju steinaldrusmáli sem gefum þeim réttinn að sálfræðilega nauðga hverju/hverjum sem er. Hvenrig er sálfræðimenntun háttað hér? Er svarið: því fleiri sem þú nauðgar því hærri einnkunn færðu.
Emelia Einarsson, 26.9.2007 kl. 21:34
Jahh. Er þetta samt ekki nauðsynlegur partur af sáðfræðilegri könnun? Eru þetta ekki lykilupplýsingar um fólk sem misst hefur nákomin?
Einar Ben (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:50
Þakka kommentin.
Heiða: Mér finnst það kannski í lagi að spyrja fólk að þessu sem er gift. En að spyrja fólk sem hefur jafnvel vikum eða örfáum mánuðum áður misst makann er alveg fyrir neðan allt. Finnst þetta bara rugl og algjört dómgreindarleysi. Stend við þessi orð allavega. Þetta er ekki boðlegt, ofan í sorg fólks, fólks með tilfinningar og er enn í sorg.
Emelia: Góðar hugleiðingar. Virkilega vel skrifað og gott innlegg.
Einar: Má vera. En samt þetta er ekki mannlegt og þetta er dómgreindarleysi finnst mér, í besta falli sagt.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.9.2007 kl. 00:24
Stefán gerir þú þér grein fyrir að ef ekki má spyrja fólk sem hefur misst maka sinn um kynlíf þá er búið að útiloka þekktasta, virtasta og mest notaða mælitæki heims á þunglyndi? Það eitt að meta þunglyndi þeirra sem hafa misst maka sinn er bara ansi mikilvægt. Ég vil taka það fram að ég veit ekkert um þessa tilteknu könnun - ég er að tala almennt.
Annars þá hvet ég þig til þess að lesa blogg Péturs Tyrfingssonar um málið
Hafrún Kristjánsdóttir, 27.9.2007 kl. 00:50
Emelia: Þagnarskyldan er mjög rík, það sérðu allt í lögum um sálfræðinga (hér). Siðareglurnar eru á netinu, þær eru mjög einfaldar (einfaldari en lagamál) - aðgengilegar hér.
Ég botna ekkert í þér, Stefán, að segja að innilegg Emeliu sé "vel skrifað" og innihaldi "góðar hugleiðingar", einfaldlega vegna þess að innleggið virðist byggjast á miklum fordómum. Sem betur fer ríkir ekki seinni heimstyrjaldar viðhorf meðal sálfræðinga. Og ég þori næstum að hengja mig upp á það að tilgangurinn með téðri rannsókn er heiðvirður.
Nei, ég er ekki sálfræðingur og verð það trúlega aldrei.
Guðmundur D. Haraldsson, 27.9.2007 kl. 01:37
Stefán og Emilía eru á sama máli... það er nóg til að fá hrós;)
Ég er algjörlega ósammála ykkur. Til að komast að sálarástandi fólks og bregðast við því þarf að þekkja vandann! Sorry...that´s life
Heiða B. Heiðars, 27.9.2007 kl. 10:44
Þarna verð ég að vera þér algjörlega ósammála.
Ef aðstæður þeirra sem misst hafa maka sinn eru ekki kannaðar hvernig eigum við þá að átta okkur á þeim? Nægir brjóstvitið þarna að þínu viti?
Það er mikilvægt að afla þekkingar á aðstæðum fólks sem misst hefur maka sinn. Ég held að allir átti sig á þeim viðkvæma tíma sem í hönd fer eftir slíkt en þessarar þekkingar verður einfaldlega ekki aflað án rannsókna á borð við þessa.
Það er velþekkt að sumir leita í flöskuna eða önnur deyfandi lyf eftir mikinn missi, hvort sem það er á maka eða einhverju öðru, og því er ekkert eðlilegra í heiminum heldur en að spyrja út í slíkt í könnuninni, annað væri í rauninni ámælisvert að mínu viti.
Hvað kynlífið varðar þá er mér sagt að kynlíf sé m.a. notað til þess að meta þunglyndi hjá einstaklingum. Að auki má kannski benda á það að kynhvötin hverfur ekki þótt maki falli frá og ekki allir missa maka sinn í hárri elli.
Að lokum verð ég að játa að mér finnst þú kominn út á hála braut þegar þú dregur fagmennsku sálfræðistúdentanna í efa. Ég veit ekki betur en svona kannanir séu gerðar undir handleiðslu kennara og allt gert til þess að vinna þetta á sem öruggastan og “fagmannlegastan” hátt.
Að lokum er rétt að taka það fram að ég þekki ekki til þessarar rannsóknar utan þess sem þú hefur heyrt og sagt okkur frá. Ég tala því almennt um þessa hluti.
Ég held þó að þú ættir að endurskoða þessi skrif þín.
kv úr rokinu í Reykjavík,
Gunnar R. Jónsson, 27.9.2007 kl. 10:51
Mér finnast skrif þín Stefán Friðrik yfirleitt mjög góð og þú gætir þess að horfa á hlutina frá ýmsum hliðum. Hins vegar upplýsir þú ekki oft skoðanir þínar og ert oft í fréttaskýrandhlutverkinu (hrikalegt orð hjá mér).
Nú segir þú skoðun þín á þessari rannsókn sem þú hefur greinilega takmarkaðar upplýsingar um. Það virðist þó ljóst að það er verið að spyrja fólk sem er í sorg um kynlíf þeirra og persónulega hluti sem undir venjulegum kringumstæðum væru einnig dálítið viðkvæm málefni. Vissulega er þetta viðkvæmt tímabil en fólk hættir ekki endilega að vera kynverur þó það sé í sorg. Kannski þarf einmitt að vita það, þ.e. hversu lengi fólk er afhuga kynlífi eftir fráfall maka og hvaða hlutir hafa áhrif á slíkt. Það er einfaldlega þannig að vísindafólk tekur á sig þau erfiðu hlutverk að kanna mannshugann við erfiðar aðstæður og það þarfnast góðs undirbúnings rannsakandans og skilnings þátttakandans í skjóli algers trúnaðarsambands þar á milli. Heldur þú virkilega að þessir sálfræðingar fari ekki varlega að fólki við þessar aðstæður? Rannsóknir eiga að svara mikilvægum spurningum og þessi rannsókn ætti að gera það. það er mjög mikilvægt vel sé vandað til verksins og að þátttaka þessa syrgjandi einstaklinga verði því til einhvers gagns, en að dæma þessa rannsókn ósiðlega eða harðneskjulega á þeim forsendum sem þú hefur í höndunum er fráleitt.
Svanur Sigurbjörnsson, 27.9.2007 kl. 11:59
Sama tilfinning kom yfir mig þegar ég las athugasemdina á undan og þegar ég sá Matrix í fyrsta skiptið.
Þúsund þakkir Svanur!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.9.2007 kl. 14:05
Þakka kommentin. Það er ágætt að heyra í öðrum um skoðanir mínar.
Hafrún: Ég endurtek þá skoðun mína að mér finnast svona spurningar algjörlega óviðeigandi til fólks sem hefur misst maka sinn örfáum vikum áður. Ég heyrði í gær frétt um þessa könnun þar sem dóttir konu sem missti manninn sinn fékk svona spurningalista. Hún var í sjokki vegna þess og þau töluðu um salt í sár sín. Ég stend við þessa umfjöllun.
Guðmundur: Ég er ekki að væna sálfræðingana um að fara alla leið yfir strikið. Sumt er eðlilegt að spyrja um og annað ekki. Annað þarf líka tíma til að láta líða áður en spurt er nærgætinna spurninga. Dæmi eru um að fólk hafi fengið svona lista framan í sig vikum eftir dauðsfall maka. Það hefur verið kvartað yfir því í fjölmiðlum. Þessi gagnrýni er ekki bara mín.
Thor: Er ekki að saka þessa sálfræðinema um að halda ekki vel utan um upplýsingar, heldur að tjá skoðanir mínar á því hversu langt eigi að ganga í garð fólks sem er í sorg og jafnvel enn að meðtaka dauðsfall maka.
Gunnar Ragnar: Það er mikið högg að missa maka. Sumir ná sér aldrei af því. Sumir giftast heldur aldrei aftur, sumir ná aldrei að feta sig áfram. Dæmin eru mörg. En að fá svona spurningalista framan í sig vikum eftir lát maka, þegar að fólk er enn að vinna sig frá dauðsfallinu, eins og kom fram í fréttum í gær það er fyrir neðan allt. Ég segi það hreint út. Það má svosem margt kanna og í heildina er ég ekki að kvarta yfir könnuninni í heild, heldur sumum spurningum. Ég hef ekki lagt það í vana minn að endurskoða skoðanir mínar þó einhverjir séu mér ósammála og ætla ekki að byrja á því í þessu máli.
Svanur: Ég hef heyrt nokkuð um þessa könnun. Heyrði líka um hana í fréttum í gær þar sem að fjölskylda konu sem missti maka sinn fer hörðum orðum um hana í fréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2. Það má vel vera að þér finnist mjög mikilvægt að fá fram tölfræði og athugun á þessum þætti, en mér finnst þetta svolítið langt gengið að demba svona spurningum framan í fólk sem missti maka sinn örfáum vikum áður. Sumir hafa einfaldlega ekki enn tekið næsta skref út úr sorgarferlinu þegar að þar er komið. En ég er ekki að bölva þessari rannsókn allri, tek það aftur fram.
Bendi annars á frétt Stöðvar 2 og Bylgjunnar um þessa könnun í gær
Ráðist inn í sorg sjötugrar ekkju - frétt
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.9.2007 kl. 15:36
Sæll Stefán Friðrik
Ég varast að dæma rannsóknir út frá sögum í fréttum. Þessi kona hefur tekið það nærri sér að fá þessar spurningar og af einhverjum ástæðum talið rannsóknina ósmekklega, þ.e. þá væntanlega ósiðsamlega. Nú veit maður ekkert hvernig bréfið er skrifað eða spurningarnar orðaðar þannig að það algerlega út í bláinn að taka einhverja ákveðna afstöðu í þessu tiltekna máli. Það sem hefði getað mátt fara betur er að fólk hefði fengið bréf eða upphringingu fyrst þar sem það væri spurt hvort að það mætti senda því allan spurningarlistann, þ.e. hvort að það vilji taka þátt. Út frá fréttinni að dæma var eins og fólk hefði fengið allan pakkann án þess að hafa verið beðið um þátttöku áður. Ég treysti þó því ekki fullkomlega að skýrt sé rétt frá smáatriðum í fréttum blaða og sjónvarps. Það kom einnig fram í fréttinni að margir hefðu lýst yfir ánægju sinni með rannsóknina. Fleiri orð um þetta án frekari upplýsinga þjóna vart tilgangi.
He he, það er naumast Gunnar Helgi. Ég vona að þetta sé jákvætt í minn garð, þ.e. að upplifun þín að Matrix hafi verið ánægjuleg á sínum tíma he he
Svanur Sigurbjörnsson, 27.9.2007 kl. 16:53
Þetta er bara umdeild könnun Svanur. Sitt sýnist hverjum. Við verðum að horfast í augu við það að það er engin almenn gleði með þessa könnun.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.9.2007 kl. 17:28
Hvaðan hefur þú það að það sé engin almenn gleði með þessa könnun?
Fyrst þér finnst ósmekklegt að spyrja fólk út í kynlíf og áfengis og lyfjanotkun stuttu eftir að það hefur misst maka sinn hvað finnst þér þá um að spyrja fólk sem nýlega hefur greinst með t.d. krabbamein, misst barn, lent í áföllum eins og slysum eða nauðgunum?
Ef þér finnst það óeðlilegt þá ertu eins og ég hef áður sagt búin að útiloka mest notaða þunglyndispróf heims sem og flest öll skimunartæki fyrir geðraskanir. Viltu í alvöru Stefán að það sé ekki hægt að meta vanda þessa fólks eins og best verður á kosið?
Ég vil taka það fram að ég veit ekkert um þessa tilteknu rannsókn en ég veit að til þess að fá að gera rannsóknir almennt þarf að fara í gegnum langt og strangt ferli til að fá leyfi. Ég veit það líka að öllum er frjálst að hafna þátttöku án þess að það hafi nokkrar afleiðingar.
Hafrún Kristjánsdóttir, 27.9.2007 kl. 20:31
Ég hef fengið pósta og símtöl frá fólki eftir þessi skrif. Hef heyrt ýmislegt eftir að ég skrifaði þessa færslu. Það er ekkert óeðlilegt að skiptar skoðanir séu uppi og svo er alveg greinilega.
Stefán Friðrik Stefánsson, 28.9.2007 kl. 14:51
Þótt að þú heyrir eitthvað jafnvel frá 10, 20 eða 30 manns þá flokkar maður það ekki sem eitthvað almennt. Ég gæti á sömu forsendum og þú alveg eins sagt að það sé almenn gleði með þess könnun því fólk í kringum mig hefur sagt það við mig. En ég nota ekki svona sjálfvalið úrtak til þess álykta eitthvað um skoðun almennings á þessu.
En þú ert ekki búin að svara spurningunni minni
Hafrún Kristjánsdóttir, 28.9.2007 kl. 22:10
Það eru sumir sáttir við þessa könnun og sumir ósáttir. Það er víst bara þannig og ekkert við því að gera. Ég vildi tjá mína skoðun og í mínu nafni skrifa ég víst hér. Þetta var allavega frétt að mati fjölmiðils og ágætt í sjálfu sér að opna þessa umræðu. Það hljóta allir að fagna því að rætt sé um þessa könnun.
Ég tek það enn og aftur fram Habba mín að ég er alls ekki að tala gegn þessari könnun í heild sinni. Hafi einhver talið það er það sannarlega misskilningur. Það er eðlilegt að spyrja fólk út í aðstæður og líðan sína sem eru á krossgötum. En mér finnst það ónærgætið að spyrja sumra þessara spurninga örfáum vikum eftir lát maka. Það er stóra pointið í þessum skrifum og það virðist vera að ég þurfi að segja það mjög mörgum sinnum áður en það skilst.
En hvað með það, mér finnst eðlilegt að sumir þættir séu í svona könnunum en ekki aðrir og þeir sem ég hef talað sérstaklega um og í fyrirsögn. Þetta er að stóru leyti spurning um að sýna fólki nærgætni. Það er ekki allra að geta tekið svona spurningum eftir sársaukafullt lát maka. Það var allavega sérstaklega þessi eina spurning sem fékk mig til að skrifa. Það sést vel af fyrirsögninni.
Stefán Friðrik Stefánsson, 29.9.2007 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.