Golfferð verður að golflausri fjölskylduferð

Airplane (kvikmyndalógó) Það eru alltaf vonbrigði þegar að farið er í flugferð og maður áttar sig á því er áfangastað er náð að farangur af einhverju tagi vanti. Ég hef upplifað það, en ég fór einu sinni í utanlandsreisu og vantaði aðra töskuna mína. Mér var síður en svo hlátur í huga þegar að ég barðist fyrir því að fá töskuna sem vantaði, sem tókst reyndar eftir japl, jaml og fuður að finna á vissum stað. Það var lítið um hlátur í huga mér þann daginn. En töskuna fékk ég eftir vissa baráttu.

Mér finnst Ólafur golfari ótrúlega brosmildur yfir því að hafa misst af golfinu úti í Bandaríkjunum, vera í golflausri fjölskylduferð vegna þess að hann fékk ekki golfsettið sent út. Ég er einn þeirra sem hef aldrei fundið mig í golfinu algjörlega. Hef þó prófað það og haft gaman af. Eflaust kemur þetta með aldrinum.

Þekki ansi marga golfara sem myndu verða rauðari í framan en Rúdolf með rauða trýnið yfir að fara í golfferð án settsins en Ólafur tekur þessu greinilega af ró, enda er svo margt hægt að gera á Flórída. Sannarlega yndislegur staður.

mbl.is Icelandair skildi 30 golfsett eftir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Það er sannarlega skrítið að sjá fólk skrifa um það á öðrum síðum að þetta hafi verið gott mál vegna þess að úr varð fjölskylduferð. Þetta er forræðishyggja í botn að þykja þetta atvik gott. Forræðishyggjunni er ég á móti enda Sjálfstæðismaður.

Mér finnst þó allt of mikið um þetta mál fjallað og það er ekki merkilegt en er þó matur blaðamanna vegna þess hve lítið er að gerast á Íslandi þessa dagana.

Auðbergur Daníel Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 25.10.2007 kl. 16:33

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Er alveg sammála þér um það Aubbi að það er undarlegt að þykja það gott að manninum vanti golfsettið. Það er alvarlegt mál þegar að flugfélögin klikka á því einfalda atriði að flytja farangurinn með manni sjálfum. Hef upplifað það og varð rauður af reiði og fékk mitt eftir vissa baráttu, enda á maður ekki að vera glaður fyrr en að allt dótið er komið í hendur manns eftir flugið. Annars virðist hann skemmta sér vel úti og það er fyrir öllu svosem. Flórída er alveg yndislegur staður og það leiðist engum þar. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.10.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband