Tvískinnungur í áfengismálum - styðjum frumvarpið

RauðvínÞað er ekki hægt að sjá annað en að helsta röksemd andstæðinga frumvarps um breytingu lagaákvæða er varða sölu áfengis og tóbaks sé fallin. Nú þegar er áfengi selt með matvörum á landsbyggðinni. Þetta hefur gerst án þess að sjálfskipaðir siðapostular hafi gagnrýnt og vekur gagnrýni þeirra á frumvarp þingmanna fjögurra stjórnmálaflokka enn meiri athygli í ljósi þess. Það er ekki óeðlilegt að farið sé yfir stöðu mála á Hellu sérstaklega, þar sem áfengi er selt með matvöru. Hefur fólk skaðast af því?

Hef líka heyrt sögur af því að barnafataverslun í Ólafsvík selji áfengi og þetta sé jafnvel víðar um land. Veit t.d. að á Dalvík er áfengi selt samhliða starfsemi fatahreinsunar. Um landið er þetta ólíkt og margir hafa farið þá leið að samræma áfengissölu öðrum þáttum starfsemi. Enda er áfengi söluvara og á að lúta þeim lögmálum. Það er algjör tímaskekkja að ríkið reki sérstakar verslanir og selji áfengi. Þarf þá ekki að gera það sama með tóbak, fyrst þessi lögmál eiga að gilda að áfengi geti verið hættulegt heilsu fólks.

Það er ljóst að yfirvöldum finnst þegar allt í lagi að fólk kaupi sér áfengi samhliða matvöru. Sumir verja þó gömul lög á þeim grundvelli að fólk sem drekkur vín þurfi ekki að hafa það í sjónmáli er það sækir sér nauðsynjar á borð við matvöru. Í mínum bókum kallast þetta ekkert annað en tvískinnungur. Það þarf að taka á honum.

Mér finnst kominn tími til að við horfum lengra í þessum efnum og styðjum frumvarp þingmannanna sautján. Áfengissala með matvörum er þegar orðin staðreynd - það þarf að horfast í augu við það.


mbl.is Áfengið er komið í matvöruverslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég er mjög fanatísk manneskja. Hins vegar er það rétt að það ætti að hleypa samkeppni inná þennan markað .

Ég var á ættarmóti fyrr í sumar þar sem frændi minn Þórólfur Þórlindsson var. Þá var hann ekki orðinn forstöðumaður lýðheilsustöðvar. Við frændurnir erum því sammála um það að ekki eigi að taka þetta skref.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 31.10.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Voru ekki mótmæli viðhöfð hérna í dentíð þegar síminn var lagður?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 31.10.2007 kl. 12:13

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Er það ekki þannig, Stefán, að þessar verslanir á landsbyggðinni leigi ríkisvínbúðunum hluta af húsnæði sínu og hagnist þannig á þessari verslun, en ekki að þær reki þessar verslanir sjálfar?

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 12:40

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef frumvarpið yrði að lögum yrði það bara til þæginda fyrir mig sem ekki á við áfengisvandamál að stríða. Ég get samt ekki horft fram hjá því að fyrir marga er þetta alvarlegt heilbrigðisvandamál.  Þetta er ekki flokkspólitíst mál og það er einföldun að tala eingöngu um samkeppni.  Ef mín þægindi eru keypt því verði  að fleiri fá skorpulifur þá hika ég. Sjálfur hef ég enga góða lausn. Hvað er hægt að gera?  Væri hægt að fara þá leið að auka framboð af óáfengum borðvínum? Ef léttvín yrði selt í matvörubúðum vildi ég ekki fara upp fyrir 10%. 

Það er ekki eftirsóknarvert markmið fyrir Íslendinga að áfengisneysla hér verði svipuð og t.d. í Danmörku eða Frakklandi þar sem skorpulifur er mun algengari en hér.

Sigurður Þórðarson, 31.10.2007 kl. 12:44

5 identicon

Smá um tvískinnung. Flutningsmenn frumvarpsins segja í ræðu á alþingi að áfengi sé ,,venjuleg,, vara og þ.a.l. söluhæf við hliðina á mjólkinni. Hvers vegan leggja þeir þá til í frumvarpinu að mjög stífar hömlur verði varðandi sölu í matvörubúðum s.s. afgreiðslutími ekki lengur en til kl. 20 sem er reyndar sá sami og ÁTVR bíður uppá. Ekki yngri en 20 ára afgreiði. Bíðum við erum við ekki að tala um venjulega vöru? Af hverju eru þeir ekki með bjór eða léttvín í glasinu á ræðupúltinu í Þinginu ? Vínbúðir eru 46 í dag hvað eru margar matvöruverslanir í landinu? Hver á að selja sterka áfengið? Áfengi yfir 22% er 3,5 % já 3,5% af öllu seldu áfengi í landinu m.v. magn. Verða Baugsbúðir með 2400 tegundir af áfengi eins og ÁTVR er með í dag ? Við þurfum aðeins að staldra við og hugsa í þessu máli og velta upp öllum hliðum þess áður en við hrópum á torgum um eittvhað sem hugsanlega gæti komið beint í bakið á þeim sem hæst hrópa um frelsi. Ég hvet til þess að allir áfengiskaupendur fari í Vínbúðina daginn áður en frumvarpið tekur gildi og tryggji sér eintak af Vínblaðinu sem þar liggur frammi frítt og geti þar borið saman verð og framboð við nýja kerfið. Þá held ég að einhverjir vakni upp við vondan draum  og málshátturinn gamli ,, Engin veit hvað átt hefur ,fyrr en misst hefur,, öðlist sitt raunverulega gildi. Að endingu eins og einhver sagði ríkiseinokun eða einkaeinokun, það er málið.

Þorgeir Baldursson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband