Sorglegt dauðsfall vegna trúarbragða

Mikið innilega er það sorglegt að lesa um bresku konuna sem valdi frekar að deyja af barnsförum en fara gegn þeirri trú sem henni er æðst í huga og þiggja blóðgjöf. Þetta er eitt sorglegasta dæmið sem hægt er eflaust að finna um það þegar að trúin verður yfirsterkari mannlegum hugsunum, skynseminni sjálfri. En mikið hlýtur þetta að hafa verið gríðarleg fórn, og allt vegna þess að trúin sé æðri því sem þurfi að gera. Lífið á að vera mikilvægara en trúin, það held ég að við sem hugsum rökrétt getum metið eðlilega. Í því felast engir fordómar.

Í grunninn finnst mér trú vissulega mjög mikilvæg, en ég myndi aldrei velja að fórna frekar lífinu en einhverju sem trúin talar gegn; því sem gæti haldið í mér lífinu á raunastundu. Mannleg skynsemi á að vera öllu ofar. Þetta er því verulega sorglegt mál og stingur inn í hjartarót vægast sagt.

mbl.is Þáði ekki blóð og lést af barnsförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Aðhyllist einhver trú sem að vill frekar að maður látist en að lifi sé það mögulegt, ætti maður að ýhuga alvarlega að skipta um trú. Ég er samt ákaflega trúaður maður.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 5.11.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Helga Dóra

Mér finnst þetta rosalegt, en þetta er nú veruleikinn þegar kemur að Vottunum. Mig langar að vita hvar það stendur í Biblíunni að maður eigi frekar að deyja frá börnum og fjölskyldu en að þyggja blóð.

Helga Dóra, 5.11.2007 kl. 17:47

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það eru nokkrir ritningarstaðir í Biblíunni sem Vottar túlka á þann hátt að þeir megi ekki þiggja blóð. 1 Mósebók 9:4, .."En kjöts sem líf er enn í, það er blóðið, skuluð þið ekki neyta."  Hægt er að skoða svona ritningarstaði á www.biblian.is fyrir þá sem eru fróðleiksfúsir.

Það þýðir lítið að rökræða við Votta Jehóva og eru þeir því miður margir (ekki allir) uppaldir í þessari villu að okkur finnst. Banna jól, jólasveinahúfur ... baka sandkökur með rúsínum í stað jólaköku. (Ég sver að ég heyrði einn Votta lýsa jólaköku á þennan hátt!)..  Þetta getur verið mjög gott fólk en svona svakalega heilaþvegið að það hálfa væri nóg.

Mátulegur skammtur af Guði + kærleika + skynsemi er ágætis uppskrift að mínu mati! Einhverjir kjósa að sleppa Guði en ég þá finnst mér deigið alveg flatt! hehe.. .. Nóg af kökum og uppskriftum í bili!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.11.2007 kl. 18:45

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Aubbi: Já, ég held að lífið sé mikilvægara en nokkur lífsins trú. Það er bara einfalt mál. Það er eitthvað stórlega að hugsunum fólks ef það forgangsraðar trú ofar en lífi sínu.

Helga Dóra: Alveg sammála. Það að vilja frekar deyja frá fjölskyldunni en horfa framhjá trúnni á ögurstundu er sannarlega á villigötum. Skil ekki hvernig hægt er að taka svona ákvörðun sjálfur. Þetta er eitt af því óskiljanlega í lífinu.

Jóhanna: Gott komment og hressandi. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.11.2007 kl. 19:10

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...en þarna sjáum við samt sem áður, þó okkur finnist þetta torskilið, hversu réttur einstaklings til ákvarðanatöku um eigið líf GETUR vegið þungt...þó allt annað sé uppi á tengingnum að því er virðist þegar kemur að rétti langveiks fólks til að taka sjálft ákvörðun um að lifa eða deyja...bara pæling...

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.11.2007 kl. 22:18

6 identicon

Það sem er grátlegast við þetta er að vottarnir skuli en lifa eftir lögmálinu sem Móse kom á en Jésús leysti okkur undan lögmálinu er hann kom.En vottarnir ásamt gyðingum mistu af komu Jésús og eru enn að bíða eftir honum.Jesús er nýja testamentið og það er það sem við sem erum kristin eigum að styðjast við og þar er ekki banað að þyggja blóð.

jobbi (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 22:24

7 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég skil ekki hvernig er hægt að gera barninu sínu það að láta það ekki alast upp með sér vegna trúarlegra athafna, hvað þá ef að barnið fer að kenna sjálfu sér um þetta. Þetta er bara fáránlegt að láta lífið fyrir trúna, sama hvort er í hinum vestræna heimi, miðausturlöndum eða hvar sem er.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 5.11.2007 kl. 23:16

8 Smámynd: Hákon Unnar Seljan Jóhannsson

Sumir eru bara trúir sínum málstað, ég held að þetta sé menning sem við skiljum ekki en ég tel að þarna hafi þessi kona verið trú sínum málstað þó við séum það ekki. Íslendingar skilja almennt ekki svona því við búum ekki við hungursneyð og lifum sjaldnast í þeirri trú sem við þykjumst trúa á.

Mitt álit er það að þetta hafi bara verið manneskja að deyja fyrir málstaðinn og það sem hún trúir á. Sorglegt, ömurlegt en ekkert sem við getum stoppað.

Maður á nú einu sinni að hafa rétt til þess að lifa eða deyja. 

Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 5.11.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband