Mun Ólafur Ragnar tilkynna starfslok sín í dag?

Ólafur RagnarAlþingi verður sett eftir hádegið í dag. Þá mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytja ávarp í þingsal. Það er ekki undrunarefni að hugleitt sé hvort hann muni tilkynna þá um hvort hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Hugleiðingar hafa verið um framtíð hans á forsetastóli eftir að ljóst varð fyrir nokkrum mánuðum að hann ætlaði að gefa ævisögu sína út fyrir jólin.

Á þingsetningardegi, 2. október 1995, tilkynnti Vigdís Finnbogadóttir um að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hún valdi ræðustól Alþingis sem vettvang tilkynningar um ákvörðun sína eftir fjögur kjörtímabil á forsetastóli frekar en friðarstólinn á Bessastöðum á nýársdegi. Orðrómur hefur verið um hvort að Ólafur Ragnar ætlaði að fara fram fjórða kjörtímabilið eða hætta nú. Er því velt fyrir sér hvort hann sé líklegri til að tilkynna starfslok á Bessastöðum eða á Alþingi.

Þar sem að Ólafur Ragnar Grímsson er fyrrum alþingismaður yrði ekki ólíklegt að teljast að hann myndi feta í fótspor Vigdísar og tilkynna starfslok sín í þingsal, þegar að því kemur. Ólafur Ragnar sat á þingi samtals í tíu ár, 1978-1983 og 1991-1996, er hann var kjörinn fimmti forseti lýðveldisins. Í ljósi þess að Ólafur Ragnar tilkynnti sérstaklega í kosningabaráttunni 1996 að heppilegast væri að forseti sæti aðeins tvö kjörtímabil hlýtur að teljast ósennilegt að hann fari fram í fjórða skiptið. Það verður þó að koma í ljós hvort að hann vilji feta í fótspor Ásgeirs Ásgeirssonar og Vigdísar Finnbogadóttur. 

Í kvöld horfði ég á gamla fréttaupptöku frá 2. október 1995, deginum er Vigdís lýsti yfir ákvörðun sinni. Þar voru skemmtilegar svipmyndir, í senn frá tilkynningunni, sem kom mörgum að óvörum, blaðamannafundi Vigdísar á Bessastöðum og viðbrögðum stjórnar og stjórnarandstöðu. Þar tjáir Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, sig um ákvörðun Vigdísar og ennfremur Ólafur Ragnar Grímsson, sem þá var enn formaður Alþýðubandalagsins. Þar segir Ólafur Ragnar orðrétt að það hafi verið heppilegt af forsetanum að tilkynna þingi og þjóð þessa ákvörðun á þessum stað.

Fáum hefði órað fyrir því þá að Ólafur Ragnar yrði eftirmaður Vigdísar og myndi standa í sporum hennar við setningu þings ári síðar. En, í ljósi þessara ummæla verður áhugavert að sjá hvað gerist á morgun. Mun Ólafur Ragnar tilkynna starfslok sín í dag, frammi fyrir þingi og þjóð, eins og Vigdís forðum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsetar hafa notað bæði þingsetningardag eða nýársávarp til slíkra tilkynninga. Ég (óklæddur í spámannsfötunum) spái því að engin slík yfirlýsing komi í dag. Ólafur ætlar sér að vera forseti jafn lengi og Vigdís.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 09:44

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við þurfum að breyta lögum um kosningu forseta Íslands. Kjörtímabil forseta íslands ætti að vera 6 ár. það er algjörlega óþarft að kjósa sama manninn 3 sinnum á 12 árum. 

Fannar frá Rifi, 1.10.2007 kl. 10:03

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég hef ekki trú á því að Ólafur vilji hætta núna. Einhvern veginn fær maður á tilfinninguna að hann njóti þess að sinna þessu starfi og hafi góð tök á því. Mér finnst Ólafur hafa sinnt þessu embætti af strakri prýði og hafi vaxið í þessu starfi.

Haukur Nikulásson, 1.10.2007 kl. 10:38

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mitt svar við fyrirsögn þinni.

Vonandi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2007 kl. 11:28

5 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Trauðla!

Árni Þór Sigurðsson, 1.10.2007 kl. 11:39

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Því miður situr hann áfram en það yrðu vissulega mikil gleðitíðindi  ef hann myndi tilkynna að hann væri að hætta.

Óðinn Þórisson, 1.10.2007 kl. 12:24

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mitt svar við Fyrirsögninni er ,,Vonandi ekki". Ólafur hefur staðið sig frábærleg í starfi Forsteta.

Páll Jóhannesson, 1.10.2007 kl. 12:39

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mitt svar á fyrirsögninni er vonandi ekki.
Ég er stoltur af Ólafi sem forseta.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.10.2007 kl. 13:56

9 identicon

Ég vill Óla áfram, sé engan betri í augnablikinu. Maðurinn er með sambönd út um allan heim, ég efa að nokkur annar íslendingur fyrr eða síðar hafi verið eins sjálfkjörin í þetta embætti sem snýst jú um að taka í spaðann á fólki víðsvegar um heiminn.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband