Kristján stendur vörð um flugvöll í Vatnsmýrinni

Kristján L. Möller Það er ánægjulegt að Kristján L. Möller, samgönguráðherra og leiðtogi Samfylkingarinnar hér í Norðausturkjördæmi, talar með afgerandi hætti máli þess að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Ekkert hefur því breyst þrátt fyrir að flokksbróðir hans, Dagur B. Eggertsson, hafi tekið við embætti borgarstjóra. Flugvöllur í Reykjavík hefur verið mikilvægur fyrir landsbyggðarfólk, enda ein sterkasta samgöngutenging landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Passað verður greinilega upp á það á vakt Kristjáns.

Það er reyndar augljóst að ágreiningur er innan vinstrimeirihlutans í Reykjavík um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, eins og birtist í svörum við spurningum DV um málið í dag. Þar eru tvær til þrjár skoðanir hið minnsta. Oddaatkvæðið Margrét Sverrisdóttir, forseti borgarstjórnar, talar mest afgerandi í þessum efnum en hún vill ekki færa völlinn og stendur þar með vörð um stefnu F-listans úr kosningunum 2002 og 2006. Framsókn talar enn um flugvöll á Lönguskerjum og aðrir eru óvissari, þó hinir tali um tilfærslu eitthvað innan borgarmarkanna.

Það er öllum ljóst að landsbyggðarmaðurinn Kristján L. Möller talar afgerandi á vakt sinni í samgönguráðuneytinu rétt eins og forverar hans, Halldór Blöndal og Sturla Böðvarsson. Það gerir hann þó að skoðunin sé mjög áberandi andstæð því sem frá höfuðborgarfulltrúum Samfylkingarinnar kemur, t.d. borgarstjórans og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, alþingismanns og fyrrum borgarstjóra, svo aðeins nokkur séu nefnd. Það vakti athygli að ekki fékkst afgerandi flokksstefna í flugvallarmálum á síðasta landsfundi Samfylkingarinnar og væntanlega er málið ekki þagnað þar.

mbl.is Samgönguráðherra vill ekki færa Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Það heimskulegast sem ég heyri er þegar fólk er að verja flugvöll inn í miðbæ Reykjavíkur. Það eina sem getur hamlað þeirri útþennslu sem höfuðborgarsvæðið er í að losna við þetta skrýmsli. Ég hef heldur aldrei náð því afhverju má ekki flytja flugvöllin til Keflavíkur. 

Ég var að koma frá NY sem er oft bent á að það sé flugvöllur í borginni þar, en málið er að það er svipuð vegalengt frá Manhattan, Bronx, Queens og Bronx og hún væri til Keflavíkur. 

Flugvöllur verður að fara, til þess að það verði byggilegt í borginni.. 

Ingi Björn Sigurðsson, 17.10.2007 kl. 20:38

2 identicon

Ef flugvöllurin fer þá verður að flitja sjúkrahús allra landsmanna nær flugvellinum. Allment eru sjúklingar ekki fluttir með þyrlum heldur flugvélum með jafnþrístibúnaði og er  þar verið að hugsa um velferð sjúklinganna.

Halda Reykvíkingar virkilega að umferðavandin minnki eitthvað við að flitja flugvöllin og þétta bigðin ennþá meira þar sem umferðavandin er hvað mestur?

Gísli (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:55

3 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Mikið er heimskulegt þegar fólk heldur því fram að flugvöllurinn hamli útþennslu borgarinnar, held reyndar að Ingi hafi átt við, "þróunn borgarinnar".  Skipulag borginnar tekur ágætlega tillit til flugvallarins, það er ekkert í skipulaginu sem kallar á að flugvöllurinn fari, þvert á móti styrkir hann miðborgina og reyndar alla borgina. 

Núna á ég heima í Orlando og það eru þrír flugvellir í borginni, einn risavaxin í suðurhluta þar sem flugumferin er gríðarleg.  Einn í miðborginni sem hýsir einkaflug og kennsluflug, þarna er margfalt meiri umferð en í henni Reykjavík.  Svo er einn við norðurmörk Orlando, vollurinn er í Sanford og þar lendir Icelandair. Þessir vellir eru lífæð ferðamanna til og frá Orlando, engum dytti sú vitleysa að flytja þá eitthað.   Jaja, nenni ekki að tala um þetta vitlausa mál.

mbk. mundi 

Guðmundur Jóhannsson, 17.10.2007 kl. 22:47

4 identicon

Merkilegt hvað fólk getur gleymt því að það er sjúkrahús í Keflavík og svo væri alveg hægt að koma gamla sjúkrahúsinu aftur í gang á varnarsvæðinu. Vissulega er það ekkert nema útveggir en er hins vegar ákaflega nálægt flughlaðinu á þann hátt sem Reykjavík getur aldrei toppað. En að sjálfsögðu yrði það ekki langlegudeild fyrir fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni heldur bara móttökuspítali. Ekki má gleyma því að gamla varnarsvæðið á ekki eftir að minnka og hugsanlega með tímanum er alveg hægt að réttlæta heilt sjúkrahús þarna með allri hefðbundinni starfsemi.

Sigurbjörn Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 23:11

5 identicon

Vilt þú Sigurbjörn sem sagt flytja alla þjónustu landspítala og fleiri aðila til Keflavíkur? Gerir þú þér einhverja grein fyrir því hversu margt fólk er sent utan af landi til Reykjavíkur bara til að leita sér lækninga eða fara í ýmsar rannsóknir? Ég sé ekki að sá kostnaður og fyrirhöfn sem því fylgir minki ef flugvöllurinn verður fluttur. Reykvíkingar verða bara að átta sig á því að það eru ekki bara kostir sem fylgja því að vera höfuðborg heldur líka skyldur. Því nógu mörg störf skapast þarna í kringum stjórnsýslu og annað sem þarf að vera í góðri tengingu við allt landið.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 00:37

6 identicon

Furðuleg ummæli um sjúkraflug og sjúkrahús hér að framan. Merkilegt hvað sumir geta líka gleymt því að það eru sjúkrahús á landsbyggðinni- víðar en í Keflavík! Hvers vegna ætti að fljúga með sjúkling frá Akureyri þar sem er öflugt sjúkrahús til Keflavíkur á mun minna og ófullkomnara sjúkrahús? Hátæknisjúkrahúsinu sem byggja á í Reykjavík er þjónustustofnun alls landsins og það skerðir einfaldlega heilbrigðisöryggi fólks á landsbyggðinni að flug verði fært til Keflavíkur frá Reykjavík.  Því það er nú bara staðreynd að þrátt fyrir sjúkrahús á landsbyggðinni, að Keflavík meðtalinni, þarf að flytja fólk og oft í bráðatilvikum á tæknivæddasta sjúkrahús landsins utan af landi til að bjarga mannslífi. Um þetta er mjög nýlegt dæmi af bílslysi á norðausturhorni landsins.

Annað sjónarmið kemur fram hér í ummælum og það er þessi yfirborðskennda umræða um að Reykjavík sé óbyggileg með flugvöllinn í Vatnsmýri! Sé nú ekki betur en þetta mesta þenslusvæði landsins til fjölda ára lifi ágætu lífi og hafi enn ágæta uppbyggingar- og vaxtarmöguleika. Ef fólk vill endilega finna eitthvað eitt atriði sem er að gera útaf við höfuðborgina þá er það bílaumferðin og umferðarmannvirkin. Uppbygging í Vatnsmýrinni yrði ekki til að bæta þar úr - nema síður væri.

Jóhann Ólafur Halldórsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband