Fjármálaeftirlitið stendur sig vel í REI-málinu

OR Það er ánægjulegt að sjá hversu vel Fjármálaeftirlitið er að standa sig í REI-málinu. Það er mikilvægt að fara vel yfir það mál, en það er auðvitað stóralvarlegt ef rétt er sem Fjármálaeftirlitið grunar að verið sé að fara á svig við lög og reglur um verðbréfaviðskipti með stofnun eignarhaldsfélags sem keypti hlutabréf í REI fyrir hönd starfsmanna OR.

Mér finnst þetta mál verða sífellt skítugra og virðist vera pottur brotinn víða. Fór ég yfir það sem mér fannst helst blasa við í gær. Það verður áhugavert að sjá hvað nýji meirihlutinn, Rei-listinn, muni gera í málefnum REI og Orkuveitunnar. Það vakti t.d. mikla athygli í gær orð Svandísar og Björns Inga um REI en þau töluðu í tvær áttir um hluthafafundinn og hvort skera ætti úr um lögmæti hans með dómsmálinu sem dómtekið var í dag.

Það er ljóst að vandséð verður hvernig sjónarmið allra framboðanna fjögurra í nýjum meirihluta verði sætt í þessu máli og eiginlega leikur forvitni á að vita hversu vel muni ganga að ná þeim saman í eina heildstæða skoðun. Það blasir við öllum að það sem skiptir mestu máli er að ógilda hluthafafundinn fyrir um hálfum mánuði og finna nýtt upphaf í þessu máli sem er fjarri því lokið.

mbl.is Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við stofnun eignarhaldsfélags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir

Ég veit að þú sem sjálfstæðismaður finnst erfitt að horfa upp á það að menn skuli vera ósammála í meirihluta. En þannig er nú bara lífið, enda fjöra flokka stjórn og EKKERT af því. Björn Ingi má alveg segja hvað honum finnst, hvað það eigi að gera í stöðunni, þ.e. að halda nýjan stjórnarfund. En hann veit líka að Svandís ræður því, enda samþykkti hann að hún skildi vera í forsvari fyrir nefnd sem myndi grandskoða allt málið.

Nei, leið sjálfstæðisflokksins er eins og Hanna Birna flokksfélagi þinn sagði "Það kom upp ágreiningur í meirihlutanum um mál sem augljóslega hefði verið hægt að leysa ef Björn Ingi hefði verið tilbúinn að fallast á okkar sjónarmið”
Það var Hanna Birna og Gísli Marteinn sem með ótrúlega lélegri þekkingu á pólitík, urðu til þess að Framsókn hætti í meirihluta. Að funda með formanni flokksins og bjóða Villa ekki með eru mestu pólitísku afglöp sem ég hef séð lengi. Þeir sendu með þessu mjög mikla vantraustyfirlýsingu á Villa og þar með um leið á samstarfið. Um leið og þetta var gert voru Hanna Birna og Gísli Marteinn að reyna að stíga dans við aðra flokka og það án umboðs.

Sjálfstæðisflokkurinn er margsaga og ósamkvæmur sjálfum sér (sjá Silfur Egils í gær)

Og að lokum þá var það sjálfstæðis flokkurinn sem gaf hugsjónarafslátt í þessu máli, það að hagsmunir almennings skildu hafðir í fararbroddi í þessu máli. Nei það átti að selja REI á einhverri brunaútsölu og spyrja hvorki kóng né prest eða einhvern sérfræðing! Til þess að Hanna Birna eða Gísli Marteinn fengu að vera borgarstjóri eða stýra.

Alex Björn (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 16:08

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða að eiga við sig hvaða afstöðu þau taka til mála. Ég hef gagnrýnt þetta REI-mál allt frá því að það kom upp og ekki skipt um neina afstöðu í því öllu. Meirihlutinn klúðraði málinu í upphafi og þar var báðum flokkum um að kenna. Það þarf að ógilda þennan hluthafafund og koma málinu á upphafsreit. Það þarf að halda máli Svandísar áfram og úrskurða um vægi fundarins í upphafi. Það er að mínu mati grunnmál og ég vona að vinstri grænir afsali því ekki fyrir völdin.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.10.2007 kl. 17:00

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég missti af þessari - alltaf batnar þetta.

Jón Sigurgeirsson , 15.10.2007 kl. 17:53

4 identicon

Já það er eitt rétt hjá þér að bæði sjálfstæðis og Framsóknarflokkurinn bera ábyrð í þessu máli. En sjálfstæðismenn fóru með forystu í þessu máli. Þeir vorum með mjög náinn vin Villa og dyggan sjálfstæðismanninn Hauku Leósson sem stjórnarformann orkuveiturnar. Þeir bera þar af leiðandi meiri ábyrði í málinu, þar sem þeir höfðu meiri völd. Puntur.

Björn Ingi viðkennir mistök í ferlinu og til að sýna fram á að þetta séu ekki orðin tóm, samþykkir hann að Svandís fari með nefnd sem grandskoði þetta mál og ákveði hvað skal gera.

Hvað gerði sjálfstæðisflokkur í borgarstjórn Reykjavíkur? Hann viðurkennir ekki neitt, þau ljúga og eiga eflaust aldrei eftir að biðja afsökunar! og læra aldrei neitt af þessu, það er kannski verst, því sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur íslands og hefur mjög mikil völd, sama hvað mér finnst um hann ;)

Fín blogg hjá þér og hafðu það sem allra best, kveðja Alex Björn

Alex Björn (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband