Vissi Vilhjálmur Þ. um einkaréttarsamninginn?

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Mér finnst það mjög alvarlegt mál ef það er rétt sem kemur fram í yfirlýsingu Bjarna Ármannssonar, Hauks Leóssonar og Hjörleifs Kvaran að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, hafi vitað af ákvæðum einkaréttarsamningsins margumtala. Sjálfur hefur hann neitað með afgerandi hætti í viðtölum um helgina vitneskju um samninginn og lykilþáttum hans.

Það er ljóst að það er ekki rétt ef yfirlýsing þremenninganna og birting minnisblaða færir fram sannleikinn í málinu. Ég verð fúslega að viðurkenna að mér finnst þetta mál hafa farið í marga og óskiljanlega hringi. En eftir stendur að spurt er um trúverðugleika. Hafi borgarstjórinn í Reykjavík verið upplýstur um alla þætti einkaréttarsamnings margumtalaða hefur hann fulla vitneskju málsins. Það er öllum ljóst.

Það má vel vera að eitthvað hafi vantað í heildarmyndina fyrir kjörnum fulltrúum en þessi minnisblöð sýna svo vel stöðu málsins og lykilpunkta þess að það er fjarstæða að halda því fram eftir að hafa vitneskju um þau að ekki sé fyrir hendi þekking eða kunnátta á málinu. Það er mjög einfalt mál.

mbl.is Borgarstjóri upplýstur um samning til 20 ára þann 23. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér finnst ekki geðslegt svosem að gefa sér það fyrirfram að fólk segi ekki satt. En það er alveg ljóst að borgarstjóri var upplýstur um málið að verulegu leyti ef minnisblöðin gefa réttu myndina. Það er mjög einfalt mál. Nú bíð ég svars Vilhjálms, en sé þetta rétt er þetta mjög alvarlegt mál. Það er aldrei gott þegar að fólk sem eru kjörnir fulltrúar almennings segja ekki satt um lykilmál af þessu tagi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.10.2007 kl. 18:06

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ja hérna

Jón Ingi Cæsarsson, 15.10.2007 kl. 18:08

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Mér finnst þetta allt eitt ömurlegt mál. Villi er nú ekki minn maður, en mér þykir samt sem áður sorglegt að maður ljúki ferli sínum á þennan hátt-með því að ljúga út og suður.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 15.10.2007 kl. 18:31

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þeir hafa kannski útskýrt hann á ensku en hann var víst einhverra hluta vegna ekki til á íslensku á skyndifundinum. 

Ég er ekki tilbúinn að gleypa alveg hráa túlkun þeirra  Bjarna Ármanssyni, Hauks Leósonar og Hjörleifs Kvarans á því sem fram fór á  fundinum á heimili Vilhjálms. þeir eru sjálfir í nauðvörn í málinu.  Þeir verðlögðu og seldu sjálfum sér eigur almennings.

Sigurjón Þórðarson, 15.10.2007 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband