Englar vítis á leiðinni til Íslands

Rassía hjá FáfniÞað er sem flesta grunaði í gær; englar vítis hinir dönsku eru á leiðinni til Íslands í heimsókn. Ekki verður sagt að þetta séu aufúsugestir okkar hér og viðbúnaður við komu þeirra því enn meiri en gengur og gerist þegar að von er á farþegum frá Norðurlöndunum hingað á Frón. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á Keflavíkurflugvelli síðar í dag. Hversu harkalegt andrúmsloftið verður yfir komu gestanna.

Þessir englar vítis hafa komið hingað áður og ekki verið teknir neinum vettlingatökum. Árið 2002, að mig minnir, kom fjöldi þessara manna hingað til lands og þeim var vísað úr landi án tafar, áður en gestgjafarnir gátu svo mikið sem spurt hinnar margteygðu lykilspurningar til allra ferðamanna; How do you like Iceland? Sama hefur gerst nokkrum sinnum síðan.

Þessi heimsókn engla vítis á sér stað innan við sólarhring eftir að dóp og vopn voru gerð upptæk hjá Fáfni í Reykjavík. Margir spyrja sig í hvaða átt svartasti hluti þessa bransa er að þróast. En það er vonandi að tekið verði á komu þessara manna.

Að mínu mati eru þeir ekki velkomnir til Íslands. Það sést vel af viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli þar sem um 70 lögreglumenn bíða komu vítisenglanna. Væntanlega verða þeir sendir aftur til síns heima í kvöld.


mbl.is Ríkislögreglustjóri með viðbúnað vegna komu Vítisengla til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband