Leyndarhjúpurinn yfir OR þolir ekki dagsljósið

Topparnir hjá OR á samrunatímanum Það er greinilegt að leyndarmálin hjá Orkuveitu Reykjavíkur eru orðin svo svæsin að þau þola ekki dagsljósið. Einna best birtist þetta nú í launakjörum æðstu stjórnar fyrirtækisins sem eru meðhöndluð sem mesta ríkisleyndarmál væri. Það er ekki nema von að fólk í landinu spyrji; hvað er verið að fela? - hversvegna mega skattborgarar í sveitarfélögunum sem standa að þessu fyrirtæki ekki vita meira?

Það hefur verið ævintýralega áhugavert að fylgjast með málefnum Orkuveitu Reykjavíkur síðustu árin. Þar eru mörg spurningamerki sem blasa við og ekki nema von að þeir sem eigi fyrirtækið vilji fá þau svör sem mestu skipta. Þessi leyndarhjúpur er því algjörlega óskiljanlegur og beinlínis óviðeigandi sérstaklega í þeirri stöðu sem fyrirtækið hefur verið í síðustu vikur þar sem hitamál þar innbyrðis urðu örlagavaldur í forystu Reykjavíkurborgar.

Leyndarhjúpur af þessu tagi leiðir til þess að enn fleiri spurningar vakna en áður lágu fyrir. Hvað er að fela? Hversvegna þarf að leyna skattborgurum þessum upplýsingum?

mbl.is Launin þola ekki dagsljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er góð spurning.  Hvers vegna léttu Sjálfstæðismenn ekki leyndinni af þessu allan þann tíma sem þeir fóru með forystu í Orkuveitunni?  Hefurðu hugmynd um það?

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér er nokkuð sama um það hver stýrði hlutum með þessum hætti. Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hafa gjörsamlega brugðist við yfirstjórn Orkuveitu Reykjavíkur og hef gagnrýnt það æ ofan í æ síðustu vikur. Dettur ekki í hug að verja eitt né neitt í því. Gagnrýni mín er mjög skýr og hún snýr að hverjum þeim sem ráðið hefur för í OR síðustu árin. Það gengur ekki upp að OR sé ríki í ríkinu í borgarmálunum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.11.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband