Hver er að segja ósatt í REI-málinu?

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Það er grafalvarlegt mál að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI, tali í sitthvora áttina um það hvenær að borgarstjórinn vissi af kaupréttarsamningunum og umfangi þeirra. Ég verð að segja það alveg eins og er að ég trúi því ekki að borgarstjórinn hafi ekki vitað um stöðu málsins og umfang þess. Hann sat í stjórn Orkuveitunnar og átti að vera fullkunnugt um alla meginþætti.

Þetta mál snýst orðið um trúverðugleika borgarstjórans. Þessir tveir lykilmenn málsins tala í tvær áttir. Annar er að ljúga og hinn er að segja satt. Sé það rétt að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sé að segja borgarbúum og öllum aðilum málsins opinberlega ósatt í þessu máli á hann að hafa vit á því að segja af sér embætti og víkja úr borgarmálunum og rýma til fyrir nýju upphafi í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Svo alvarlegt er málið. Sé Guðmundur að segja ósatt er honum ekki sætt lengur. Með öðrum orðum, það getur ekki gengið að þessir tveir menn sitji báðir á sínum stólum eftir svo alvarlegan krossgötumálflutning.

Ég taldi í gær það mögulega geta gerst að hægt væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram eftir sættir milli borgarfulltrúa. Ég er farinn að efast um að það sé hægt. Tel að þetta mál sé orðið stærra en við blasti. Þetta snýst fyrst og fremst um trúverðugleika. Ofan á allt annað er með ólíkindum að heyra af því í Kastljósi í kvöld að tölurnar í kaupréttarsamningunum hafi upphaflega verið enn hærri en raun ber vitni. Þetta mál ber sterkan keim pólitískrar spillingar að mínu mati og er engum hlutaðeigandi til sóma, síst af öllum borgarstjóranum í Reykjavík og formanni borgarráðs.

Staða þeirra er orðin veik og ég get ekki betur séð en að staða þeirra innan eigin flokkskjarna hafi veikst umtalsvert. Vilhjálmur var sem eyland áður en viss sátt náðist. Það er vandséð að sú sátt haldi. Borgarbúum er skiljanlega nóg boðið. Það er ekki óeðlilegt að kallað sé eftir pólitískri ábyrgð þeirra sem leiddu málið. Staða mála er eldfim.

Á morgun verður athyglisverður fundur í borgarstjórn. Það verður hitafundur án nokkurs vafa. Þessu máli er fjarri lokið og áhugavert að sjá hvað tekur næst við. Þetta er eins og spennusaga sem enn sér ekki fyrir endann á, hver kafli er spennandi og kallar á að sagan haldi áfram. Það er enn enginn endir kominn á málið.

mbl.is Vilhjálmur segist ekki hafa séð lista yfir kaupréttarhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég neita að trúa því að Villi REI sé að segja ósatt í þessu máli

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 10.10.2007 kl. 00:22

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þegar stórt er spurt,verður oft litið um svör!!!!En þetta er vel skrifað og athugað og er ekki búið mál/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.10.2007 kl. 00:30

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Stebbi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.10.2007 kl. 03:05

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð eru margir sem hafa talað fagurt en hugað flátt í þessum aðdraganda öllum.

Hvernig samræmist það opinberum rekstri, að heimila, að starfsmaður fái að kaupa hlut í því fyrirtæki Í NAFNI HLUTAFÉLAGS????????

Það fékk Bjarni babyface.  Bæði lyktar það af því, að hann hafi ætlað að sniðganga þær skyldur sem hann undirgekkst, að eiga hlutinn í minnsta lagi tvö ár og einnig liggur í loftinu SKATTAHAGRÆÐING, jafnvel UNDANSKOT í skjóli OPINBERAR stofnunar.

Ef að líku m lætur væri hagnaður eingöngu reiknaður á skattprósentu fyrirtækja EFTIR að frádráttaliðir og þessháttar væri af reiknaður EN ekki neitt ÚTSVAR!!!!!!!!!!!!!!!!

Þetta er siðlaust opg berað reka alla sem að þessu máli komu með einum eða öðrum hætti, kassera þessu REI og rifta öllu bixinu við millana okkar.

SVo er ámælisvert, jafvel vítavert, að leggja inn í félag sem er á leið á markað, eigur og fémæti em eru EKKI enn í öruggr eigu viðkomandi(bréfin í HS)

vinarkveðjur

Miðbæjar--þú veist

Bjarni Kjartansson, 10.10.2007 kl. 09:58

5 identicon

Ég heyrði ekki betur en VÞV varð tvísaga á blaðamannafundinum. En virðist reyndar vera með 5 bláskefta rítinga í bakinu. Menn mega samt ekki gleyma því að hann náði borginni aftur, nokkuð sem nokkeum oddvitum á undan honum tókst ekki. Villi er að öðru leyti hörku duglegur og ræðir við hundruði manna í hverri viku. Man hvað naum var milli þeirra Nonna Magg í Vestmannaeyjum, á SUS þingi forðum. Vilhjálmur hefur áður þurft að stíga línudans en alltaf komið standandi niður. Kannski fer hann á annað hnéð.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 11:45

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Gísli: Já, þetta er vissulega merkilegur maður. En honum tókst ekki að ná borginni, tókst ekki að hljóta hreinan meirihluta. Það var áfall eftir allar væntingarnar. Eins og við vitum báðir jókst fylgi flokksins óverulega frá því sem var er BjBj leiddi listann, innan við tvö prósentustig. Fengu þó sjöunda manninn, meira þó út á sundrungu vinstrimanna. Langt í áttunda manninn. Urðu að semja um meirihluta. VÞV græddi á að til þess að halda honum úti þurftu fjögur öfl að semja sig saman; Framsókn, VG, Frjálslyndir og Samfylking. En Villi er að súpa seyðið af vondu verklagi umfram allt, hann er enginn leiðtogi. Það er heila málið, kann ekki að dreifa ábyrgð og vinna hópvinnu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.10.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband