Er Inga Jóna valdamesta kona landsins?

Inga Jóna ÞórðardóttirÞað vekur athygli að Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, hefur verið skipaður formaður bygginganefndar hátæknisjúkrahúss - sem tekur við verksviði nefndar sem Alfreð Þorsteinsson, guðfaðir vinstrimeirihlutans í Reykjavík, stýrði áður með fyrrnefnda Ingu Jónu sem varaformann. Það mun því vera hlutverk Ingu Jónu að leiða verkefnið, sem heldur áfram að því er virðist óbreytt og af sama krafti og áður var en undir verkstjórn sem nýr heilbrigðisráðherra treystir á.

Það hefur verið rætt um það um nokkuð skeið hvort að Inga Jóna Þórðardóttir sé orðin valdamesta kona landsins. Varla er það óvarlegt mat að mínu mati. Það er öllum ljóst að Inga Jóna er ekki settleg eiginkona forsætisráðherra eins og þær hinar fyrri sem hafa staðið við hlið maka síns í blíðu og stríðu í verkunum sem fylgja hinu annasama og krefjandi húsbóndahlutverki í Stjórnarráðinu. Inga Jóna hefur verið formaður útvarpsráðs, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og leitt borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins auk þess sem hún var varaþingmaður fyrir flokkinn um skeið fyrir Vesturlandskjördæmi hið forna.

Inga Jóna er því í senn litrík baráttukona sem hefur sjaldan hikað og verið áberandi í þjóðlífinu sem stjórnmálamaður. Hún gaf leiðtogasætið í borgarstjórn eftir til Björns Bjarnasonar með eftirminnilegum hætti fyrir fimm árum og eftir því sem kjaftasögurnar segja var mikið valdatafl þar bakvið tjöldin. Eftir að Inga Jóna náði ekki kjöri í borgarstjórn úr áttunda sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum hefur hún ekki verið áberandi leikkona á stjórnmálasviðinu. Hún tók ekki sæti í borgarstjórn sem varamaður á síðasta kjörtímabili og fór ekki í nefndir. Hún gaf pólitíkina upp á bátinn.

Eftir að Geir H. Haarde varð eftirmaður Davíðs Oddssonar hefur hún verið við hlið hans sem hin trausta eiginkona. En hlutverk hennar verður seint í huga flestra metið sem þöguls þátttakanda í verkefnum forsætisráðherrans. Hún er hans traustasti ráðgjafi og stendur honum eflaust allra næst. Með því hlutverki er hægt að fullyrða að hún sé valdamesta kona landsins í vissum skilningi þess orðs. Inga Jóna þekkir alla innviði Sjálfstæðisflokksins, hefur jú leitt allt innra starf hans á vissum tíma og verið kjörinn forystumaður innan hans. Það býst enginn við að hún sé ekki lykilpersóna á valdaferli Geirs.

Skipan Ingu Jónu sem yfirmanns byggingar nýja hátæknisjúkrahússins sýnir vel sterka stöðu hennar og gefur frægum orðrómi um að hún sé valdamesta kona landsins byr undir báða vængi. Það var svosem erfitt að afneita honum áður.


mbl.is Nýjar nefndir fjalla um málefni heilbrigðisstofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Svolítið skondnar pælingar og svo bara er þetta svona????Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.10.2007 kl. 23:22

2 identicon

Núhh... svo spillingin nær til Sjálfstæðismanna.

H. Vilberg (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 00:22

3 identicon

Heill og sæll, Stefán Friðrik og aðrir skrifarar !

Enn; sem fyrr, glöggt dæmi um Sikileyjar siðferðið, hér heima á Fróni, Stefán minn. Líklega, að ýmissa mati, í góðu lagi; þá ''rétt'' fólk fer með völdin, og misbrúkar þau, skammtandi sér og sínum ríflega, af gnægtaborðum þeim, sem vinnandi fólk fyllir jafnharðan, með daglegu striti sínu.

Það er víðar brogað, stjórnmála ástandið; Stefán minn, en hjá herstjórunum, austur í Búrma, og viðlíka plássum. 

Með beztu kveðjum, í Norðuramt / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 14:54

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Inga Jóna á örugglega eftir að standa sig vel í þessu verkefni.

Óðinn Þórisson, 27.10.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband