Ógeð á netinu

Það er með ólíkindum að heyra fréttir af tölvuleiknum Second Life þar sem hægt er að búa sér til sýndarheima til að misnota börn. Þetta er að mínu mati skelfilegt dæmi um það ógeð sem víða finnst á netinu. Þetta er skuggalegur sori, sem satt best að segja er mjög ógeðfellt að sjá að virkilega sé til í netheimum. Það er svosem ekkert nýtt að finnist svartir kimar á netinu, en þetta er nú með þeim svörtustu.

Mér sýnist á viðbrögðunum að öllu siðuðu fólki sé brugðið yfir þessum ósóma. Ekki er ég hissa á því. Þessi leikur leiðir eflaust enn til umræðu um það hvort að herða verði mörk á netinu og taka þau mál til endurskoðunar. Þessi leikur er ekkert annað en ógeðfelldur vettvangur fyrir barnaníðinga og það er gott hjá Sky að taka þetta til skoðunar.

mbl.is Barnaníðingar koma sér fyrir í öðru lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Stend við þessi skrif. Þetta er ekkert annað en ógeð. Það kemur fram í fréttinni að barnaníðingar hafi notað sér þessa heima og því er full ástæða til að skrifa með þessum hætti.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.10.2007 kl. 17:22

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Slembinn: Það er alltaf mikilvægt að vera vel á verði í þessum efnum. Allavega, það má vera að við séum ósammála, en ég stend við þessi skrif.

Laissez-Faire: Það er eðlilegt að velta þessum hlutum vel fyrir sér. Við lifum í hörðum heimi og eðlilegt að fólk sé vel vakandi fyrir alls konar hættum sem blasa við. Það er margt ógeðslegt sem er til staðar á netinu og ekki óeðlilegt að fólk vakti það vel og tali óhikað um þær skuggahliðar sem til staðar eru.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.10.2007 kl. 20:56

3 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég fangna þessari umræðu hjá þér Stebbi og er ánægður með afstöðu þína til þessara mála. Ég held að aldrei verði hægt að stöðva alla misnotkun á börnum - því miður. Ég er ánægður á meðan þetta helst bara í tölvuleikjum. Þó svo að svo sé ekki í öllum tilfellum.

Mig langar enn og aftur að biðja Lassiez-Faire að endurskoða afstöðu sína gagnvart dauðarefsingum sem að eiga ekki rétt á sér.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 30.10.2007 kl. 21:11

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka þér kærlega góð orð Aubbi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.10.2007 kl. 21:17

5 identicon

Ég held ég skilji alveg hvað Stebbi á við með því sem hann skrifar, en ég er alveg sammála Laissez-Faire um að fólk lætur eins og það séu alvöru fórnalömb í þessu máli.  Þetta er "gerfi"heimur, jafn raunverulegur og sá heimur sem þú sérð í Lukku Láka eða Andrés Önd blaði.

En Stefán er svo sem ekkert einn um þessa skoðun, það er lengt síðan fólk fór að kalla eftir því að teiknaðar myndir og málverk, af nöktum börnum, yrðu sett í sama flokk og ljósmyndir. 

Fransman (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 21:38

6 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég get ekki sætt mig við að nokkrum manni þyki þetta í lagi, það er til fólk sem að er í þessum tölvuleikjum og eftir ákveðinn tíma ágerst þessi "geðveiki" og menn verða veruleikafyrntir og fara út í það að beita börn kynferðislegu ofbeldi - og það ekki í tölvuleikjum. Það er heldur ekki hægt að bera saman að þetta sé alveg jafn raunverulegt og Lukku - Láki og Andrés Önd. Það hef ég aldrey heyrt um að nokkur maður hafi farið á hestbak og sagt "áfram Léttfeti" og snarað fólk, eða að hafa dottið niður kletta og lent undir steðjum til að vera eins og Andrés Önd. Ég hef hins vegar heyrt dæmi um þetta hjá þeim sem stunda tölvuleiki í "gerviheimum", menn geta orðið veruleikafyrntir. Auk þess eru Lukku -Láki og Andrés Önd góð afþreying og það er ekkert þar sem hvetur vörn eða fólk til að gera þau ódæðisverk sem heyrst hefur um í sambandi við tölvuleiki.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 30.10.2007 kl. 22:12

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gerviveröld getur orðið fúlasta alvara, gleymum því ekki. Þetta er vissulega gervilegt í grunninn en það er greinilegt að barnaníðingar ganga á lagið. Kemur svosem ekki á óvart. Það er ekki langt síðan að við fengum að sjá hvernig barnaníðingar gengu á lagið og sóttust eftir unglingum til kynlífsathafna og Kompás afhjúpaði. Meira að segja lögmaður var staðinn að því að kynna sig sem sautján ára aflitaðan gaur til að negla stelpur. Þetta er fúlasta alvara, segi ég og skrifa.

Tek undir það sem þú skrifar Aubbi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.10.2007 kl. 23:10

8 identicon

Stebbi, á hvaða "lag" eiga barnaníðingar að ganga í "Second life" ? 

það eru engin börn þar ! 

Fransman (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 08:41

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Barnaníðingar hafa reynt að tæla börn á svæðinu Second Life eins og fram kemur í umfjöllun Sky. Það skiptir máli að vera vakandi í þessum efnum eins og mörgum öðrum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.10.2007 kl. 12:23

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Við höfum greinilega gjörólíkar skoðanir á þessu efni. Það er ekkert við því að gera. Þið hafið ykkar skoðanir og ég mínar, fæ ekki séð að við verðum sammála um þessi mál í heildina.

Það vekur þó mesta athygli að aðeins nafnleysingjar hafa séð sér fært að verja þennan leik í þessu spjalli hér og það fær mig til að hugsa.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.10.2007 kl. 13:41

11 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Svar við Lassiez-Faire:       Það eru vissulega engin alvöru börn í leiknum, en þessi leikur veikir eflaust veruleikahugsun þeirra er hann spila. Sé það svo að í leiknum sé hægt að vera með ósiðlegt athæfi gagnvart börnum er það slæmt, því að eins og margir hafa sagt er þetta víst gerviheimur og þess vegna verður fólk oft veruleikafyrnt og þekkir ekki mun á röngu og réttu. Þetta getur endað með því að fólk þekki ekki muninn á gervi- og alvöruheimi.

Það er líka fáránlegt að bera HÍ saman við tölvuleik. Margir tölvuleikir eru jú góðir, og skemmst frá því að minnast að einn tölvuleikur var sagður auka námsgetu grunnskólanema. Þar var hins vegar ekki að ræða um leik þar sem að þú setur þig inn í nýtt líf. HÍ er virt menntastofnun og engan vegin sambærileg tölvuleik. Það eru mun meiri líkur á að það verði til barnaníðingar úr tölvuleikjum en að nema við HÍ. Þetta er hægt að finna út með því að hugsa rökrétt, sem ég held að Lazzies-Faire geri ekki í þessu tilfelli, en það gerir Stebbi hins vegar.

Auðbergur Daníel Gíslason, 31.10.2007 kl. 15:06

12 identicon

Stefán: þú ræður auðvitað alveg hvernig þú skilur Íslenskuna, en það eru frekar veik rök að segja bara að "það sé þín skoðun"  að jörðin sé flöt, McDonalds sé góður fyrir línurnar eða þú getir haldið niðri í þér andanum í 100 ár.

Við "hitt fólkið" köllum börn börn, og fullorðna fullorðna.  Það kemur hvergi fram í frétt Sky að þarna sé neitt annað á ferðini en fullorðnir í hlutverkaleik, þar sem sumir

En auðvitað á að vera vakandi, það er alveg rétt.

Fransman (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband