Glæsileg viðbygging við Grand Hótel

Nýbygging Grand Hótel Það er ekki hægt annað en að óska Grand Hótel innilega til hamingju með glæsilegan hótelturn sinn og um leið viðbyggingu við eldri hluta hótels síns í Sigtúninu. Ég gisti í nýja hlutanum í apríl þegar að ég sat landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þá var auðvitað allt mjög hálfkarað og var erfitt að komast niður í lobbý, þurfti að fara úr gömlu byggingunni og tengjast á þriðju hæð við lyftu nýja hlutans, enda auðvitað ekki búið að tengja efstu hæðirnar við þær neðri og nýja lobbýið.

Þá var viss hluti herbergja var til og ég var svo heppinn að gista á fimmtu hæðinni. Aðbúnaður allur er þarna eins og best verður á kosið og sannarlega er Grand Hótel orðið enn glæsilegra hótel en áður. Þegar að ég var þarna í apríl var vinna í fullum gangi við lobbýið og sást þá þegar hversu glæsilegt þetta yrði. Glerlistaverkin setja sterkan svip á viðbygginguna og þar nýtur glæsilegt handbragð Leifs Breiðfjörð sín mjög vel.

Sannarlega glæsileg viðbygging og með þessu er Grand Hótel orðið stærsta hótel landsins og ber þann titil sannarlega með sóma.

mbl.is Stærsta hótel landsins formlega opnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á nýbyggingum og af þeim myndum sem ég hef séð af Grand Hótelieftir breytingar eru mjög góðar og anddyrið er með gæsilegasta móti. Ég er mikill áhugamaður um arkitektúr og tók um daginn þátt í opinni listaverkasamkeppni sem ekki er enn búið að velja úr í seinni áfanga, auk þess að hafa hannað fjöldamörg hús með aðstoð Google SketchUp.

Ég á mér eina uppáhaldsbyggingu í heiminum og það er óperuhúsið í Sidney, Ástralíu. Óperuhúsið í Kaupmannahöfn er einnig stórglæsilegt, því miður hef ég ekki farið inn í það en séð það oft með berum augum (nú síðast í sumar) enda tíður gestur í Danmörku, hef farið þangað sjö sinnum. Á Íslandi er hins vegar nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið mitt uppáhald, en einnig er nýi Smáratorgsturninn stórglæsilegur.

Auðbergur D. Gíslason

Auðbergur Daníel Gíslason, 26.10.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Aubbi

Já, þetta er alveg stórglæsilegur hótelturn. Var virkilega gaman að gista þarna í apríl, þó ekki væri allt til. Þetta er rosalega flott viðbygging að öllu leyti, herbergin mjög flott.

Þegar að ég var í Ástralíu í denn skoðaði ég sérstaklega óperuhúsið í Sydney, enda eigum við það sameiginlegt að hafa dáðst mikið af því. Algjörlega frábært hús, tákn borgarinnar og er bara ein fallegasta bygging sögunnar. Algjörlega tímalaus bygging sem passar alltaf vel við. Óperuhúsið í Köben er mjög flott, alveg sammála því. Köben er reyndar alveg yndisleg borg, klikkar aldrei að fara þangað :)

Líst vel á þessar nýju byggingar. Turn Smáralindar setur skemmtilegan svip á höfuðborgarsvæðið og er svona orðið kennileiti Kópavogs að vissu marki með kirkjunni. Verður gaman að sjá tónlistarhúsið í rvk rísa, líst vel á teikningarnar og tel að það verði glæsilegt að öllu leyti. Setur flottan svip á svæðið og verður tignarlegur hluti miðborgarinnar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.10.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Já ég lagðist í það um daginn eina kvöldstund að skoða teikningar tónlistarhússins og það er vel hannað og kemur skemmtilega út.

Gaman að einhver annar hafi sömu skoðanir og ég á þessu.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 26.10.2007 kl. 23:12

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hef alltaf haft gaman af að stúdera fallegar byggingar og pæla í þeim. Fallegur arkitektúr klikkar aldrei.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.10.2007 kl. 23:17

5 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég er búin að hann þau ófá húsin auk þess að gera ýmislegt annað. Núna síðast í gær að gera tillögu að merki fyrir hótel sem ég var að vinna í sumar og vinn sennilega aftur í næsta sumar. Sendi þér myndir e-n tíman við tækifæri ef þú hefir áhuga.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 26.10.2007 kl. 23:21

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gott mál. Alltaf gaman að stúdera það sem er huganum næst. Ætlarðu þér að verða arkitekt? Hvað ertu að hugsa um að stefna á eftir grunnskólann? Hvaða hótel varstu að vinna á?

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.10.2007 kl. 23:37

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Spurning um list,er ekki mikið af þessari byggingalist bara snopp/Pæling HallI gamli

Haraldur Haraldsson, 26.10.2007 kl. 23:41

8 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Vann í Lundi eða var öllu heldur að hjálpa til þar því bróðir pabba er með það þetta sumar og tvö næstu þetta er í skólanum í Lundi. Lundur er rétt við Ásbyrgi. Eftir grunnskólann er ég að hugsa um að fara í arkitektinn. En minn æðsti draumur er að vera kjörinn á alþingi.

Auðbergur Daníel Gíslason, 27.10.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband