Valsmenn sigursælir á uppskeruhátíð boltans

Valsmenn fagnaÞað kemur sannarlega ekki að óvörum að Valsmenn séu sigursælir á uppskeruhátíð fótboltasumarsins. Þetta var sumar Vals að öllu leyti. Þeir tóku Íslandsmeistaratitlana í bæði karla- og kvennaflokki. Sigur þeirra í karlahlutanum hlýtur að teljast sætasti sigur Vals árum saman, en þeir höfðu ekki orðið Íslandsmeistarar í tvo áratugi. Helgi Sigurðsson stóð sig mjög vel í sumar og á sannarlega skilið titilinn knattspyrnumaður ársins.

Willum Þór Þórsson er vel að því kominn að vera þjálfari ársins, hann leiddi Val loksins til titilsins langþráða. Þetta er sami maður og leiddi KR til tveggja Íslandsmeistaratitla í upphafi aldarinnar en var svo rekinn þegar á móti blés sumarið eftir síðasta titilinn sem félagið hefur unnið. Hann hefur nú risið upp aftur í bransanum og er orðinn einn af þeim bestu enn og aftur. Þeir í Vesturbænum naga sig eflaust í handarbökin fyrir að reka Willum Þór á sínum tíma.

Það er virkilega ánægjulegt að sjá að Rakel Hönnudóttir sem spilar hér fyrir Þór/KA hafi verið valin sú besta í kvennaliðinu. Ánægjulegur áfangi fyrir hana. Óska henni til hamingju með það sem og öllum afreksmönnum sem fengu verðlaun í kvöld.


mbl.is Helgi og Hólmfríður kjörin leikmenn ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já það vekur vægast sagt athygli Ninni, mjög merkilegt að framhjá henni hafi verið farið í valinu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.10.2007 kl. 00:52

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef þetta er rétt er illa komið fyrir íslenskum kvennafótbolta.

Það er sannarlega kalt á toppnum - öfundin er gríðarleg.

Áfram Valur.

Óðinn Þórisson, 20.10.2007 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband