Vítisenglar handteknir á Keflavíkurflugvelli

Hells Angels Það kemur sannarlega ekki að óvörum að félagarnir í Vítisenglum sem komu til landsins síðdegis hafi verið handteknir. Fleiri eru á leiðinni og væntanlega verður öllu þessu fólki vísað úr landi fyrir dagslok. Þetta eru góð viðbrögð hjá lögreglu. Það þarf að taka á þessum málum hratt og vel, sýna að ekkert hik sé yfir málum.

Ég held að enginn vilji sé meðal landsmanna fyrir því að taka á móti þessu fólki. Lögreglan hefur tekið sömu ákvörðun oft og er farið yfir sögu þess síðustu árin í fréttinni sem tengill er á neðst í færslunni. Þetta er rétt stefna. Vítisenglar eru að mestu leyti samansafn glæpamanna sem ferðast um heiminn. Saga þeirra er þekkt og talar sínu máli í gegnum síðustu árin sérstaklega.

Mikill aðbúnaður hefur verið á Keflavíkurflugvelli, sem er til marks um hversu alvarlegt þetta mál er metið. Lögreglan hefur unnið gott verk. Það er vert að hrósa henni gott verk.

mbl.is Vítisenglum snúið við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Algjörlega sammála þér......var með þegar svipuðum hóp var snúið við í Norrænu um árið

Einar Bragi Bragason., 2.11.2007 kl. 19:00

2 identicon

synd að finna ekki myndbandið af þessum hrottum sem gera ekki flugu mein. inntak myndbandsins er að sýna hið rétta manns eðli. myndir þú trúa því að þeir eru ekki meiri hrottar en það að þeir klappa ketti þegar þú biður þá að gæta hanns þegar þú ferð í búð? eða gefa krökkum 100 kr eins og trausti gerði við minn son ekki alls fyrir löngu jú aðuvitað var barnið hikandi að taka þetta gull.

megin inntakið hjá mér er fólk hefur sín störf og áhugamál. ekki dæma það út frá því

einar spilar á sax og er góður í því enda búin að hlusta mikið á hann frá því hann átti heima á ásbrautinni og keyrði um á trabba svo er hann lögga í hjáverkum og já einsi ég er búin að taka pillurnar og stend við það sem ég sagði í nótt

Gísli (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 19:32

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega ósammála þér eins og svo oft áður Stefán !  ÞEssir menn hafa fullan rétt á því að ferðast hingað með eigin vegabréfi enda eru þeir ekki sekir um eitt eða neitt hér á landi ! 

Hvar viltu að ofríki lögreglu og björns bjarnasonar endi Stefán ?  eða rétta væri að spurja þig.. hversu mikil völd viltu gefa BB og hans lögreglu ?

Óskar Þorkelsson, 2.11.2007 kl. 21:20

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka góð komment Einar og Gísli.

Lögregla hefur full völd yfir stöðu mála hér og ráðherra fer eftir leiðbeiningum hennar. Það er fullkomlega eðlilegt að lögreglan haldi utan um mál með þeim hætti sem hún best hverju sinni. Ég styð þessar ákvarðanir. Ég vil ekki sjá Vítisengla hérlendis eins og orð fer af þeim á alþjóðavettvangi. Það er mjög einfalt mál.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.11.2007 kl. 22:41

5 identicon

er ekki í lagi með ykkur

viljið þið sem sagt að allir ferðamenn sem hingað koma þurfi að sýna sakavottorð og sanna að þeir hafi ekki né ætli í framtíðinni að tengjast einum eða öðrum misindismönnum, að öðrum kosti komist þeir ekki inn í landið, hefði ekki verið nær að efla eftirlit með smyggli og betra eftirliti innanlands en að sóa fé skattborgara í að brjóta mannréttindi.

jú mannréttindi eru að hafa ferðafrelsi og fá að njóta þess

ef svona er komið er þá ekki komin tími til að allir sem ætla að setjast hér að séu handteknir uns þeir geti framvísað hreinni sakaskrá. hvap erum við að gera með að flytja hingað til lands einstæðar mæður frá hrjáðu landi  ekki hafa þær sannað að þær séu ekki búnar að murka lífið úr fjölda fólks engin er að rengja það , en að það gæti hugsanlega verið einhverjir í Hells Angelðs sem ekki hafa komist í kast við lögin það er hægt að rengja eða alla vega draga í efa bara vegna orðspors klúbbsins 

skrítið í meira lagi

Rúnar (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 00:12

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hafa ekki einhverjir Alþingismenn hérna á landi brotið lög og þurft að sytja í fangelsi??? Hvað með hina eru þeir líka glæpamenn???

Guðrún Magnea Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 14:05

7 identicon

Það er STÓR munur á útlendingi(alþingismanni?) sem hefur lent á sakaskrá og útlendingi sem er viðriðin skipulögð glæpasamtök.

Finnst reyndar allt í lagi að krefjast sakavottorðs þegar fólk sækir um réttindi sem þegnar hér á landi(sérstaklega ríkisborgararéttindi) en það þurfa náttúrulega að vera undantekningar á því(t.d. fyrir skyldmenni alþingismanna :þ ).

karl (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 17:11

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ef þú ert að tala um Árna Johnsen, Karl, að þá vil ég benda þér á að ég var einn af örfáum innan Sjálfstæðisflokksins sem beitti mér opinberlega gegn framboði hans. Fór m.a. í viðtal á Stöð 2 gegn honum og talaði nokkuð hvasst. Bendi á umfjöllun mína um þetta frá þeim tíma, 25. janúar sl. Slóð á viðtalið við mig er að finna þar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.11.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband