Alfreð kemur Vilhjálmi til varnar á erfiðum tímum

Alfreð Þorsteinsson Það vekur athygli að eini maðurinn sem virkilega leggur sig fram um að verja Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson vegna REI-málsins er Alfreð Þorsteinsson, fyrrum stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Það getur varla talist gott fyrir gamla "góða" Villa að hafa þann stuðning einan fram að færa. Júlíus Vífill Ingvarsson kom reyndar einmana í fjölmiðla í gær sem borgarfulltrúiNN er vildi verja að einhverju leyti verklag borgarstjórans. Aðspurður um af hverju hinir borgarfulltrúarnir vildu ekki tjá sig sagði Júlíus Vífill vandræðalega vonast eftir að þeir færu að gera það.

Ég held að það sé óhætt að segja að Vilhjálmur sleiki harðan botninn í borgarmálunum þegar að eini maðurinn sem fer í fjölmiðla og leggur honum lið sé Alfreð Þorsteinsson, sem í tólf ár vann með umdeildum hætti innan OR. Mér finnst þetta REI-mál vera risarækjuskandall í sparifötunum og er því ekki hissa þó að Alfreð sé einn manna mættur til varnar. Ég sé að Björn Bjarnason hugleiðir sitt vegna ummæla Alfreðs í Kastljósinu í gær. Það er eðlilegt.

Eftir allt sem gekk á í valdatíð R-listans er afleitt að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík taki upp sama verklag, t.d. innan Orkuveitunnar. Það voru að ég tel mikil pólitísk mistök að borgarfulltrúi var ekki settur yfir Orkuveituna og svo er stórundarlegt að borgarstjórinn sjálfur sitji þarna inni. Það að kjörnir fulltrúar séu ekki hafðir með í ráðum er alvarlegt mál. Þetta mál allt er afleitt og ég finn það víða að fólk hefur fengið nóg af verklagi Vilhjálms.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband