Lögreglan sýnileg - salernisvandamál í miðbænum

Löggan snýr mann niður Það er ekki hægt að segja annað en að það sé jákvætt að lögreglan taki á málum í miðbænum og komi á röð og reglu þar sem vantar vissan aga. Það að yfir 200 manns hafi verið ákærðir fyrir að pissa í miðbænum og önnur hegðunarbrot segir sína sögu um að mun harðar er tekið á málum en áður var gert. Eflaust var á því þörf, vel má vera.

Heilt yfir blasir við að lögreglan er mun sýnilegri en áður í miðbænum. Það er mikilvægt. Það sem vekur þó mesta athygli í miðbæjarmálunum er hversu mjög vantar almennileg almenningssalerni þar. Það er lykilatriði að bæta úr þeim málum. Það segir þessi staða fyrst og fremst. Það er augljós vandi til staðar hvað það varðar að fólk pissar út um allt og virðir hvorki lög né óskráðar reglur í þeim efnum. Agaleysið er algjört.

En þetta er heimatilbúinn vandi hvað varðar salernismálin. Það er auðvitað algjörlega afleitt að ekki sé betur búið að þessum þætti í öllum miðbænum þar sem flestum börum borgarinnar er hlaðið niður á tiltölulega lítið svæði. Það er ekki við öðru að búast en að allt það fólk sem þar safnast saman verði að pissa, ekki geta allir gert það inni á skemmtistöðunum. Þannig að þetta er stór vandi sem verður að leysa.

Heilt yfir skiptir máli að lögreglan sé sýnileg en sitji ekki bara á kontórnum og bíði eftir að eitthvað gerist. Burtséð frá þessum salernismálum og skiptum skoðunum um þau er ljóst að lögreglan hefur verið að bæta sig mjög á höfuðborgarsvæðinu með nýjum lögreglustjóra sem hefur sannarlega tekið til hendinni eftir að hann tók til starfa.

mbl.is Drukkið fólk hefur pissað fyrir tvær milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband