Er byggingahraðinn orðinn of mikill á Íslandi?

Nýbyggingar

Mér finnst alltaf verða meira áberandi í umræðunni hversu mikið gallar í húsbyggingum hefur aukist til muna. Oftast nær virðist um að kenna miklum hraða í byggingariðnaði og ónákvæmum vinnubrögðum, sérstaklega við meðferð steypunnar. Hef heyrt sögur af þessu víða að byggingarhraðinn sé kominn út úr öllu korti og eðlilegt að hugsa málin aðeins, staldra við og fara yfir stöðuna.

Það er gott að umræða hefst um þennan þátt mála og er orðinn áberandi í fjölmiðlum. Það er ekki langt síðan að talað var um Búsetahúsið hér á Akureyri í Naustahverfi sem byrjaði að síga og úr varð mikið og áberandi fjölmiðlamál. Þetta er fjarri því eina málið sem hefur vakið athygli og er svo komið að mál af þessu tagi eru ótalmörg og sum hafa ratað í fjölmiðlaumræðuna. Það er auðvitað mjög vont fyrir fólk að lenda í því að húsið sé illa gert vegna of mikils hraða og standa eftir með lélega fasteign sem erfitt er að losna við.

Það er vonandi að eitthvað verði hugsað um þessa þætti. Líklega er það eina sem fólk getur í svona málum að leita sér lögfræðiaðstoðar og sótt sinn rétt. Það er hörð og erfið barátta en taka verður á svona málum af hörku frá upphafi.


mbl.is „Þýðir ekkert að segja: ég er bara fúskari!"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nákvæmlega. Tek heilshugar undir það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.10.2007 kl. 14:59

2 identicon

Sælir

Ætli það sé nokkuð bara græðgi, efa það. Eftirspurn eftir húsnæði er gríðarleg og kröfur verkkaupa oft á tíðum óraunhæfar! Ég hef starfað tvö undanfarin sumur hjá Byggingarfulltrúanum í Reykjavík og tek heilshugar undir það hann segir.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband