Pólitískt sjónarspil í Orkuveitu Reykjavíkur

Bingi glottir við tönn Það vekur athygli að vinstrimeirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að skipta kjörnum fulltrúum sínum út fyrir trúnaðarmenn er nefnd leidd af Svandísi Svavarsdóttur verður að störfum. Hlýtur þetta að teljast pólitískt sjónarspil, enda er þegar tilkynnt með þessari yfirlýsingu að því loknu verði Sigrún Elsa Smáradóttir, starfandi borgarfulltrúi, stjórnarformaður Orkuveitunnar út kjörtímabilið og væntanlega Björn Ingi Hrafnsson aftur varaformaður.

Samkvæmt þessu verður Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrum þingflokksformaður Samfylkingarinnar, stjórnarformaður Orkuveitunnar í stað Hauks Leóssonar, og Jón Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, varaformaður í stað Björns Inga Hrafnssonar. En þetta er auðvitað bara tímabundin ráðstöfun og er varla hægt að lesa þetta út nema sem sjónarspil - tilraun til að kasta vænum skammt af glimmer í augu kjósenda. Eðlilegra hefði verið að skipa þessa fulltrúa án þess að nefna annað í þeirri stöðu. Er þetta ekki bara leiktjaldapólitík? Það er freistandi að líta svo á.

Það verður reyndar fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessari nefnd undir forystu Svandísar Svavarsdóttur. Þykir mér benda til þess að meirihlutinn hafi fyrirfram ákveðnar niðurstöður tilbúnar til taks, það sést af því að þegar er tilkynnt að stjórnarmenn meirihlutans sem sátu í stjórn Orkuveitunnar er umdeildur samruni var staðfestur með enn umdeildari kaupréttarsamningum og greiddu atkvæði með þeim sitja áfram á þeim stólum. Í sama ljósi og krafið er útskýringa á ummælum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fyrrum borgarstjóra, á einkaréttarsamningum er rétt að leita viðbragða um hvenær það hafi vitað af þeim siðlausa gjörningi til 20 ára.

Það er fá teikn um það að umdeildum málum í Orkuveitunni sé lokið. Í því ljósi vekur athygli að svona sjónarspil sé lagt fram, þar sem trúnaðarmönnum meirihlutaaflanna er stillt sem dúkkum fyrir borgarfulltrúa meirihlutans meðan að rykið í REI-málinu á að setjast.

mbl.is Bryndís Hlöðversdóttir nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslensk pólitík er viðbjóðsleg, það er eiginlega ekkert annað orð sem kemur í hugann.

Alveg sama í hvaða flokki menn eru eigin hagsmunir eru alltaf ofaná. Menn skipta um flokka ef það hentar þeim á einhverju augnabliki.

Stóryrt gífuryrði eru algeng sé fólk í stjórnarandstöðu, svarnir andstæðingar fallast grátandi í faðma, séu stólar og lyklavöld í boði.

Svarnir andtæðingar sem froðufella ofaní hvorn annan fyrir framan myndavélar, hittast skælbrosandi í veislum sem bestu félagar að kvöldi dags.

ENGINN vílar sér að stela (löglega) almannafé, lygar og undansnúningur regla frekar enn hitt.

Hagsmunapotið er slíkt að óhæfir gæðingar og venslafólk raðar sér á garðana í taumlausri græðgi með það að hugsjón að taka sem messt af kökunni á meðan mögulegt er.

Það er engann veginn, ekki með nokkru móti hægt að treysta orði sem kemur af vörum íslensk stjórnmálamanns, það hafa þeir sannað sjálfir svo ekki sé er um villst.

Löngum hefur þetta upptalið hér að ofan loðað við Framsóknarflokkinn en þegar að hagsmunir fólksins sjálfs eru ofaná eru menn nákvæmlega ekkert flokksbundnir sbr eftirlaunafrumvarpið góða. Þá hreinlega hvarf alþingi meir og minna og enginn fannst til viðtala, alveg sama í hvaða flokk menn voru.

Hvernig er hægt að treysta svona fólki ????

Getur einhver bent mér á það.

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband