FH-ingar bikarmeistarar eftir baráttu við Fjölni

FH-ingar fagna Jæja, þá eru FH-ingar orðnir bikarmeistarar og það aðeins í fyrsta skiptið eftir sigur á Fjölni í framlengingu. Þetta hlýtur að teljast sárabót fyrir FH-inga, eftir að hafa misst Íslandsmeistaratitilinn úr greipum sér yfir á Hlíðarenda. Það kom mér samt á óvart hversu mjög Fjölnir stóð sig vel. Þetta er spútnikk-lið sumarsins án nokkurs vafa, eru komnir í úrvalsdeildina og leika um bikarinn. Flottur árangur það.

Fyrirfram taldi ég að FH-ingar myndu fara létt með að ná bikarnum og jafnvel nokkuð traustvekjandi, enda sterkara lið á öllum alvöru pappírum knattspyrnunnar. En það var framlengt og Fjölnir stóð sig bara virkilega vel. Þeir í Grafarvoginum geta, þrátt fyrir tap, glaðst með árangurinn, enda hefði sá maður utan Grafarvogs verið talinn galinn sem hefði í sumarbyrjun spáð þeim sess í bikarleiknum á Laugardalsvelli.

Óska FH-ingum til hamingju með sigurinn og ekki síður óska ég Fjölni til hamingju með glæsilegt gengi í sumar. Hlakka til að sjá þá í úrvalsdeildinni að vori.

mbl.is FH er bikarmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband