Vel gert hjá Nicolas Sarkozy

Nicolas Sarkozy fer úr viðtaliÞað hefur aldrei farið framhjá nokkrum manni að Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, er skapmikill maður, hefur mikla pólitíska nærveru og talar af krafti um mál. Hann hefur sterka pólitíska stöðu fyrst og fremst útfrá þessum lykilþáttum sínum og er sem risi í frönskum stjórnmálum eftir forsetakjör sitt í vor og sigur samherja sinna í þingkosningum skömmu síðar. Hann er óhræddur við að láta finna fyrir sér og sýna skap sitt opinberlega.

Það sást vel er hann stóð upp í miðju viðtali við Lesley Stahl, fréttamann í einum virtasta fréttaskýringarþætti Bandaríkjanna, 60 mínútum á CBS, í Elysée-höll og gekk á dyr með orðin Au Revoir og Merci á vörunum er spurt var um einkalíf hans og hjónabandið við Cesiliu Sarkozy. Viðtalið var tekið nokkrum dögum áður en því lauk opinberlega, en þá höfðu kjaftasögur gengið vikum saman að þau væru að skilja, enda ekki sést saman opinberlega um langt skeið. Hefur hann ekki tjáð sig einu orði um skilnaðinn og vill ekki ræða einkalíf sitt.

Hann var því samkvæmur sjálfum sér í þessu viðtali og var ekki að hjala framan í pressuna sem vildi frekar tala um einkalífið en störf hans á forsetastóli. Þetta hlýtur að vera mjög mikil nýlunda fyrir CBS og um leið mikið áfall, enda lítur stöðin jafnan mjög stórt á sig og telur þáttinn sinn þann besta og einn stærsti aðall hennar að þar tali menn opinskátt um sig - og þar gangi menn ekki á dyr í viðtali. Enda var svipurinn á Stahl lýsandi um áhrifin sem þetta hafði á hana. Hún gapti.

Vel gert hjá Sarkozy, segi ég bara.


Tengd grein um Sarkozy
Skammlífri hjónabandssælu í Elysée-höll lokið


mbl.is Frakklandsforseti stóð upp og fór í miðju sjónvarpsviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband