Átakafundur í borgarstjórn Reykjavíkur

VÞV Ég er að horfa á hitafund í borgarstjórn Reykjavíkur um REI-málið á vefvarpi Ríkisútvarpsins. Það er í senn sérstakur og áhugaverður fundur - án nokkurs vafa heitasti fundur í borgarstjórn um árabil. Hart er sótt að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, og hann hefur átt í harkalegum orðaskiptum við Svandísi Svavarsdóttur og Dag B. Eggertsson.

Vilhjálmur Þ. svaraði í upphafi í ítarlegri ræðu stöðu málsins. Það vakti þó athygli að þar var í engu vikið að innanflokksátökum í Sjálfstæðisflokknum að undanförnu og trúnaðarbresti milli kjörinna fulltrúa innan sjálfs meirihlutans. Samskiptaleysi við minnihlutafulltrúa er vissulega annar kapítuli en afleitur engu síður en við meirihlutafulltrúa. Þetta er afleitt verklag, verklag liðinna tíma sem er engum hlutaðeigandi til sóma.

Það er eðlilegt að ólga sé vegna þessa máls. Flestir þættir þessa máls eru meirihlutaflokkunum til skammar. Það er mjög einfaldlega þannig. Málið flækist þó er tekið er inn í myndina þá staðreynd að tveir menn tóku stórar ákvarðanir án þess að færa þær inn í bakland sitt. Það veikir ákvörðunina umtalsvert. Þess vegna þarf að fá lögmæti hluthafafundar í síðustu viku á hreint. Það hefur fengið flýtimeðferð í Héraðsdómi og vonandi mun á næstu dögum fást niðurstaða í það mál. Það er mikilvægt atriði að úrskurða um lögmæti fundarins.

Framganga borgarstjórans hefur vakið athygli. Það er alveg ljóst að hann hefur veikst mjög. Þýðir ekkert að neita því. Það er erfitt að trúa því að hann hafi ekki vitað um kaupréttarsamningana og mikilvægustu þætti hans. Það stendur margt eftir ósvarað. Í heildina er lykilatriði að kjörnir fulltrúar taki þetta mál til umræðu. Það eru mörg spurningamerki uppi. Sem sjálfstæðismaður er ég fjarri því sáttur við forystu leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn í þessu máli.

Nú reynir á trúverðugleika og styrk meirihlutans í Reykjavík. Ef marka má stemmninguna á fundinum sem nú stendur er málinu ekki lokið og skal engan undra. En það þarf að opna málið upp á gátt, birta öll gögn og fara yfir lögmæti ákvarðana. Það eru margar glufur í þessu máli sem fara þarf í saumana á. Í þeim efnum dugar enginn kattaþvottur.

mbl.is Aukafundur hafinn í borgarstjórn Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er margt mjög spes í þessu máli Viðar. Þetta með Hitaveitu Suðurnesja er óskiljanlegt dæmi um hvað átti að gera í REI. Mér finnst það ekki líklegt að það hafi átt að selja fljótt miðað við að hluturinn var settur þarna inn. Það er þegar orðið ljóst að engin meirihlutasátt sé við að selja. Vinnubrögðin í OR eru kapítuli sem ég næ alls ekki upp í. En það er ljóst að þetta mál þarf að opna upp á gátt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.10.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband