Sorgarsaga af öryrkja

Það er óhætt að segja að sagan af kynnum Guðmundar Inga Kristinssonar við kerfið sé hrein sorgarsaga. Það er eitthvað að í samfélaginu ef svo er komið að fólk sem slasast er betur komið með að sleppa bæturnar en halda þeim. Það að fólk stórtapi á að þiggja bætur er vond sýn inn í kerfið okkar. Öll sagan út í gegnum hjá Guðmundi Inga er því miður ein af þessum sögum sem hafa heyrst áður en ekki allir vilja segja undir nafni, veikindasaga af þessu tagi og kynnin af kerfinu enda oftast sem raunasaga þeirra sem fyrir verða.

Mér finnst það ekki þægileg tilhugsun í þessu samfélagi ef svo er komið að fólk sem slasast og fær dæmdar bætur er betur komið með að sleppa þeim en þiggja. Þetta er eitt af þessum dapurlegu dæmum sem blasa við, sem varla er hið eina sinnar tegundar. Þetta er að mínu mati hreint og beint til skammar.

mbl.is Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grisemor

Ja sko er hann öryrki. Þótt hann hafi fengið bætur vegna tekjutaps þá er ekk víst að hann sé öryrki. Ef hann hefur hinsvegar verið metinn til örorkuþá hefur hann væntanlega fengið eingreiðslu frá tryggingafélagi sínu og sú greiðsla er skattfrjáls.

Ég er ekki að segja að öryrkjar og þeir sem lenda í slysum séu of saddir af sínu, heldur bara að malið er oft ekki eins einfalt og það virðist vera.

Grisemor, 2.11.2007 kl. 15:03

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Grisemor: Er að beina þessu heilt yfir, tala um öryrkja heilt yfir. Sé Guðmundur ekki öryrki bið ég hann afsökunar á að taka hann með í þá upptalningu. En ég held að flestir átti sig á því að ég tala um kjör öryrkja heilt yfir.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.11.2007 kl. 17:08

3 identicon

Er það ekki framsóknarflokkurinn sem viðheldur þessu bilaða kerfi ? Hér er fólk tengt hvert öðru vegna framfærslu,en víða annarstaðar er það metið sem einstaklingar. Þetta eru bara leifar frá gamla bændasamfélaginu og vistarbandinu. !

margrét (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband