Pressan fær aldrei nóg af Britney Spears

Britney Spears Það líður varla sá dagur að ekki sé fjallað um hina útslitnu glamúrgellu Britney Spears í fjölmiðlum. Held að ást pressunnar á henni sé að fara úr böndunum. Manneskjan má varla stíga eitt skref út úr húsi án þess að hún sé hundelt um allt. Þetta hlýtur að vera alveg gjörsamlega skelfilegt líf sem hún lifir. Frægðin getur verið mjög dýrkeypt, ætli að Britney sé ekki að verða fyrsta flokks dæmi um það.

Annars er það litla sem heitir orðið líf hjá Britney komið í rúst. Hún er búin að missa börnin vegna óreglu og glyðrulífernis og er á hraðferð að mér sýnist til glötunar. Það er varla stórfrétt fyrir hana að keyra á fótinn á þessum ljósmyndara, enda hafa ljósmyndarar elt hana um allt og eru mjög aðgangsharðir í því markmiði að ná myndum. Annars skilur maður ekki þennan endalausa áhuga, þetta er held ég að enda sem manía hin mesta.

Það verður eflaust áhugavert fyrir einhverja að sjá hvað gerist næst í lífi þessarar konu á þrítugsaldri, en ég vona að fólk leyfi henni að lifa sínu lífi bara í friði.

mbl.is Britney ók yfir fótinn á ljósmyndara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Útslitnu? Glyðrulíferni?

Finnst þér þetta viðeigandi orðalag um manneskju sem þú þekkir ekki neitt?

Svala Jónsdóttir, 19.10.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er sú ímynd sem stendur eftir því miður Svala. Britney hefur verið ljósmynduð á skallanum nærbuxnalaus og hefur misst alla stöðu sína í poppbransanum. Börnin hefur hún misst vegna vonds lífernis. En auðvitað vonum við öll að Britney hressist og verði sú fyrirmyndarmamma og eðlileg poppsöngkona sem fólkið í kringum hana er að vonast eftir. En því er ekki að neita að Britney er á hraðri leið til glötunar. Þetta er sorgarsaga í beinni því sem næst.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.10.2007 kl. 23:30

3 identicon

Tja það er samt erfitt að fullyrða að hún sé á leið til glötunar, þó það sé alveg augljóst að hún sé í mikilli niðursveiflu.

Þetta gæti jafnvel verið gott fyrir framan ef maður lýtur á heildarmyndina, ef hún  vill verða talin legend þá þarf helst að vera niðurpunktur sem hægt er að fjalla um í "Behind The Music" þáttunum Elvis, Michael Jackson, Marilyn Monroe, Tina Turner og fleiri munu gleymast seint.

Geiri (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband