Siðleysi ljósmyndaranna er eltu Díönu í dauðann

Díana prinsessa af Wales Áratug eftir dauða Díönu, prinsessu af Wales, koma enn sorglegar lýsingar á algjöru siðleysi ljósmyndaranna sem hundeltu hana í dauðann og tóku meira að segja myndir af henni varnarlausri í flaki bifreiðarinnar í Alma-undirgöngunum í París nóttina örlagaríku sem hún dó. Lýsingin af því hvernig myndir af henni stórslasaðri og þeim sem lentu í slysinu með henni voru falboðnar blöðum af sjálfum slysstaðnum segir í raun allt um siðleysið sem einkennist í þessum paparazzi-heimi.

Ég hef heyrt margar ógeðslegar sögur af því hvernig ljósmyndararnir tóku frekar myndir af stórslösuðu fólki en hjálpa því þessa örlagaríku nótt þegar að mest ljósmyndaða kona sögunnar, litríkasta persónan í fjölmiðlaheimi 20. aldarinnar, dó hundelt af ljósmyndurum. Þetta er svo sjúkt að því henta varla nokkur almennileg orð. En samt; þessi saga er þó með þeim verri og hún eiginlega fær mann til að velta því fyrir sér hvort að þessir ljósmyndarar hafi hjarta úr steini og sál úr gerviefnum. Það er ekki hægt að komast að nokkurri annarri niðurstöðu í sjálfu sér.

Það eru ekki mörg ár síðan að nokkur blöð og meira að segja hin virta CBS-fréttastöð birtu nokkrar af þessum myndum og rufu þar með óskrifað heilagt samkomulag um að standa vörð um minningu Díönu. Myndirnar voru gerðar upptækar af frönsku lögreglunni eftir slysið, en þær voru teknar af paparazzi ljósmyndurum sem gengu lengst; eltu prinsessuna og Dodi Al Fayed frá Ritz hótelinu og í dauðann í undirgöngunum þar sem slysið gerðist. Samkomulag hafði verið gert um að myndirnar skyldu aldrei koma fyrir almenningssjónir eða verða birtar í dagblöðum eða sjónvarpi. Birtar voru þá t.d. krufningsskýrslur og trúnaðargögn frönsku lögreglunnar vegna rannsóknar á slysinu.

Með hreinum ólíkindum er hversu lágkúruleg fréttamennska nútímans er orðin, miðað við þessi vinnubrögð öll. Ástæður þess að myndirnar voru birtar hafa aldrei verið sýnilegar, nema þá einna helst til að reyna að hafa minningu prinsessunnar að féþúfu og reyna að ýfa upp sár nánustu aðstandenda hennar. Það er full þörf á því að hneykslast á dómgreindarbresti þeirra sem taka myndir af deyjandi fólki fyrir fjölmiðla og þeirra sem ákveða síðan að birta þær. Þetta er ein af þessum sorglegu staðreyndum lífsins.

mbl.is Hringdi frá slysstaðnum og bauð myndir af Díönu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Mér hreinlega blöskrar við að lesa þetta með Díönu prinsessu, hvað er að fólki sem er að bjóða öðrum myndir til sýningar af svona hörmungum ???  Og enn vitna ég í það Stefán Friðrik, þar sem ég bý í litlu samfélagi, hvernig í ósköpunum gat þetta fólk hér í héraði mínu , flýtt sér af stað með myndavél og tekið myndir af flaki bíls sem eiginmaður minn var á og vellti og sýnt hér í sjoppunni, áður en var vitað um afdrif hans???Ég vissi það ekki einu sinni.  Er að segja hér að þetta er ekkert bara í útlöndum, þetta er líka til á Íslandi, fólk er svo miskunarlaust og hreinlega bara ekki eðlilegt tel ég

Erna Friðriksdóttir, 31.10.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kommentin Erna mín.

Vel skrifað. Þetta er já alveg rosalegt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.10.2007 kl. 01:35

3 identicon

Myndatökur á slysstað, þetta hefur nú gerst á sjálfu Íslandi eins og t.d. Erna nefnir hérna og veit ég um verri dæmi. Hvað er hægt að kalla svona?? Manni bregður mikið þegar svona viðgengst meira að segja á Íslandi.

Blessuð sé minning Díönu prinsessu.

alva (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:05

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Vissulega, en það er sérstaklega ógeðfellt að ljósmyndarar selji slúðurblöðum myndir af stórslösuðu fólki í bílflaki af sjálfum slysstaðnum, bara vegna þess að það sé þekkt. Þetta er ógeðsleg innsýn í heim þeirra sem mynda hina þekktu. En já, þetta er skelfilegt hvar sem það er að fólk sé myndað stórslasað af fjölmiðlum. Ekki boðlegt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.10.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband