Fáránlegar hámarksupphæðir í tollinum

Jólafötin Var mjög athyglisvert að lesa fréttina um leyfilegt verðmæti hluta sem flutt eru inn í landið án þess að greiða toll og skatt. Þetta eru auðvitað bara fáránleg verðmörk sem sett eru að mínu mati. Þegar að prísinn er settur á 23-46 þúsund þýðir það að hjón sem eru að fara að versla föt eða annað mikilvægt, sérstaklega fyrir jólin, komast varla í gegn með fötin af sér og þá er enn margt mikilvægt eftir sem fólk vill taka með sér.

Finnst það gott hjá Neytendasamtökunum að taka þetta mál fyrir og fjalla vel um það. Á því er sannarlega þörf. Sérstaklega er eðlilegt að þetta mál verði ofarlega í umræðunni í aðdraganda jólahátíðarinnar sjálfrar, enda fara Íslendingar oft erlendis til að versla hitt og þetta, oftar en ekki sérstaklega föt og því finna flestir vel fyrir þessum fáránlegu mörkum sem koma þarna fram.

Held að það ætti að huga að því að stokka þetta upp. Það þarf að færa þessi mörk í eðlilegri hæðir en þessar.

mbl.is Jólafötin tekin í tollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er annað sem mér fyndist að mætti huga að. Það er að setja svona hámarksupphæð á það sem flutt er til landsins í pósti. Eins og er þarf að borga toll af ÖLLU, hversu lág sem upphæðin er. Oft er upphæðin sem maður þarf að greiða jafnvel töluvert hærri en verðmæti vörunnar sjálfrar. Þetta veit ég vegna þess að á tímbili keypti ég gamlar þjóðbúningadúkkur á eBay og þurfti borga toll af öllu, hvort sem upphæðin var 10 dollarar erða 50. Þá þurfti að greiða fyrst toll, svo virðisaukaskatt og síðan 450.- króna afgreiðslugjald af hverju einasta snitti. Ég þurfti einu sinni að borga toll af vöru sem komst fyrir í umslagi og kostaði 4 dollara (þetta voru dúkkuskór!) + póstburðargjald.

Ég veit að í öðrum löndum er ekki lagður tollur á fyrr en verð vörunnar fer yfir visst hámark.

Svo er aftur annað mál að stundum fékk ég pakkana keyrða beint heim og þurfti ekki að borga neitt, algjörlega óháð verðmæti hlutanna sem þeir höfðu að geyma. Ég spurðist fyrir á pósthúsinu hverju þetta sætti og konan sem afgreiddi var helst á því að þetta stafaði af því að það væri svo mikið að gera hjá tollinnum...sem sagt algjör geðþóttaákvörðun um það hvort ég þurfti að borga toll eða ekki! Þá held ég að hitt verklagið sem ég nefni áðan væri betra... 

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.11.2007 kl. 13:34

2 identicon

Hver eru rökin fyrir hámarks upphæð? -

Er hámarksupphæð fyrir fyrirtæki sem flytja inn vörur ef það er engin tollur eða vörugjald af vörunni?  Ef það er tollur eða vörugjald má rukka það en hámark - til hvers? 

Regla sem hefur verið sett og er barn síns tíma

einbjorn (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 14:13

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Góðar pælingar Gréta.

Alveg sammála þér einbjörn um það að það þarf nýja tollapólitík. Gjörsamlega úrelt orðið í alla staði.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.11.2007 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband