11.10.2007 | 17:39
Nýr meirihluti í Reykjavík án málefnagrunns
Það er öllum ljóst að nýr meirihluti fjögurra stjórnmálaflokka í borgarstjórn Reykjavíkur er án málefnagrunns. Hið eina sem fram kom á blaðamannafundi fyrir stundu var það hver af fjórum forystumönnum ætti að skipa stóru embættin og síðan ætti bara að sjá til með framhaldið. Þetta er auðvitað mjög veikur meirihluti, enda veit t.d. enginn hvaða pólitíska umboð Margrét Sverrisdóttir hefur.
Í sjálfu sér eru þetta tímamót fyrir alla aðila. En hinsvegar vekur mikla athygli hversu mikill vinur minnihlutaflokkanna Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eftir öll átökin í REI-málinu. Eftir öll stóru orðin um kaupréttarsamningana og bitlinginn til kosningastjóra Binga er allt fallið í ljúfa löð milli þessara aðila. Heilt yfir tel ég að þetta verði veikur meirihluti. Þetta eru fulltrúar fjögurra ólíkra framboða, eitt þeirra er reyndar algjörlega blankó eftir að Margrét Sverrisdóttir yfirgaf Frjálslynda flokkinn, svo ekki er hún fulltrúi hans í þessum meirihluta. Og hvar er Ólafur F. Magnússon, réttkjörinn borgarfulltrúi? Er hann orðinn ósýnilegur?
Það er vonandi að Magnús Þór Hafsteinsson og Guðjón Arnar Kristjánsson séu ánægðir með að stjórnmálaferli Margrétar Sverrisdóttur hafi verið bjargað, enda er hún að verða forseti borgarstjórnar í Reykjavík, svo skömmu eftir að hún yfirgaf þá. Hún fær fljúgandi start í fjölmiðlaathygli og verður einn valdamesti forystumaður borgarinnar, hefur t.d. líf meirihluta í höndum sér rétt eins og Björn Ingi Hrafnsson hafði áður. Það var ekki undrunarefni að Margrét væri spurð í hverra umboði hún sæti. Það verður að ráðast.
Fulltrúar flokkanna sem mynda nýjan meirihluta eru farnir að éta upp í sig öll stóru orðin. Bjarni Harðarson, alþingismaður, leit t.d. mjög kjánalega út í þinginu áðan þar sem hann át ofan í sig öll stóru orðin um að Bingi ætti að segja af sér. Guðjón Arnar Kristjánsson leit út eins og fyrrum eiginmaður maka sem hefur gift sig öðrum og er spurður um hvernig honum líki hjónaband makans fyrrverandi; semsagt mjög hlægilegur. En þetta verður bara að ráðast.
Ég held að þessi meirihluti verði mjög óstöndugur og hlakka sérstaklega til að sjá hvernig Margrét Sverrisdóttir standi að verki umboðslaus í meirihluta. Fjölmiðlar spyrja um stöðu hennar og eðlilegt að aðrir gera það. Björn Ingi Hrafnsson verður að eiga við sig sín óheilindi. Mér finnst þau ekki honum til sóma, enda greinilega prinsipplaus maður þar á ferð.
En nú verður spurt að því hvernig þessum fjórum flokkum gangi að sjóða saman málefnin, eitthvað sem við heyrðum ekkert um í dag. Það lyktar víða af óheilindum og fróðlegt að heyra hvernig gangi að bæta brunarústum Frjálslynda flokksins við R-listann.
Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Eðlilega eru meint óheilindi Björns Inga nú borin með réttu saman við það þegar Villi lét Ólaf Magnússon bíða 2006 og sá síðarnefndi taldi taldi sig illa svikinn af óheilindamanni. Þessi mál eru gjörsamlega sambærileg. Villi teymdi Ólaf á asnaeyrunum á sama tíma og hann var að rotta sig saman með Birni Inga. Björn Ingi hefur þá lært vettlingatökin af Villa.
Friðrik Þór Guðmundsson, 11.10.2007 kl. 19:25
Gunnar: Það var enginn sitjandi meirihluti í þeirri stöðu, meirihluti R-listaflokkanna féll í kosningunum og hraðinn var mikill. Hvað lá á? Af hverju gat ekki Björn Ingi Hrafnsson slitið meirihlutanum með heiðarlegri hætti, fyrst að kominn var annar málefnagrundvöllur. Þetta hefur aldrei fyrr gerst í Reykjavík. Við erum að tala um slit á meirihluta, það vantar málefnaáherslur slitanna. Mér finnst það sem ég hef heyrt mjög veikt, frá framsóknarmönnum og eins þeim sem vilja taka upp samstarf við Björn Inga eftir ásakanir um að hann sé spilltur vegna REI-málsins. Þess vegna skrifa ég með þessum hætti. Aðstæður eru aðrar, um er að ræða slit meirihluta og það þarf málefnaáherslur í ljósi þess og hver grunnur mála sé.
Viðar: Hvernig líst þér á að Margrét Sverrisdóttir sé komin til valda í Reykjavík? Hún var reyndar að afneita Frjálslynda flokknum áðan og sagði að honum hefði verið rænt í ársbyrjun. Hugguleg orð það. Hvaðan kemur umboð Margrétar sem forseta borgarstjórnar? Segðu mér þitt heiðarlega mat á því.
Friðrik Þór: Það voru þreifingar eftir kosningar þar sem meirihlutinn hafði fallið og allir voru að tala við alla að mestu leyti. Nú stöndum við frammi fyrir nýjum veruleika í Reykjavík. Meirihluti hefur aldrei sprungið án kosninga. Mér finnst skýringar Binga mjög veikar og finnst reyndar merkilegt að hann nefni aðeins þetta eina mál. Er Bingi að standa vörð um hagsmuni Glitnis (Árna Magg) í útrásardæminu? Snýst þetta ekki um það í heildina. Ég held það.
Stefán Friðrik Stefánsson, 11.10.2007 kl. 19:57
Mér finnst Björn Ingi hafa slitið samstarfinu við Sjálfstæðisfl.í borgarstjórn á ómálefnalegan og órökstuddan hátt.Að lofa að kveldi áframhaldandi viðræðum um ágreiningin í REI málinu,en um hádegi næsta dags kominn í meirihluta samstarf við fjórflokkana.Ég er ekki sjálfstæðism.en svona vinnubrögð lýsa miklum óheilindum.
Mér finnst ekki gott fyrir þá flokka sem nú taka við stjórn borgarinnar,að þurfa að ýta úr vör með BIH innanborðs.
Kristján Pétursson, 11.10.2007 kl. 20:49
Hvað hlutverk spilaði Guðni í þessum nýja meirihlutasamstarfi - var hann bakvið tjöldin að hefna fyrir ráðerrasætið ?
Guðlaugur Þór nýbúinn að sparka Don Alfredo - hvaða hlutverk spilaði hann í þessu
Hærri skattar, einkaskólar&einkabíllinn eiga slæma daga framundan og skuldasöfnun mun hefjast að nýju í Reykjavík
4.flokkar við völd - 4 borgarstjórar - samt mun þetta eflaust haldast til næstu kosninga.
Það verður að hafa í huga að Villi stóð sig illa og þarf að axla ábyrgð á því að hafa tapað borginni en hann ætlar víst að sitja áfram rúin trausti.
Óðinn Þórisson, 11.10.2007 kl. 20:52
Gunnar: Það virðist ekkert vera ljóst. Stærsta málið, samruni REI og GGE, virðist enn í uppnámi, Svandís kaus gegn því og gat ekki sagt áðan að hún myndi styðja samrunann. Hver er skoðun hennar? Það virðist ekkert vera komið á hreint í miðju hitamálinu mikla sem þó virðist hafa slitið meirihlutanum. Merkilegt.
Kristján: Ég var aldrei mikill stuðningsmaður þessa meirihlutamynsturs. Borgarbúar vildu ekki Binga til valda í fyrra og menn áttu að leyfa honum að svamla í minnihluta. Sé ekki í sjálfu sér eftir því að hann sitji í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Svíður þó verklagið. Ef hann hefði sagt mönnum þetta í morgun og gert þetta aðeins betur hefði þetta verið áferðarskárra fyrir hann sjálfan. Þetta er bara svona og ekkert við því að gera, en verði þeim að góðu að ná öllum þessum örmum saman og sér ekki enn fyrir endann á því öllu.
Óðinn: Já, það hafa eflaust margir lagt hönd á plóg. Það koma öll kurl til grafar um síðir tel ég.
Viðar: Já, Margrét er ágætiskona og ég hef yfir engum svosem að kvarta, ég á vini í flestöllum flokkum og finnst þeir ekkert slæmir þó við höfum ólíkar grunnskoðanir í pólitík. En eftir stendur hvert umboð Margrétar er, í umboði hvaða flokks situr hún þarna, varaborgarfulltrúinn sem á að kjósa sem forseta borgarstjórnar? Villi er fínasti maður, honum varð á og verður að vinna sig úr því. Stór hluti þessa var trúnaðarbrestur milli fólks vegna gamaldags verklags Villa, en menn höfðu yfirstigið það. Það sem réði öllu voru aðrar aðstæður.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 11.10.2007 kl. 21:05
Margrét er umboðslaus.
Jón Magnússon segir orðrétt á vef sínum að spillingarfnykinn leggi af borgarstjórninni hvar sem litið er. Hann gagnrýnir nýja meirihlutann og segir að til samstarfsins sé stofnað með óheilindum og af óheilindum. Sterk orð það.
Villa varð á og verður að vinna sig úr því. Hann upplýsti fólk ekki um sjálfsagðar upplýsingar og þess vegna varð ólgan. Það var búið að vinna úr henni. Ég held að Bingi sé að redda Glitni vegna orkuútrásarinnar. Þar eru miklir hagsmunir fyrir Árna Magnússon, fyrrum félagsmálaráðherra, sem vinnur að henni.
Stefán Friðrik Stefánsson, 11.10.2007 kl. 21:29
Ólgan snerist að langmestu leyti um kaupréttarsamningana. Sú ólga er fjarri því búin, enda var þar illa unnið og öllum til skammar, sérstaklega Binga, sem sat í stjórn REI og var nátengdur öllum ferlum þess máls og hyglaði t.d. sérstaklega kosningastjóranum sínum.
Frjálslyndi flokkurinn hefur verið að tala um að Margrét sé umboðslaus og eigi að víkja, líka Ólafur F. Veit ekki betur en að það hafi komið frá aðalfundi einhvers kjördæmafélagsins þar. Ertu ósammála því? Þetta segir btw líka fyrrum þingmaður MÞH.
Stefán Friðrik Stefánsson, 11.10.2007 kl. 21:55
Viðar gegn hverjum ertu að berjast, dagurinn í dag var enginn sigur. það er ekki sigur þegar menn eins og Björn Ingi geta gengið frá mistökum sem þeir hafa gert án afleiðinga. og hvað veist þú um hvað gerist nú þegar nýr meirihluti tekur til valda. það má vera að þetta eina mál leysist, en hvað með öll hin málin sem gætu orðið ansi seig tugga fyrir flokkana að tyggja í sameiningu.
Mér finnst það ekki rétt að ráða örlögum borgarinnar útaf REI
mbk
Óli
Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:27
Takk fyrir kommentið Óli. Alltaf gott að eignast nýja bloggvini og þá sem vilja tjá sig. Mikið innilega erum við annars sammála, vel skrifað komment. :)
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 11.10.2007 kl. 23:29
Þakka þér fyrir það, ég hef lengi lesið bloggið hjá þér og verið sammála mörgu sem þarkemur fram, en í dag þá fékk ég hálfgert sjokk og ákvað í kölfarið að tjá mig um málefnin. það er bara verst að maður er að fara í próf á morgun, og dagurinn skildi mann eftir hálf ruglaðann:)
mbk
Óli
Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:35
Takk fyrir góð komment um bloggið Óli. Alltaf gott að heyra að fólki líki skrifin. Gangi þér vel í prófinu. Verðum endilega í bandi, sendu mér komment hér eða póst við tækifæri.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 12.10.2007 kl. 00:24
Hvaða auðlind þjóðarinnar er verið að ræna um?. Á íslenska þjóðin einhver jarðnæði í útlöndum sem á að gefa einhverjum Hannesum og Jónum?
Jú mikið rétt, mikil þekking er til staðar í OR á sviði orkunýtingar varma úr jörð. Þessa þekkingu vilja menn gera að útflutningsvöru, en hvernig getur OR gert pening úr dæminu. Jú stofna fyrirtæki sem í eru sett slatti af peningum, einir tveir milljarðar. Svo er tekið slatti af pappírum og öðrum gögnum til að gera vöruna sölulega, svo þarf eitthvað af starfmönnum að fylgja með. Það er nefnilega svo einkennilegt að svona pappírar og gögn gera ekkert sjálf, það þarf fólk sem hefur getu og áhuga á að koma svona vöru í pening. Enn sem komið er ekki farið að selja neina þekkingu, enn er þetta bara skúffufyrirtæki.
En mikið væri nú gaman að hafa aðgang að svona mönnum sem geta sagt fyrir um hagnað löngu áður en starfsemin hefst, þá væri maður ekki alltaf að kaupa í þessum félögum sem lækka í Kauphöllinni.
Kannski verður REI bara smá þróunaraðstoð Reykvíkinga við vanþróuð ríki úti í heimi, hver veit.
Guðmundur Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 08:03
Hvaða auðlind þjóðarinnar er verið að ræna um?. Á íslenska þjóðin einhver jarðnæði í útlöndum sem á að gefa einhverjum Hannesum og Jónum?
Jú mikið rétt, mikil þekking er til staðar í OR á sviði orkunýtingar varma úr jörð. Þessa þekkingu vilja menn gera að útflutningsvöru, en hvernig getur OR gert pening úr dæminu. Jú stofna fyrirtæki sem í eru sett slatti af peningum, einir tveir milljarðar. Svo er tekið slatti af pappírum og öðrum gögnum til að gera vöruna sölulega, svo þarf eitthvað af starfmönnum að fylgja með. Það er nefnilega svo einkennilegt að svona pappírar og gögn gera ekkert sjálf, það þarf fólk sem hefur getu og áhuga á að koma svona vöru í pening. Enn sem komið er ekki farið að selja neina þekkingu, enn er þetta bara skúffufyrirtæki.
En mikið væri nú gaman að hafa aðgang að svona mönnum sem geta sagt fyrir um hagnað löngu áður en starfsemin hefst, þá væri maður ekki alltaf að kaupa í þessum félögum sem lækka í Kauphöllinni.
Kannski verður REI bara smá þróunaraðstoð Reykvíkinga við vanþróuð ríki úti í heimi, hver veit.
Guðmundur Jóhannsson, 12.10.2007 kl. 08:13
Takk kærlega fyrir kommentið Mundi. Vel skrifað og gott komment.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 13.10.2007 kl. 04:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.