Afleitt verklag - fundurinn dæmdur ólöglegur?

VÞV Það er ekki hægt að segja annað en að það verklag sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, hefur viðhaft í REI-málinu sé í senn afleitt og gamaldags. Gamli góði Villi virðist í það djúpum skít að geta ekki einu sinni mætt í sjónvarpssal og tekist heiðarlega á við Svandísi Svavarsdóttur, borgarfulltrúa - sem hefur komið fram af miklu öryggi í þessu máli í fjölmiðlum og styrkst sem stjórnmálamaður. Er hún langöflugasti borgarfulltrúi minnihlutans að mínu mati og er að tala máli sem blasir við að sé rétt.

Heimdallur hefur nú sent frá sér góða ályktun um þetta mál - gert sitt af krafti og öryggi. Ungliðahreyfingin á að vera samviska flokksins og það gerist sannarlega í þessu máli. Þetta er rödd sem hlustað er á og á að skipta máli í flokksstarfinu. Það sem svíður mest í þessu máli er hversu mjög verklagið sem Alfreð Þorsteinsson beitti innan Orkuveitunnar er yfirfært yfir á daginn í dag en nú undir verkstjórn og forystu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sendir borgarstjóranum beitta pillu á vef sínum þar sem hann spyr sig upphátt að því hvort menn hafi ekki lært neitt í áranna rás.

Það hefur blasað við frá því að samruninn var tilkynntur að deilt er um hann bæði hugmyndafræðilega og efnislega innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Kjaftasagan segir að borgarstjórinn sé svo til einn á báti í málflutningi sínum. Það kemur ekki á óvart. Þetta verklag og áhættufjárfestingin sem þessu fylgir minnir svo mjög á risarækjueldið og annað ruglið sem frá Alfreð Þorsteinssyni kom að almennum sjálfstæðismönnum blöskrar. Þetta minnir á byltingarhöfðingjann sem barðist gegn hinu illa hjá stjórnarherrunum og steypti stjórninni. Þegar að hann komst til valda gekk hann ósómanum á hönd og var ekki hótinu skárri í spillingunni.

Það sem er verst af öllu í þessu máli er vafinn á lögmæti fundarins. Það er algjörlega ljóst að mjög deildar meiningar eru um stöðu hans og stefnir allt í það að farið verði með það fyrir dóm. Er eðlilegt að lögmætið verði kannað til fulls. Það verður ekki forystu Sjálfstæðisflokksins til sóma fari svo að þetta verklag verði dæmt ólöglegt og fundurinn strikaður út. Það er greinilegt að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson virðist ekkert hafa lært á minnihlutasetu árum saman og sest við kjötkatlana með sama brag og R-listaflokkarnir gerðu í denn innan veggja Orkuveitunnar.

Það er greinilegt að trúnaðarbrestur hefur átt sér stað í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Ólgan er meira að segja það mikil að talað er um það af fullri alvöru bakvið tjöldin að borgarstjóranum mistæka verði sparkað úr stjórn Orkuveitunnar við fyrsta tækifæri. Ekki eykst hróður gamla góða Villa við það að missa tiltrú samstarfsmanna sinna vegna þessa verklags.

mbl.is Vilja fara með Orkuveitufund fyrir dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Þetta er rakið dæmi um afleita stjórnsýslu - ómerkileg vinnubrögð gagnvart minnihluta (ef ekki hreinlega ólögmæt?) og trúnaðarbrestur gagnvart eigin meirihluta.

Það er allt í vaskinum hjá borgarstjóra og spurning hvort "gamli góði Villi" er búinn að lækka sjálfan sig í tign með gerðum sínum og orðinn einfaldlega "gamli Villi" ...

Jón Agnar Ólason, 5.10.2007 kl. 15:02

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sammála sbr. www.dofri.blog.is um sama mál.

Dofri Hermannsson, 5.10.2007 kl. 15:15

3 identicon

tekheilshugar undir með þér varðandi Villa.

Maðurinn er í minni bók óhæfur.

Það má vel vera að hugmyndin sé góð og að hægt verði að græða vel á henni, en þú leggur ekki reykjavíkurborg undir, þar er telft djarft.

Ég hefði viljað sjá hvaðan fjármagnið kemur og hvaða eignir eru þarna.

Það líka ekki bara þessi framganga hans heldur hverjir

þaðeru sem hann ætlar að starfa með.

haltu áfram að skrifa, sakna þín samt af málefnunum, en þar þekkirðu mig sem FU2.

halldór Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 15:33

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Sammála þér eins og oft áður.Góð grein,blogga um sama efni  í dag.

Kristján Pétursson, 5.10.2007 kl. 16:56

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Villi greyið... hann er bara sauður og í raun framsóknarmaður !

Óskar Þorkelsson, 5.10.2007 kl. 17:09

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Góð grein hjá þér Stefán.

Villi vinstri hlítur að skoða það alvarlega að segja af sér.

Óðinn Þórisson, 5.10.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband