Alfreð Þorsteinsson er guðfaðir nýja meirihlutans

Alfreð Þorsteinsson Það kemur sannarlega ekki að óvörum að heyra fregnir af því að Alfreð Þorsteinsson sé guðfaðir nýja meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Með því er hann væntanlega að kippa í spottana til að tryggja að ekki verði hróflað við neinu í gamla konungsríkinu hans í Royal Alfreð Hall á Bæjarhálsinum. Þetta er í sjálfu sér skiljanlegt, enda er Alfreð margkalinn á hjarta vegna örlaga R-listans, endalokum sínum í stjórnmálum sem fengust með spítalagæluverkefni sem honum var svo um síðir sparkað út úr.

Upp er tekið gamla R-listamódelið með óskiljanlegum leifum úr margklofnum Frjálslynda flokknum, afl með tengingar í tvo flokka en vill þó opinberlega kannast við hvorugt þeirra. Margrét Sverrisdóttir sagði fyrir stundu að Frjálslynda flokknum hefði verið rænt í ársbyrjun en vill ekki kenna sig við floppframboðið frá í vor, Íslandshreyfinguna. Eftir stendur nýstofnaður meirihluti með stífnuðum brosum. Svandís er skyndilega búin að hvítþvo Björn Inga af spillingarstimplinum en getur þó ekki sagst ætla að styðja samruna REI og GGE.

Það er ekki óeðlilegt að sjálfstæðismenn séu óánægðir með þennan lélega kokkteil sem hrist var saman, enda hefur aldrei farið miklum frægðarsögum af pólitískum hræringi með tengingar í fjórar til sex áttir eins og það sem blasir við. Þetta er meirihluti sem margir velta fyrir sér hvernig muni verða. Það verður áhugavert að sjá hvernig að rúmlega 30 mánuðir af þessum kokkteil muni endast. Vissulega er spurt um stöðu mála innan Sjálfstæðisflokksins en enn fróðlegra verður að sjá hvernig að Birni Inga gangi að vinna með þrem framboðum fyrst að hann gat ekki unnið með einu.

Glottið á Alfreð Þorsteinssyni hlýtur að vera öflugt og gott á sama tíma og R-listinn er endurreistur á brauðfótunum undir pólitískri tilveru Margrétar Sverrisdóttur. Það verður áhugavert að sjá hvort að leiðsögn Alfreðs innan Orkuveitunnar verði áfram með sama hætti og hvort meirihlutinn er verndargrunnur fyrir þá stefnu fyrst og fremst. Ég held að spottateygingar Alfreðs hafi þar skipt sköpum enda svíður honum að horfa eigi framhjá verklaginu sem einkenndi hann svo lengi.

mbl.is Dapurlegt að endurreistur R-listi sé kominn til valda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér er nú bara óglatt eftir alla þessa atburðarrás, bæði í dag og síðustu viku.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 20:46

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Sennilega er þetta púslið sem vantar í myndina.  Framganga Björns Inga er óskiljanleg nema þessu ljósi.  Nema að hann sé svo einþykkur að hann geti ekki gefið eftir í samningum um mál sem mér finnst afar ósennilegt, en þá á hann heldur ekki langa lífdaga í hinu nýja meirihluta.

Helgi Viðar Hilmarsson, 11.10.2007 kl. 21:11

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Æi Stefán ertu sár?  Var þetta vondur dagur fyrir Sjálfstæðismenn?  Menn uppskera eins og þeir sá.

Þetta er einfaldlega eðlileg niðurstaða þess að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarna daga "skitið upp á bak" (eins og það heitir á leikskólunum) í öllu tilliti.  Þó tók steininn úr í dag þegar Hanna Birna sagði að það hefði örugglega verið hægt að ná lendingu í þessu máli ef Björn Ingi hefði bara fallist á sjónarmið Sjálfstæðisflokksins.  Með öðrum orðum, ef hann hefði sagt já og amen þá hefði þetta allt saman örugglega geta gengið.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er verulega laskað fley eftir síðustu daga hvað svo sem þau reyna að bera sig vel í fjölmiðlum.  Þau virðast hafa verið upplýsingasvelt af sínu eigin fólki í stjórn OR svo mánuðum skiptir (að því er þau segja), þau fóru á bakvið borgarstjóra með innanhúskrísufundum dag eftir dag, vælandi í formann flokksins og víðar.  Loks þegar þau voru búin að svínbeygja Villa til að samþykkja þeirra skoðun sem er U-beygja frá því sem rætt hefur verið um í málefnum OR þá ætluðust þau til að Björn Ingi kæmi og segði já og amen við því hvernig þau sögðust á blaðamannafundinum um daginn ætla að klára málið.  Ofangreind ummæli Hönnu Birnu bera þess glögglega merki að það hvarflaði ekki að henni að Björn Ingi féllist ekki á þeirra skoðun fyrr en síðar.  Hver heldur þú að hafi áhuga á að vinna með svona hópi?

Síðan reyna þau að klína sökinni á upplýsingaskortinum á Guðmund Þóroddsson. Hann ber enga ábyrgð gagnvart borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.  Hann ber ábyrgð gagnvart stjórn fyrirtækisins og fulltrúar Sjallanna í stjórninni sjá um samskipti og upplýsingaveitu gagnvart borgarstjórnarflokkinn.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 11.10.2007 kl. 21:27

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ásdís: Tek heilshugar undir það.

Viðar: Er borgin ekki að braska með auðmönnum um þessi mál nú þegar? Hverjir áttu Geysir Green Energy? Hver er stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest? Þar eru bissnessmenn á öllum póstum. Þetta er fjárhættuspil með almannafé. Borgin mun ekki bara eiga REI eftir sameininguna, borgin verður þar með lítinn hluta.

Helgi: Já þetta er stóra púslið. Er sannfærður um það. Alfreð lék lykilhlutverk í myndun þessa meirihluta. Auk þess sem komið hefur fram hef ég öruggar heimildir um það frá fyrstu hendi.

Þorvaldur: Það er eðlilegt að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins séu glaðir í dag. Geri engar athugasemdir um það. Hinsvegar verður fróðlegt að sjá hvernig að gangi að þvo spillingarstimpilinn af Binga, sem Svandís hefur talað svo mikið um.

Sigurður: Mér finnst þetta leiðinlegt verklag já, það er engum til sóma. Verði annars vinstrimönnum að góðu að sleikja spillinguna af Binga. Þessu spillingarmáli hans er fjarri því lokið. Annars er ég ekki sjálfstæðismaður í Reykjavík en hef gaman af að skrifa um stjórnmál. Hef ég ekki verið jákór fyrir sjálfstæðismenn út í eitt, ég hef alveg þorað að gagnrýna flokksbræður mína ef mér mislíkar eitthvað í fari þeirra. Á mig alveg sjálfur hvað það varðar og skrifa eftir samvisku minni bara.

Maxell: Já mikið er enn hásæti hins gjörspillta Alfreðs.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.10.2007 kl. 21:35

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er allt eitt klúður Viðar. Ég hef í skrifum hér talað hreint út um þessi mál og aldrei vafi leikið á neinu um það. Studdi ekkert af þessum ákvörðunum. Hef skrifað mikið um þetta mál og hef á öllum stigum talað gegn orkuútrásinni í slagtogi við auðmenn af þessu tagi. Vilji menn taka áhættu í samkeppni geta auðmennirnir gert það. Af hverju á fólk hérna heima að hætta peningunum sínum á verkefni á Filippseyjum og slíkum löndum Viðar?

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.10.2007 kl. 22:02

6 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Sama í hvaða átt við lítum, þetta er allt sama pakkið sem svífst einskis til að hagnast. Traðka svo okkur hin niður í skítinn. Það er skítalykt af mörgum málum sem hafa komið upp síðustu mánuði. Þetta mál eitt og sér er bara brotabrot af heildarmyndinni..... Eigið góða helgi c",)

Gísli Birgir Ómarsson, 11.10.2007 kl. 22:53

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Við erum alveg sammála í því Viðar að ekki átti að setja HS inn í þetta púkk. Hef sagt það áður í kommentum hér. Það átti ekki að setja það inn í útrásarhítina. Einfalt mál í sjálfu sér.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.10.2007 kl. 23:19

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já við erum sjálfstæðir sjálfstæðismenn Stefán/en látum ekki allt yfir okkur ganga/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.10.2007 kl. 23:53

9 identicon

Sælir

Aðkoma Björn Hrafnssonar í þessum OR máli var ekkert síðri en Vilhjálms. Þeir báðir hefðu þurft að axla ábyrgð á einn eða annan hátt. Hvað varðar nýja meirihlutann, þá skil ég vel gremju ykkar.  Hins vegar á ég von á að þetta samstarf gangi vel enda þessir flokkar öllu vanir að vinna saman innan borgarinnar.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 00:36

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Halli, er alveg sammála.

Já, ég hef aldrei fegrað hlut Vilhjálms hér, Ólafur, enda hef ég talað mjög opinskátt um allar hliðar þess dögum saman. Þetta var leiðindamál sem þurfti að taka á og menn áttu að reyna betur að landa niðurstöðu. Fannst aldrei reyna almennilega á það. En þetta er bara svona. BIH á við sig að taka þessa afstöðu. Ég vona að honum gangi vel að vinna með þrem flokkum fyrst honum tókst ekki að vinna með einum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.10.2007 kl. 00:39

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Vonandi hafa menn þor til, að setja ALLT upp á borðið um tilurð samrunans og stofnun REI.

Einnig allt um samninga sem gerðir hafa verið um eigur annarra, svo sem HS.

ÉG hef nú bloggað nóg í bili um þetta mál en mér er jafn ómótt yfir hægagangi okkar manna, að birta og skýra ÖLL málefni þessu tengdu.

Tengingarnar liggja auðvitað morgunljósar fyrir.  Ekki þarf mjög djúpvirann mann til að skilja og draga ályktanir sem liggja beint við, --miðað við það sem nú þegar hefur lekið út.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 12.10.2007 kl. 12:52

12 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Menn senda gamla og reynda flokksjálka til að tala saman bak við tjöldin þegar svona kemur upp og borgarfulltrúarnir sjálfir ( eða þingmenn við stjórnarmyndanir ) mega ekki vera uppvísir af því að tala saman. Frá Frjálslyndum og óháðum var það Ólafur F Magnússon sem verið hefur í fríi. Það væri fróðlegt að vita hverjir voru á kreik fyrir hina flokkana en það hafa örugglega verið einhverjir gamalreyndir sem líka höfðu milligöngu þar. Ef Sjálfstæðisflokksmenn hefi ekki haft neinn milligögnumann fyrir sig sýnir það bara enn kunnáttu- og reynsluleysi þeirra sem véluðu um.

Helgi Jóhann Hauksson, 12.10.2007 kl. 20:57

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Menn senda gamla og reynda flokksjálka til að tala saman bak við tjöldin þegar svona kemur upp og borgarfulltrúarnir sjálfir ( eða þingmenn við stjórnarmyndanir ) mega ekki vera uppvísir af því að tala saman. Frá Frjálslyndum og óháðum var það Ólafur F Magnússon sem verið hefur í fríi. Það væri fróðlegt að vita hverjir voru á kreiki fyrir hina flokkana en það hafa örugglega verið einhverjir gamalreyndir sem líka höfðu milligöngu þar. Ef Sjálfstæðisflokksmenn hafi ekki haft neinn milligöngumann fyrir sig sýnir það bara enn kunnáttu- og reynsluleysi þeirra sem þar véluðu um.

Helgi Jóhann Hauksson, 12.10.2007 kl. 21:00

14 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin Bjarni og Helgi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.10.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband