Kveikt á friðarsúlu í minningu meistara Lennons

Friðarljós í Viðey Það var tilkomumikið að sjá kveikt á friðarsúlu í minningu meistara John Lennon í Viðey fyrir stundu. Lennon hefði orðið 67 ára í dag og viðeigandi að hans verði minnst með vísan til friðarmála, sem voru lykilmál að hans mati. Þar er þó engin mynd af Lennon sjálfum og ekki hægt að sjá að þarna sé minnisvarði um mann, enda er þetta mun frekar ábending um að við stöndum vörð um frið og mannréttindi.

Þetta var stutt en merkileg stund. Stutt ávörp voru þar í upphafi. Í sjálfu sér þarf ekki að tala lengi við þetta tilefni, enda held ég að lag Lennons, Imagine, sé þar mest viðeigandi. Það segir alltaf svo mikið eitt og sér. Það er erfitt að segja til um hvaða hlutverk þessi friðarsúla muni tákna. Hún var umdeild í huga margra og talað var um að hlutverk hennar skipti ekki máli. Er ég ekki sammála því. Mér finnst þetta ánægjulegt skref, enda eigum við öll að láta þau meginstef sem fylgja tilvist friðarsúlunnar okkur mikils varða.

John Lennon setti að mínu mati eftirminnilegast mark á tónlistarsögu 20. aldarinnar. Nú um þessar mundir eru 27 ár frá því að hann var myrtur í New York. Lennon og hljómsveit hans, The Beatles, slógu í gegn og unnu sér frægð fyrir ógleymanlega tónlist í upphafi sjöunda áratugarins. Framlag Bítlanna og Lennon varð til þess að breyta gangi sögu tónlistarinnar - ekkert varð samt eftir að þeir komu til sögunnar í tónlistinni. Bítlarnir liðu undir lok árið 1970. Seinustu ár ævi sinnar gaf Lennon út tónlist einn síns liðs á sólóferli eða með eiginkonu sinni, Yoko Ono. Hún hefur staðið vörð um minningu hans.

Mér finnst það viðeigandi að heiðra minningu Lennons og tel hið besta mál að þetta verði hér á Íslandi. Lega landsins gerir það að verkum að það er mitt á milli austurs og vesturs og greinilega er Ísland valið til að birtunni stafi héðan um allan heiminn, enda miðja vegu milli risaveldanna. Það er okkur heiður að Yoko hafi horft til Íslands í þessum efnum og við eigum að taka þann friðarboðskap sem í súlunni til okkar og hugleiða hann þá daga sem kveikt er á henni. Skilaboðin eiga að vera skýr og eftirminnileg.

Eitt þekktasta lag Lennons er fyrrnefnt Imagine. Er það ekki annars uppáhaldslag okkar allra? Ég held það. Sannarlega tær snilld - best að birta ljóðið hérmeð (lagið er í spilaranum hér á síðunni).

Imagine there's no heaven
It's easy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Living for today...

Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace...

You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one

Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world...

You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one.

mbl.is „Gjöf frá John og Yoko og íslensku þjóðinni til heimsbyggðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég ólst upp við Bítlana.  Það var göldrum líkast hvernig þessir götustrákar frá sjávarþorpinu Liverpool í Englandi breyttu Vesturlöndum í eitt iðandi rokkhljómsveitadæmi.  Þeir umbyltu öllu og gerðu okkur krakkana á þeim árum að bítlahljómsveitum þvers og kruss um Ísland. Þeir breyttu hártískunni,  fatatískunni og hverju sem var.  Þeir breyttu afstöðu til músíkur.  Eyddu mörkum músíkstíla og öllum viðmiðum við músík.  Ég er svo rosalega ánægður yfir að hafa upplifað það sem að var kallað bítlaæði.  Bítlaæðið bar keim af trúarbrögðum.  Bítlarnir voru allstaðar.  Það var ekki aðeins að músíkpælingar Bítlanna gjörbreyttu afstöðu til músíkur.  Bítlarnir breyttu líka viðhorfum fólks til ríkjandi gilda.  Þeir voru leiðandi í hippahreyfingunni.  Gagnrýnni afstöðu til yfirvalda,  andúð á stríði og boðberar fallegrar hugsunar um frið.  All You Need is Love var rosalega sterk yfirlýsing á þeim tíma. 

  Mér þykir stórkostlegt að friðarsúla í nafni Lennons sé reist í Viðey.  Yoko - sem að ég met mikils sem myndlistakonu umfram tónlistarkonu - er merk kona.  Hún mátaði friðarsúluna - í fjóra áratugi - við 140 lönd áður en að hún tók ákvörðun um að Ísland væri rétta landið.    

Jens Guð, 10.10.2007 kl. 01:12

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Imagine er auðvitað snilldartexti og lag, þú hefur rétt fyrir þér með það Stebbi. Þú ert auðvitað sammála textanum er það ekki, m.a. draumsýn Lennons um kommúnískt alheimssamfélag þar sem búið er að setja guð á safn: " Imagine there's no heaven... Imagine there's no countries... Imagine no possessions".

Guðmundur Auðunsson, 10.10.2007 kl. 10:36

3 identicon

Þórarinn Eldjárn er búinn að þýða lagið Imagine yfir á íslensku og kór Kársnessskóla söng í gærkveldi, tókst mjög vel hjá þeim en lagið heitir á íslensku "Hugsa sér frið" fín þýðing á góðum texta.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 13:38

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Jens: Fín skrif. Já þetta eru sterk lög. Er mjög sáttur við þessa friðarsúlu.

Guðmundur: Maður þarf ekki að vera vinstrimaður til að meta friðarboðskap. Kannast ekki við að neinn friður hafi ríkt yfir kommúnistasamfélögum. Kínverskir kommar murkuðu lífið úr stúdentum á torgi hins himneska friðar og pyntingar eru daglegt brauð í einræðisríkjum vinstrimanna um allan heim. Gleymum því ekki.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.10.2007 kl. 14:29

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sigurður: Já, þetta er virkilega fallegur íslensk útgáfa á Imagine eftir Þórarinn, sem er auðvitað eitt af okkar allra bestu skáldum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.10.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband