Vilhjálmur Þ. mætir ekki á afmælisfund borgarráðs

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Það hefur vakið mikla athygli að hvorki Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, né forverar hans á borgarstjórastóli innan Sjálfstæðisflokksins ákváðu að mæta í hóf í kjölfar fimm þúsundasta borgarráðsfunds Reykjavíkurborgar í Höfða í gær. Vilhjálmur Þ. situr í borgarráði nú og hefur setið yfir þúsund borgarráðsfundi, lengst af sem borgarfulltrúi og að auki borgarstjóri í 16 mánuði, og hefur verið í ráðinu stærstan hluta 25 ára ferils síns í borgarstjórn Reykjavíkur.

Í hófið var öllum borgarstjórum Reykjavíkur boðið og þótti áberandi að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrum seðlabankastjóri, Markús Örn Antonsson, sendiherra, og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, mættu ekki og fjarvera Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, sem situr í ráðinu eins og fyrr segir, var hróplega áberandi. Hinsvegar mættu allir borgarstjórar vinstritímans í Reykjavík nema Þórólfur Árnason. Birst hafa myndir af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, Agli Skúla Ingibergssyni, fyrsta vinstrisinnaða borgarstjóranum í Reykjavík, og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, alþingismanni, að ræða á léttu nótunum við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra.

Þarna var líka Alfreð Þorsteinsson, guðfaðir nýja vinstrimeirihlutans í Reykjavík og fyrrum stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta virðist af myndum að dæma fyrst og fremst hafa verið hóf nýju valdhafanna. Þar voru sjálfstæðismenn lítið sýnilegir og virðast hafa sniðgengið afmælisstund borgarráðsins í Höfða.

mbl.is Óvæntar tengingar komu í ljós á hátíðarfundi borgarráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fór ekki Vilhjálmur í sólarfrí og er þar enn? Ef svo er þá er nú varla hægt að agnúast út í það að hann kom ekki heim. 

Þórður Óskarsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Kristján Björnsson

Jú það er víst þannig að hann komst loksins í frí á Kanarí. Hann átti það inni og vel það.

Kristján Björnsson, 26.10.2007 kl. 15:06

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Vilhjálmur fór já, að mér skilst í sólarfrí. Það hefur mikið gengið á hjá honum og það er skiljanlegt að hann hafi viljað komast í burt. Hinsvegar er fjarvera borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins, allra þeirra, mjög áberandi. Vilhjálmur hefur allra núverandi borgarfulltrúa lengst setið í borgarráði og á þar yfir þúsund fundi að baki. Fjarvera hans vekur allavega athygli þegar að haldið er upp á afmælið. En í og með er líka skiljanlegt að hann hafi viljað kúpla sig út úr önnum og erfiðleikum síðustu vikna.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.10.2007 kl. 15:39

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fjarvera þeirra allra undirstrikar álitið á núverandi bræðingi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.10.2007 kl. 15:48

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Alveg sammála þessu mati Heimir.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.10.2007 kl. 15:50

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Það er náttúrulega engin gleði með þennan nýja BDSM meirihluta.

Allir þar eru handjárnaðir og múbundnir og láta örugglega stíga ofaná sig.  Fer að finnst það gott að láta pína sig til þess að samþykkja eitthvað bara til þess að halda þessu samstarfi saman.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.10.2007 kl. 17:26

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi...þú veist hvar í flokki Egill Skúli Ingibergsson sem þú kallar fyrsta vinstrisinnaða borgarstjóran ? Þú manst ... hann var bara ráðinn til starfa sem starfsmaður og flokksskírteinið hans var annarsstaðar ;-)

Jón Ingi Cæsarsson, 26.10.2007 kl. 18:26

8 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Algjörlega sammála Heimi og Stebba,  ekki myndi ég vilja vera í boði með svona mönnum gæti átt það á hættu að spillIngi eitri drykinn minn. Mér kemur ekki á óvart að Vilhjálmur Þ. hafi ekki mætt enda er hann úti og á það sko skilið að slaka á, enda hart búið að takast á í borginni.

Auðbergur Daníel Gíslason, 26.10.2007 kl. 18:40

9 identicon

Undirstrikar þetta ekki aðallega hversu tapsárir Sjálfstæðismenn eru fyrir að tapa meirihlutanum? 

5.000 er tala sem vel þess er virði að halda upp á og það skal enginn segja mér annað en að Árni, Markús, Davíð og Birger hefðu mætt ef það væri ennþá hægri stjórn.

Fjarvera þeirra allra lýsir bara innra eðli þessara manna!

Steingrímur (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 21:03

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Árinni ræður illur ræðari/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.10.2007 kl. 23:53

11 identicon

Eru þeir fyrrum borgarstjórar Sjálfstæðisflokksins of góðir að mæta í veislu einfaldlega vegna þess að þeir sitja nú í minnihluta, þegar lýðræðislega kjörinn meirihluti situr við völd (já lýðræðislega kjörinn, meirihluti borgarbúa valdi þá flokka sem nú sitja í borgasrstjórn)? Ég vil þó benda á að ef vel er að gáð má sjá fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þessum fundi, m.a. Ólaf Thors, svo greinilegt er að borgarstjóraefnin séu bara í fýlu. Húrra fyrir tapsárum! Auðvitað má Vilhjálmur fara í frí, hann að þá svo sannarlega skilið, vildi bara óska að hann hefði gert meira af því og þá lengri og lengri frí í hvert skipti.

Skúli Arnlaugsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband