Björgólfur hjálpar ríkinu að framleiða íslenskt efni

Ríkisútvarpið Ég fagna því að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, leggi ríkinu lið við að framleiða leikið íslenskt sjónvarpsefni. Ekki er vanþörf á að bæta úr í þeim efnum og fjölga íslenskum mínútum í dagskrá Ríkissjónvarpsins. Það er að mínu mati grunnkrafa til ríkisins ætli það sér að reka sjónvarpsstöð að þar sé lögð grunnáhersla á íslenskt sjónvarpsefni, íslenska dagskrárgerð. Það hefur vantað talsvert upp á það.

Í vetur hefur Ríkissjónvarpið bætt sig þó svo eftir hefur verið tekið í dagskrárgerð en enn vantar talsvert upp á að leikið íslenskt efni sé meira áberandi á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Á dagskrá Sjónvarpsins er fjöldi ágætra þátta en leikna efnið hefur setið á hakanum og ekki verið nógu stór hluti af sjónvarpsdagskránni. Hefur Stöð 2 sýnt vel með gerð Næturvaktarinnar að fólk kallar á svona efni, en þeir þættir eru með því vinsælasta í imbakassanum um þessar mundir, þetta er efni sem fólk vill sjá.

Enda hefur það sést vel með leiknu íslensku efni á borð við Undir sama þaki, Sigla himinfley, Heilsubælið í Gervahverfi, Fastir liðir eins og venjulega og Allir litir hafsins eru kaldir að þetta er efni sem vekur áhuga sjónvarpsáhorfenda. Það er kallað eftir meira af leiknu efni á skjánum. Ríkisstöðin hefur ekki verið í fararbroddi í þessum efnum. Eftir því hefur verið kallað til að hægt sé að réttlæta að ríkið reki sérstaka sjónvarpsstöð. Þar á megináhersla ekki að vera á erlent afþreyingarefni sem getur allt eins verið á einkareknu stöðvunum.

Þetta er því jákvætt skref og áhugaverðir tímar framundan tel ég hjá Ríkissjónvarpinu. Reyndar er nýlega lokið tökum á nýrri þáttaröð, Mannaveiðar, sem verða sýndir eftir jólin. Stöð 2 mun svo sýna bráðlega sjónvarpsþáttaröðina Pressan. Þó að Næturvaktin renni brátt sitt skeið á enda er því í vændum gott íslenskt leikið efni. Það er ánægjulegt að Björgólfur sjái sér hag í að bæta stöðu Sjónvarpsins í þessum efnum og hann á heiður skilinn fyrir þetta.

mbl.is Björgólfur Guðmundsson leggur fram fé til framleiðslu sjónvarpmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mun Björgólfur nú velja í helstu hlutverk í þátta- og myndagerð Ríkissjónvarpsins...kannski líka handritshöfunda...eða?

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

hehe það verður gaman að sjá Gréta. Kannski stendur í smáa letrinu að RÚV verði að gera leikna heimildarmynd um Hafskipsmálið og um ævi hins auðmjúka peningamanns Björgólfs Guðmundssonar. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.11.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband