Gleði á Hlíðarenda - sigursæll þjálfari

Valsmenn fagna Það er mikið fjör á Hlíðarenda á þessum degi, enda Valsmenn í gleðivímu með Íslandsmeistaratitilinn sem þeir hafa beðið eftir í tvo áratugi og er nú loks kominn í hús. Hlýtur að hafa verið sérstaklega sætt fyrir þá að vinna titilinn eftir öll þessi ár. Menn eins og Sigurbjörn Hreiðarsson, sem byrjaði að spila á Dalvík forðum daga, hafa beðið árum saman eftir titli á Hlíðarenda og hlýtur þetta að vera enn sætara en ella.

Örlögin réðust í Reykjavík á bæði toppi og botni. Valur tryggði sér titilinn með sigri á HK og þá skipti annað ekki máli í þeim efnum. Á hinum endanum féll Víkingur fyrir borð í deildinni á heimavelli með 3-1 tapi á fyrrum Íslandsmeisturum FH. Sannarlega spennandi. Það voru nokkrir leikir metnir sem í gjörgæslu og var hægt að fylgjast sér með þeim hérna á mbl.is. Þetta minnti mig eiginlega mest á svona casualties-vakt boltans, enda gátu minnstu sveiflur í einum leik þýtt að annað lið færi á botninn. En þetta var samt merkilega skýrt frá upphafi til enda.

Frá árinu 1991 þegar að Víkingur varð Íslandsmeistari, til dagsins í dag, hefur aðeins eitt Reykjavíkurlið sigrað úrvalsdeildina; KR, sem varð meistari fjórum sinnum; 1999 (eftir þriggja áratuga bið), 2000, 2002 og 2003. Síðustu árin hefur KR átt erfiða tíma og var í tómu ströggli alla leiktíðina, lengst af á botninum en tókst að redda sér á síðasta sprettinum.

Willum Þór Þórsson gerði KR að meisturum síðast, eins og fyrr segir, tvö ár í röð, eftir að þeir höfðu verið á hættusvæði árið 2001. Nú gerir hann Val að meisturum. Eins og flestir muna eftir var hann rekinn frá KR á sínum tíma. Sama gerðist með Guðmund Benediktsson. Í dag fagna þessir lykilmenn síðustu meistaradaga KR-inga titli á Hlíðarenda.

Óska Val enn og aftur til hamingju með titilinn, sérstaklega KA-manninum sem skoraði meistaramark Valsmanna og þeim félögum frá gamla KR-tímanum sem horfast nú aftur í augu við titil.

mbl.is Gríðarlegur fögnuður Valsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband