Kárahnjúkavirkjun gangsett - tímamót fyrir austan

Ólafur Ragnar leggur hornstein að Kárahnjúkavirkjun Það eru svo sannarlega tímamót fyrir austan, við Kárahnjúka, nú á þessum degi. Fyrsta vél Kárahnjúkavirkjunar hefur nú verið gangsett og virkjunin því endanlega orðin að veruleika. Miklar deilur voru um framkvæmdina allt frá fyrstu stigum og enn er deilt víða vegna hennar. Tekist var á innan þings og í samfélaginu en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, staðfesti framkvæmdina þótt heitið væri á hann um annað.

Það var því táknrænt að Ólafur Ragnar skyldi sjálfur leggja hornstein að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar, Fljótsdalsstöð, fyrir einu og hálfu ári. Það var gott að hann sem forseti Íslands skyldi staðfesta framkvæmdina og mæta sjálfur þangað, með stjórnmálamönnum, sem tóku virkan þátt í málinu á öllum stigum þess. Framkvæmdin skiptir Austfirðinga miklu máli og finna má hversu mjög framkvæmdir á öllum stigum hafa styrkt Austurland allt, ekki síður Egilsstaði og nágrenni en Fjarðabyggð.

Vil óska Austfirðingum til hamingju á þessum degi. Það þurfti mikla baráttu til að tryggja framkvæmdirnar fyrir austan, baráttu sem var sannarlega vel þess virði.

mbl.is Kárahnjúkavirkjun byrjar að framleiða rafmagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Mér þykir leiðinlegt hvernig sumir hafa talað um þessa blessuðu virkjun. Þetta er flest fólk sem hefur aldrei stigið fæti út fyrir malbikaðar götur Reykjavíkur. T.d. má nefna mótmælendur sem að voru að hlekkja sig við byggingarkrana og fleira í þeim dúr.

Þessi uppbygging sem átt hefur sér stað hér fyrir austan var þörf og ég móðgast þegar fólk að sunnan segist vera á móti þessari framkvæmd, þ.e.a.s. virkjuninni. Hefði ekki verið farið út í þessar stóriðjuframkvæmdir væri stutt í að austurfirðir og austurland liði undir lok. Ef að austurland liðið undur lok þyrftu ekki samgöngur hingað og því vegir slæmir eða engir. Ef að engir væru vegirnir og flugvellirnir, kæmi enginn hingað til að sjá Kárahnjúka. Þannig að þetta var um tvennt að velja 1) að sjá aldrei Kárahnjúka aftur en öflugt atvinnulíf fyrir austan (með álveri), 2) að sjá aldrei Kárahnjúka aftur en enginn byggi hér nema afdala framsóknarmenn.

Við þetta má bæta að Kárahnjúkar eru að mínu mati ekki eins tilkomumiklir og mörgum finnst, það eru margir miklu fegurri staðir til hér fyrir austan. Ég held að ef að ekki hefði verið farið út í þessar framkvæmdir, hefðu í mesta lagi tíu prósent þeirra sem rifu kjaft, farið og horft á þetta. Hugleiði þetta áður en þið farið að tala um Kárahnjúkavirkjun.

Ég er spenntur fyrir þeirri hugmynd sem netþjónabú eru. Það er fyrirbæri sem notar mikla orku en mengar lítið og veitir fjöldamörg störf.

Ég er ákaflega bjartsýnn á góða framtíð á austfjörðum svo og austurlandi öllu.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 5.11.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Góðar hugleiðingar. Mjög sammála þessu. Þar sem ég er nú ættaður að austan finnst mér þetta ánægjulegur áfangi fyrir Austfirðina, mjög gott mál. Þetta hefur styrkt byggðirnar mjög og mun vonandi halda áfram að gera það næstu árin.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.11.2007 kl. 17:52

3 identicon

"flest fólk sem hefur ekki stigið fæti út fyrir malbikaðar götur Reykjavíkur" segirðu.

Nákvæmlega hvað hefurðu fyrir þér í því?

Býr þetta fólk kannski líka allt í 101 og situr á kaffihúsum og þambar latte daginn út og inn?

Kanntu annan?

Jóhann (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 17:53

4 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Þetta var ýkt hjá mér en við getum orðað það þannig að flest þetta fólk hafði aldrei komið þangað áður en þetta var byggt. Mér þykir ólíklegt að þú búir hérna fyrir austan (út frá því hvernig þú skrifar) og þú veist því ekki hvernig ástandið hefur verið. Þú myndir endurskoða skoðun þína held ég.

Auðbergur D. Gíslason

Auðbergur Daníel Gíslason, 6.11.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband