Mafían setur boðorð til að hækka standardinn

Marlon Brando sem Don Vito Corleone Allir sem horft hafa á framhaldsþætti og kvikmyndir um mafíuna vita að þar snýst allt um aga og að hafa stjórn á þeim verkum sem sinna þarf, hversu ólögleg sem þau annars kunna að vera. Eitthvað virðist hafa versnað yfir mafíunni með yngri kynslóðum, eins og sést á svokölluðum boðorðum mafíunnar sem hafa nú fundist á Sikiley. Þar er settar leikreglur til að hækka standardinn til muna.

Þeir sem kynntust Corleone-fjölskyldunni í trílógíunni um Guðfaðirinn, í leikstjórn Francis Ford Coppola, kynnast þar mafíunni eins og hún er við innsta bein. Þar snýst allt um fjölskyldugildin og að passa upp á það sem gera þarf; aginn er í grunninn númer eitt, tvö og þrjú, svo má ekki gleyma virðingunni fyrir því sem sinna þarf. Fjölskyldan var Don Vito, í magnþrunginni túlkun Marlon Brando, allt. Það breyttist þegar að næstu kynslóðir tóku við og allir sem sjá Guðfaðirinn 2 finna vel fyrir því hvernig Michael tókst að eyðileggja lykilstoðir veldisins.

Hann eyðilagði fyrst og fremst fjölskylduna með því að rækta ekki rætur hennar; sinna ekki helstu stoðum veldisins innan frá. Það molnaði vegna stjórnleysis hans á þeim þáttum sem mestu skiptu. Það er greinilegt að á Sikiley hafa boðorðin margfrægu verið sett til að taka á því, minna á hlutverk fjölskyldunnar og þess að hafa prinsipp í starfi; sýna hollustu í hvívetna, vera stundvísir og svona mætti lengi telja. Þar er talað um Cosa Nostra, frægt heiti yfir mafíuna.

Það hefur verið lýst mafíunni oftar - flest okkar þekkjum Soprano-fjölskylduna í New Jersey. Þar sjást lykilþættir þess sem um er talað vel. Yngri kynslóðirnar misstu fótanna og veldi hnignuðu. Gott dæmi nútímans í mafíubransanum kristallast þar mjög vel. Þessi boðorð sýna okkur þó vissulega mótsagnir. Umfram allt sýna þau þó vel að veldi mafíunnar er farið að hnigna, meira að segja á Sikiley. Þar sem sett eru boðorð er veikleiki til staðar. Það sést vel á hvers eðlis boðorðin eru.

Það virðist sem að örlög skáldsagnapersónunnar Michael Corleone séu þeim ítölsku ofarlega í huga miðað við þetta. Ætli þeir hafi ekki áður lesið bókina og eða séð trílógíuna?

mbl.is Lögreglan finnur 10 boðorð mafíunnar á Sikiley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"The Simpsons" hefðu nú gott af svona boðorðum líka, þar er allt af fara til fjandans..

Fransman (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 12:12

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Tek undir það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.11.2007 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband