Orð gegn orði - pólitísk staða Vilhjálms veikist

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Það eru mjög margar spurningar sem standa eftir Kastljósið í kvöld þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, og Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, töluðu í tvær áttir um einkaréttarmálið fræga. Það er orð á móti orði og allir spyrja sig um það hvor þeirra sé að ljúga, eða öllu heldur færa hlutina í vitlaust samhengi. Nema þá að báðir séu að segja satt og einhver hafi misskilið hlutina. Erfitt um að segja.

Stærstu tíðindin eru augljós ágreiningur Vilhjálms og Hauks Leóssonar, fráfarandi stjórnarformanns OR, í málinu. Haukur hefur tekið að öllu leyti undir frásögn Bjarna á málinu. Eins og flestir vita er Haukur enginn venjulegur maður úti í bæ heldur lykilpersóna á borgarstjóraferli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Hann spilaði stórt hlutverk í innsta hring hans í aðdraganda prófkjörsins í nóvember 2005 þar sem VÞV sigraði GMB og hlaut að launum sæti sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn OR eftir kosningarnar 2006 og varð stjórnarformaður eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson varð heilbrigðisráðherra. Það er alveg ljóst að það að Haukur staðfesti ummæli Bjarna breytir miklu.

Það er ekki hægt að sjá annað en að algjör vinslit hafi orðið með Vilhjálmi og Hauki vegna REI-málsins. Varla staðfesti Haukur frásögn Bjarna ef væri fullur vinskapur á milli þeirra fornu félaga. Staða Vilhjálms Þ. hefur klárlega veikst mjög. Það held ég að sé óhætt að segja. Hann lítur mjög undarlega út í þessu máli eftir atburði dagsins. Annaðhvort er hann að segja satt eða ljúga. Í öllu falli má fullyrða að hann hafi ekki staðið sig í stykkinu, í fyrra lagi ekki kynnt sér gögn í málinu sem voru til staðar eða ella að reyna að firra sig ábyrgð. Hvort tveggja lítur mjög illa út að mínu mati og veikir stöðu hans.

Það er vandséð að Vilhjálmur Þ. verði sterkur leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur úr þessu. Það hefur of margt gerst og gengið á milli aðila til að bætt verði úr. Það má vissulega hugleiða það hvort að allir mennirnir hafi saman fallist á sögu til að ráðast að borgarstjóranum og ganga frá honum í staðinn fyrir að taka sökina á sig. Það má vera, en samt sem áður verður ekki sagt annað en að hafi borgarstjórinn ekki getað fylgst með málinu úr starfi sínu, sitjandi á öllum upplýsingum, hafi hann einfaldlega ekki verið að vinna vinnuna sína. Það verður erfitt fyrir hann að ná styrk eftir þetta.

Mér fannst Vilhjálmur koma mjög illa út úr Kastljósinu í kvöld - hann hafði aldrei yfirhöndina í samtalinu. Það er vissulega ömurlegt að sjá Vilhjálm Þ. í þessari stöðu. En hinsvegar finnst mér hann hafa veikst það mjög að vandséð verði að úr verði bætt. Ég tel að atburðarás dagsins verði örlagarík. Það er í sjálfu sér einfalt mál. Mér finnst persónulega erfitt að trúa því að borgarstjórinn hafi verið eyland í málinu með fornvin sinn og lykilfélaga sem stjórnarformann Orkuveitunnar og alla þræði borgarmálanna í hendi sér.

Það er ekki hægt að segja annað en að Vilhjálmur hafi ekki vitað hvað hann var að gera ef hann var ekki með á atburðarásina. Og í sjálfu sér eru það nógu vond tíðindi fyrir hvaða stjórnmálaflokk að vinna úr með leiðtoga sinn. Ég get ekki séð að Vilhjálmi Þ. sé sætt lengur í sinni stöðu. Því miður, en það er bara þannig.

mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvor hefur meiri hagsmuni að verja VÞV eða Bjarni Ármannsson?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.10.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nokkuð ljóst að Villi er að detta út pólutískt séð, en ekki líst mér vel á ungliðagengið sem átti að standa með honum í borgarstjórn, held reyndar að það eigi eftir að koma fram mál sem munu vinna gegn Binga og fleirum sem nú halda að þeir standi með pálmann í höndunum.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 00:58

3 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

sex ára bekkur sjálfstæðisflokksins...heldur svona misþroska lið

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 16.10.2007 kl. 02:47

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrstu viðbrögð mín eftir Kastljósþáttinn voru Villa í óhag en svo fór ég að hugsa: Þetta var mjög langur fundur heima hjá Villa, engin ritari, ekkert bókað. Bjarni segist hafa sýnt Villa uppkast á blaðsnepli að samningi sem átti eftir að gera. Það má vera að það sé rétt, en er kannski aukaatriði fundarins vegna þess að þetta var langur fundur og alls ekki hægt að ætlast til að Villi muni allt. Bjarni og vinir komu með trompið eftir viðtalið við Villa í Mogga.

Það er ekki hægt að ætlast til að einn maður muni allt sem fer fram á löngum fundi  og ég veit ekki betur en að til sé þetta fína ráðhús við Tjörnina með starfsfólki og alles svo einn borgarstjóri þurfi ekki að leggja alla borgina á minnið og hvern tittlingaskít einhverja kalla út í bæ.

Bjarni og félagar hefðu alveg eins getað sagt eitthvað við Villa á einhverjum bar, nú eða við pissuskálarnar þar fyrir innan. Borgarstjórinn á ekki einu sinni að þurfa að svara ásökunum.

Þetta minnisblað hefði átt að vera í ráðhúsinu en þaðan á stjórna borginni en ekki úr heimahúsum.

Seinnipartinn í dag mun þessum samningum verða rift. Ef ekki, verður að boða til kosninga í Reykjavík, það er eina leiðin út úr ógöngunum og nú voru þær fréttir að berast að konur í frjálslynda flokknum hafi lýst vantrausti á Margréti Sverrisdóttur.

Boðum til kosninga, ég er með smá könnun á minni heimasíðu.

Með fyrirfram þökk.

Benedikt Halldórsson, 16.10.2007 kl. 09:41

5 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Það er satt sem þú segir að það að Haukur Leósson staðfestir það sem Bjarni Ármannsson segir breytir miklu. Sko - ef Vilhjálmur vissi ekki um 20 árin þá er hann í vondum málum - ef hann vissi um 20 árin þá er hann líka í vondum málum.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 16.10.2007 kl. 11:00

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Var að hlusta á Kastljós á netinu.

Þar kemur fram, að Bjarni, Haukur og Hjörleifur, segja Villa skrökva.

Bjarni segir að hann hafi verið SÓTTUR út í bæ, til að veita fyrirtækinu forstöðu.  Hann segir þar, að hann hefði EKKERT VERIÐ AÐ SKOÐA orkufyrirtæki.  Þetta er þvert á viðtöl við sama Bjarna, um framtíðina EFTIR bankastjórastörf hans.  ÞAr segir han EINMITT að orkumálin væru afar spennandi.  Hvernig stemmir þetta?

Núverandi Húsbændur Bjarna eru þeir sömu og voru í Glitni, er það alveg óvart????

Bjarni segir að sum mál sem spurt var um, ,,hafi bara komið upp" í samtölum en MUNDI EKKERT hverjir hafi lagt til. 

Svo er annað, Bjarni segir ekki satt, þegar hann segist hafa keypt í fyrirtækinu.  Hann kaupir í NAFNI hlutafélags í hans eigu.

ÞAð er ámælisvert af ha´lfu starfsmanna Rvíkur og í raun óheimilt, að aðstoða við skatta-hagræðingu.

Haukur og Hjörleifur stóðu að þseeu að hluta sem starfsmenn og eru að verja verulega starfshlunnindi sín.

Svo er annað sem gerir yfirlýsingu þremenningana ótrúverðuga en það er ráðabrugg manna um, að komast yfir eigur annarra sveitafélaga í gegnum kaup OR á HS.  Það segir manni aðeins eitt.

Geysir Green vildi komast MEÐ BEINUM HÆTTI  að einokunarsamningum við notendur orkunnar, --almennings,-- með líkum hætti og útrásar-riddararnir gera í bönkunum, sem sumir þeirra eignuðust með svona og svona hætti.

Þetta heitir á fagmáli, að hafa ÖRUGGT BAKLAND.

Nei Stebbi minn, frekar trúi ég Viljhjálmi en oliörkunum íslensku.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.10.2007 kl. 11:16

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin og hugleiðingarnar.

Bjarni: Staða Vilhjálms er orðin óverjandi. Ég sé mér persónulega ekki fært að verja hann og tel að hann eigi að taka pokann sinn.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.10.2007 kl. 13:22

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ekki hægt að boða til kosninga til sveitastjórna. Ef menn hafa brugðist trausti og menn vilja breytingar þá segja hinir seku af sér og varamenn taka við. Það eru 30 manns á hverjum lista og nógir til að taka við.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.10.2007 kl. 13:51

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er hugsanlegt, að staða Vilhjálms sé ekki líkeg til sigurs í einu né neinu, hinu er ég ekki sammála þér, að hún sé óverjandi.

Ef einhver er í óverjandi stöðu, gefur sá, sem það segir um viðkomandi í ljójs þa´skoðun, að um ámælislega hegðan eða vítaverða hafi verið að ræða.  Svo var ekki í tekfelli Vilhjálms og bið ég þig huga að tilurð og framgangi persóna og stórleikenda í þessu máli öllu.

 Bendi á, hve menn voru fljótir til, --jafnvel grunsamlega fljótir, --að afneita því, sem fyrrum stjórnarmaður hafið til málana að leggja í fréttatíma RUV í hádeginu.  Var varla búinn að sleppa orðinu fyrr en allskonar pappirar spruttu upp úr skúffum uppi á Bæjarhálsi til að véfengja orð hans.

Mjög svo athyglivert.

Miðbæjaríhaldið

Þekkir Villa EKKI þannig, að hann geti talist ljúgfróður

Bjarni Kjartansson, 16.10.2007 kl. 14:37

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hann tapaði borginni - einfalt hann á að axla ábyrgð á því og segja af sér.

Óðinn Þórisson, 16.10.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband